Vikan - 30.01.1969, Page 36
ráð að leita að honum í kola-
geymslunni?" Það ætlaði að fara
að hlaupa snurða á þráðinn. En
svo urðu þeir á eitt sáttir áður
en lauk. Ég þykist þess fullviss,
að hann hafi drekkt sér. Hvað
haldið þér, herra?“
„Ég gizka ekki á neitt.“
„Þér hafið enga ályktun dreg-
ið?“
„Ekki nokkra.“
Svo fór ég frá honum. Ég fann,
að honum hlaut að hafa sýnzt
ekki allt með felldu með mig, að
ég skyldi fara svona fljótt, en ég
þoldi ekki við lengur, og farþeg-
inn minn einn niðri. Líklega
þoldi hann ekki verr við en ég.
Fjarskalega áttum við önugt
báðir. En það þótti mér samt dá-
lítill léttir, að mega vera hjá
honum. Ekki var nokkur einasta
sál á öllu skipinu, sem ég þorði
að gera að trúnaðarmanni mín-
um. Fyrst að saga hans var kom-
in um allt skipið var engin leið
að biðja nokkurn mann annan
fyrir hann, og miklu meiri hætta
á ferðum hér eftir en hingað til,
ef upp um okkur kæmist.. . .
Brytinn var að leggja á borð-
ið, því komið var fast að hádegi,
og við máttum ekki tala saman
nema með augunum fyrst.
Seinna um daginn gerðum við
samt tilraunir til að hvíslast á,
mjög varlega, það var einmitt
bölvað hve hljótt var í skipinu
á þessum sunnudegi. Raunar var
allt okkur öfugsnúið, og tíminn
ekki sízt, því ekki gat þetta
gengið til eilífðar. Það dugði
ekki einu sinni að treysta for-
sjóninni, svo stór var sök manns-
ins. Má ég játa það, að hugsun-
in um þetta síðasta var mér
einna þungbærust af öllu. Og
hvað snerti tilviljanir, sem ef til
vildi mundu greiða úr fyrir okk-
ur, þá fann ég að á það mundi
ekki neitt mega treysta, og ég
vonaði jafnvel að ekkert óvænt
kæmi fyrir, því þá var eins lík-
legt, að það snerist okkur til
ógæfu.
„Heyrðuð þér nokkuð?" spurði
ég fyrst af öllu, þegar við byrj-
uðum að hvíslast á.
Hann hafði heyrt allt, Og því
til árétingar sagði hann: „Hann
sagði yður, karlinn, að hann
hefði varla þorað að fela mér
verkið.“
Ég þóttist skilja, að hann ætti
við fyrirskipunina um að vinda
upp framseglið.
„Já, hann hélt, að stormurinn
mundi taka það á meðan.“
„Ég get fullvissað yður um, að
hann gaf aldrei þessa fyrirskip-
un. Það getur verið, að hann
haldi að hann hafi gert það, en
hann gerði það ekki. Hann stóð
þarna hjá mér á skutpallinum,
eftir að aðalseglið fór, og var að
vola um það, að nú væri öll von
úti, gólaði og skældi um þetta
og gerði ekki neitt, og myrkrið
að detta á! Það var leitt að
heyra. Ærður skipstjóri og því-
36 VIKAN 5-tbI'
Yeriff örugg —
Rautfu
Hellesens
rafhlöffurnar
svíkja
ekki
Transistor—Rafhlöður
Raftækjadcild
Hafnarstræti 23
Sími 18395
líkur voði á ferðum! Ég stálsetti
mig öldungis, og tók sjálfur
frumkvæðið, sneri mér frá hon-
um bálreiður, og-------En hvað
þýðir að vera að tala um þetta?
Þér megið gerst vita! Haldið þér
ekki að ég hafi verið orðinn þeim
þó nokkuð reiður, fyrst ég
kvaddi engan mann til að hjálpa
mér? En það var ég nú raunar
ekki. Nei, ekki ég. Kannske karl-
inum? Það kann að vera. Þetta
var ekki neinn venjulegur sjó-
gangur, það voru hamfarir! Ég
gizka á að heimsendir verði
þessu eitthvað líkur, og að
hverjum manni mundi þykja nóg
um að sjá annað eins vífa að og
skella á, en að hafa það dag eft-
ir dag, — það get ég vorkennt.
Ég held, ég hafi ekki verið miklu
betur á mig kominn en hinir.
Það sem úrslitum réð var það, að
ég var stýrimaður á þessum
koladalli, ja, að minnsta kosti.“
„Ég skil þetta allt ósköp vel,“
hvíslaði ég í eyra honum af ein-
lægni.
Hann var orðinn andstuttur af
að hvísla, ég heyrði að hann var
dálítið móður. Málið hafði aldr-
ei legið Ijósar.a fyrir. Það var
sami fílefldi krafturinn, sem
hafði gerzt til að bjarga lífi tutt-
ugu og fjögurra manna, og tor-
tímt hafði einum.
En nú gafst ekki tóm til að
dæma frekar í málinu í það
skipti, —• fótatak í salnum, og
barið fast að dyrum. „Nú er að
hvessa, það er korninn byr,
herra,“ var sagt fyrir ulan dyrn-
ar. Þarna gafst mér umhugsun-
arefni og viðfangsefni af nýrri
tegund, jafnvel líklegt að það
tæki til tilfinninga minna einn-
ig-
„Setjið upp segl,“ kallaði ég
gegnum lokaðar dyrnar. ,,Ég
kem upp undir eins.“
Nú lá fyrir mér að byrja að
kynnast skipi mínu. En áður en
ég fór út leit ég til hans og hann
leit á móti, við horfðumst í augu
þessir tveir menn, jafnóþekktir
á skipi þessu. Ég benti á lága
stólinn í skotinu, og lagði um
leið fingur á varirnar. Hann
svaraði með handahreyfingu, dá-
lítið ógreinilegri, og fylgdi dauft
bros, eins og af iðrun.
Það er óviðkomandi þessari
sögu að skýra frá því, hvernig
þeim manni er innanbrjósts, sem
í fyrsta sinn finnur skip skríða
undir sér að sjálfs síns boði.
Hvað mig snerti var þetta ekki
einskær ánægja. Ég var ekki
skýlaus yfirráðandi þessa skips,
og það olli því, að ég hafði
leyndarmál að geyma, sem eng-
inn á skipinu mátti komast á
snoðir um. Ég var ekki með cin-
um huga við skipið mitt, held-
ur var hugurinn tvískiptur, og
þetta hafði á mig óþægilegí lík-
amleg áhrif, eins og það gengi
mér í merg og bein. Áður en
klukkutími var liðinn frá því að
skipið lagði af stað, þurfti ég að
biðja fyrsta stýrimann minn
(sem stóð rétt við hliðina á mér)
að taka á kompásinn afstöðu af
musterinu, og vissi þá ekki fyrri
til en ég var farinn að hvísla.
Ég áttaði mig fljótt, en hann
hafði heyrt nóg. Ég get ekki lýst
viðbrögðum hans betur en með
því að segja að hann hafi fælzt.
Eftir það varð á honum sú breyt-
ing, að hann varð þurr og fá-
máll, eins og hann vildi gefa í
skyn, að hann vissi nokkuð, sem
bezt væri að tala sem minnst
um.
Stuttu seinna fór ég frá borð-
stokknum t.il þess að líta á
kompásinn, og læddist þangað
svo undur laumulega, að maður-
inn, sem sat við stýrið, rak upp
stór augu. Auðvitað var þetta
varla umtalsvert, en það hefði
getað verið nóg til að gera mig
hlægilegan í augum skipsmanna
minna, — ef ekki annað verra.
Farmanni eru sum orð, sumar
bendingar svo tamar, að heita
má að þetta komi ósjálfrátt, eins
og þegar deplað er auga, þegar
eitthvað nálgast, sem auganu
stendur hætta af. Fyrirskipanir
hans og bendingar eiga að geta
komið umhugsunarlaust. En
þessi ómeðvitaða látasnilld brást
mér nú. Ég varð að taka á öllu,
sem ég átti til, svo bundinn
sem hugurinn var við klefann
minn og þann, sem í honum var,
til þess að geta sinnt skyldu-
störfum mínum uppi, án þess of
mikið bæri á því hvað þau voru
mér utangarna. É'g fann, að þeim
þótti ég vera furðu óöruggur í
stjórninni, þessum mönnum, sem
nú höfðu mig undir smásjá, og
víst höfðu öðru vanizt.
Og fleira var það, sem mér
þótti ískyggilegt. Á öðrum degi
á sjónum fór ég aftur eftir þil-
farinu (ég hafði stráskó á ber-
um fótunum) og staðnæmdist
við búrdyrnar, (sem stóðu opn-
ar) og ávarpaði brytann. Hann
var eitthvað að gera og sneri
baki við mér. Þegar hann heyrði
mig tala hrökk hann ofboðslega
við, missti bolla á gólfið og hann
brotnaði.
„Hver þremillinn gengur að
yður?“ spurði ég, svo hissa sem
ég varð.
Hann varð afar skömmustu-
legur. „Fyrirgefið, herra, ég hélt
fyrir víst, að þér væruð í klef-
anum yðar.“
„Nú sjáið þér að ég er þar
ekki.“
„Já, herra. Ég hefði getað
svarið að ég heyrði til yðar þar
inni rétt áðan. Ég skil þetta ekki
. . . afsakið mig, herra.“
Það fór um mig hrollur. Við
vorum orðnir svo handgengnir
hvor öðrum, hinn leyndi tvífari
minn og ég, að ég gat ekki neitt
um þetta í þeim óttablöndnu,
fáu hvíslingum, sem okkur fóru
á milli. Ég gizka á, að hann hafi
óvart gert einhvern lítilsháttar
hávaða snöggvast. Það hefði