Vikan - 30.01.1969, Page 33
Leynífarþe
tnn
ritínn
Framhald af bls. 17
þetta tækifæri, og mér kom það
vel að geta grannskoðað hvert
andlit um leið og þeir fóru fram-
hjá mér til að sækja stoðirnar.
Við morgunverðarborðið bragð-
aði ég ekki á neinu, en var svo
kaldur á manninn og drembilát-
ur, að stýrimennirnir urðu fegn-
ir að standa upp og fara eins
fljótt og þeir gátu án þess að
gera sér sjálfum skömm til, en
ég var varla með sjálfum mér,
svo mikið fékk það á mig að
þurfa að leika svona tveim
skjöldum. Aldrei fór hann mér
úr huga, þessi leyndi tvífari
minn, hinn huldi helmingur
persónu minnar, sem átti allt
undir trúnaði mínum, og svaf
að baki þessara dyra sem voru
andspænis mér, þar sem ég sat
við borðið. Þetta hlýtur að hafa
verið því líkast sem að vera að
verða brjálaður, en miklu verra
samt, því mér var það of vel
ljóst.
Ég ætlaði ekki að geta vakið
hann, i mínútu skók ég hann og
hristi, en þegar hann loksins
opnaði augun, var hann glað-
vakandi um leið og mundi allt.
Hann leit á mig spyrjandi augna-
ráði.
„Það hefur ekkert komið fyr-
ir ennþá,“ hvíslaði ég. „Nú verð-
ið þér að fara inn í baðherberg-
ið.“
Hann fór þangað og heyrðist
ekki til hans fremur en draugs,
en ég hringdi á brytann, mætti
hcnum alls óhræddur og bað
hann að taka til í einkakáetu
minni meðan ég færi í bað, —
,,og vera fljótur að því.“
Ég talaði í þeim tón að það
lokaði fyrir allar vífilengjur, og
hann sagði: „Já, herra,“ og hljóp
af stað að sækja sér áhöldin. En
ég fór í bað og var lengi, klæddi
mig til hálfs, blístraði þýtt og
trallaði, brytanum til hughreyst-
ingar og sálubóta, en hinn þátt-
ur lífs míns stóð á meðan eins
og staur, ógn illa útlítandi í
dagsljósinu, og bærði hvorki
legg né lið, en plássið var líka í
það þrengsta. Hann hleypti í
brúnirnar lítið eitt.
Þegar ég fór frá honum þarna
var brytinn um það leyti að
verða búinn með verk sitt, og ég
kallaði fyrsta stýrimann fyrir
mig og átti við hann stutt sam-
tal um einhvern hégóma, en til-
gangurinn var sá að sýna hon-
um, þessum loðmullulega skegg-
júða, inn í hvern krók og kima
hjá mér. Eftir það þóttist ég
þess umkominn, að loka dyrun-
urn og bjóða manni mínum að
koma og vera þar inni í klefan-
um, sem minnst bæri á, um ann-
að var ekki að ræða. Hann varð
að sitja á litlum stól, sem hægt
var að leggja saman, en yfir
honum héngu fötin mín og huldu
hann til hálfs. Við heyrðum að
brytinn kom inn í baðherbergið
utan úr salnum, fyllti þar allar
vatnsflöskur, þvoði baðkerið, tók
allt til handargagns, þurrkaði af,
hvert hljóð heyrðist, strokur,
snögg hljóð og skarkali, og áður
en varði var hann farinn út aft-
ur og inn í salinn, við heyrðum
lykli snúið í skránni. Svona fór
ég að því að gera tvífara minn
ósýnilegan. Ekkert ráð annað
hefði dugað betur eins og á stóð.
Svo sátum við þarna saman, ég
við skrifborðið mitt, tilbúinn að
fara að sýsla við einhverjar
skriftir af ákafa, hvenær sem til
þyrfti að taka, hann að baki mér
og sást ekki frá dyrunum. Ekki
þorðum við að yrðast á meðan
fólk var á fótum, og því síður
að ég þyrði að hvísla að sjálfum
mér. Við og við varð mér á að
skotra til hans augunum, þar
sem hann sat eins og beinskor-
inn í lágu sæti, fæturnir fast
saman, krosslagðar hendur, höf-
uðið niðri í bringu, og datt ekki
af honum né draup. Hver, sem
hefði séð hann, hefði haldið, að
hann væri ég.
Ég var sjálfur hugfanginn af
þessu, og var alltaf að líta við
til að sjá hann, og einmitt í því
heyrði ég rödd fyrir utan dyrnar
segja:
„Afsakið, herra.“
„Allt í lagi!“ . . . Ég hafði ekki
af honum augun, svo ég sá vel
hvernig honum varð við þegar
röddin fyrir utan dyrnar mælti
þessi orð: „Skip að koma, stef-
ir beint á okkur." Hann hrökk
við — og var það hin eina hrær-
ing hans í marga klukkutíma.
En ekki leit hann upp.
„Allt í lagi. Setjið stigann út.“
Ég dokaði við. Ætti ég að
hvísla einhverju að honum? En
hverju? Hann virtist lokaður
inni í sjálfan sig, eins og ekkert
hefði nokkru sinni fengið á hann.
Hvað gat ég sagt við hann. sem
hann vissi ekki þá þegar. . . . Að
lokum fór ég upp.
o—o
Skipstjórinn á Sefóru hafði
þunnt kjálkaskegg rautt, sem
náði frá eyra til eyra, og þann
hörundslit sem rauðhærðir hafa
oftast, ásamt þeim daufingjalega
bláma augnanna, sem þessu fylg-
ir. Ekki mátti hann íturvaxinn
kallast, hann var svo baraxlaður,
tæplega meðalmaður á hæð, og
annar fóturinn ögn íbjúgari en
hinn. Hann heilsaði með handa-
bandi, og leit í kringum sig án
þess að festa augu á neinu. Mér
sýndist hann mundu vera dauf-
gerður seiglingsmaður, og ég tók
á móti honum með mestu kurt-
eisi, en það sýndist mér hann
ekki kunna við. Líklega var
hann feiminn. Hann sagði mér
nafn sitt (líklega Archbold, en
ég man það nú ekki eftir öll
þessi ár) og nafnið á skipinu og
nokkur atriði önnur tók hann
fram, með umli og tafsi, eins og
hann skammaðist sín fyrir það
sem hann var að segja, eða eins
og glæpamaður, sem nauðugur
er knúinn til að játa á sig glæp.
Hann sagðist hafa fengið vont á
sjónum, hræðilega vont, ,,— og
konan mín með í ferðinni, ofan
á allt annað.“
Við vorum setztir inn í klefa
minn og þjónninn kom með
flösku og glös á bakka. „Nei,
þökk fyrir!“ Aldrei sagðist hann
bragða áfengi. En sagðist mundu
þiggja glas af vatni. Af því
drakk hann svo tvö ölglös full.
Þorstlátt, þetta hérna. Síðan eld-
snemma hafði hann verið að
gera rannsóknir á eyjaklasanum
í kring um skipið.
„Til hvers þá, að gamni?“
„Nei, síður en svo.“ Hann and-
varpaði. „Erfitt skyldustarf.“
Mér gekk illa að greina í hon-
um umlið, svo ég sagðist vera
ákaflega heyrnarsljór, því mið-
ur.
„Og það svona ungur maður!“
sagði hann og starði á mig þess-
um blámenguðu, ógreindarlegu
augum. „Hvað veldur - einhver
sjúkdómur?" sagði hann, svo
hluttekningarlaust sem mest
mátti verða, og eins og honum
fyndist mér vera það fjandans
mátulegt.
„Já, ég varð veikur,“ játaði ég
svo hressilega og glaðlega að
hann hrökk við. En mér tókst
það sem ég ætlaði mér, því nú
brýndi hann róminn. Ekki nenni
ég að hafa það eftir, sem hann
sagði. Það voru meira en tveir
mánuðir liðnir síðan atburðirn-
ir gerðust, og hann hafði velt
því svo lengi fyrir sér, að allt
var komið í graut, en ekki fannst
honum minna um það fyrir því.
„Hvað mynduð þér hafa sagt,
ef annað eins hefði komið fyrir
á skipinu yðar? Ég hef verið
skipstjóri á Sefóru í fimmtán ár.
Allir vita, að ég er vanur sjó-
mennsku."
Hann var svo dauðans hrelld-
ur á svipinn, að ég mundi hafa
vorkennt honum ef ég hefði
gleymt þessum óvænta lags-
manni mínum í klefanum, tví-
fara mínum, hrakið mynd hans
frá hugskotsauga mínu. Þarna
sat hann bak við vegginn, í eins
til tveggja metra fjarlægð frá
okkur, þar sem við sátum í setu-
stofunni. Ég leit með kurteisi til
Archbolds kapteins (ef hann hét
þetta þá), en sá hann samt ekki,
heldur hinn, þar sem hann sat í
náttfötum á lágum hnalli, með
bera fætur fastklemmda saman,
krosslagðar hendur, drúpti höfði
í bringu og hlustaði á hvert orð
sem við sögðum.
„Þvílíkt og annað cins, ég hef
verið á sjó í þrjátíu og sjö ár,
aldrei hefur neitt þessu líkt kom-
ið fyrir á nokkru ensku skipi.
Og það á mínu skipi. Og konan
mín með í ferðinni.“
Ég var úti á þekju.
„Haldið þér,“ sagði ég, „hald-
ið þér ekki að ósjórinn mikli,
sem reið yfir, einmitt þá, muni
hafa drepið manninn? Ég hef
séð haföldu drepa mann, bein-
línis. Hún hálsbraut hann.“
„Guð hjálpi okkur!“ kveinaði
hann, og leit á mig þessum
grunnfærnislegu augum. „Haf-
alda, ekki nema það þó! Aldrei
sá ég sjódauðan mann neitt lík-
an þessu.“ Hann virtist hneyksl-
aður ofan í tær að heyra mig
segja þetta. Ég horfði á hann á
móti, öldungis grandalaus, en þá
kemur hann allt í einu fast að
mér og rekur út úr sér tunguna
eins langt og hann kom henni,
svo ég hrökklaðist ósjálfrátt aft-
ur á bak.
Eftir að hafa virt rósemi mína
á sinn frumlega hátt, kinkaði
hann kolli eins og sá sem betur
veit. Ef ég hefði séð þessa sjón,
fullvissaði hann mig um, mundi
ég ekki hafa getað gleymt' því
meðan ég lifði. Veðrið var svo
vont að ekki hafði verið viðlit
5. tbi. vikan 33