Vikan - 30.01.1969, Qupperneq 20
■ ■ ■
20 VIICAN 5'tbl-
námuverkamanna ásamt nokkrum jafn-
öldrum sínum, sem léku undir.
Hljómsveit þessi varð skammlíf, en
eigandi einu hljóðfæraverzlunar staðar-
ins hafði fengið augastað á Mary og
kom því í kring, að hún söng oft á laug-
ardagskvöldum hér og þar í þorpinu.
IJað var einnig hann, sem kom henni á
framfæri við þáttinn Opportunity
Knocks í brezka sjónvarpinu.
Mary fór til Cardiff til þess að syngja
til reynslu fyrir BBC. Ilún ein var valin
úr hópi 200 drengja og stúlkna. Þáttur-
inn var sýndur í sjónvarpinu 4. maí,
daginn eftir afmælisdag Mary, en þá
varð hún átján ára. Twiggy hlustaði á
þáttinn og sagði Paul McCartney frá
hve vel og skemmtilega þessi Mary IIop-
kins hefði sungið. Þegar þetta var vildi
svo vel til, að Paul var einmitt að leita
með logandi ljósi að nýjum stjörnum
fýrir Apple Ilecords.
„Það gerðist daginn eftir að sjónvarps-
þátturinn var sýndur,“ segir Mary. „Eg
kom heim frá Cardiff og þar beið mín
símskeyti, svohljóðandi: „Hringdu i Pet-
er Brown. Apple Hecords.“ Annað stóð
ekki í skeytinu og ég varð auðvitað
fjarska úndrandi. Daginn eftir hringdi
ég og spurði eftir Peter Brown. Þegar
ég fékk samband, spurði ég:
— Er þetta Peter Brown?
Röddin svaraði:
— Er þetta Mary Hopkins?
Hann sagði ekki liver hann var, en
síðar komst ég að raun um, að þetta
var enginn annar en Paul McCartney.
Hann Jiolir ekki að segja til nafns síns,
skiljið Jjér. Hann spurði, hvort ég hefði