Vikan


Vikan - 30.01.1969, Síða 37

Vikan - 30.01.1969, Síða 37
 ALLT Á SAMA STAÐ SNJOHJOLBARDAR ÞAÐ ERU FINNSICU HJÓLBARÐARNIR sem slegið hafa í gegn hér á landi. Það er hið óviðjafnan- lega snjómynstur, sem gerir þá eftirsótta. Biíreiiaeioendiir MUNIÐ AÐ NÆG BÍLASTÆÐI ERU FYRIR VIÐSKIPTA- VINI Á HORNI RAUÐARÁRSTÍGS OG GRETTISGÖTU. FLESTAR STÆRÐIR SNJÓHJÓLBARÐA FYRIRLIGGJANDI. GERID SNJÓHJÓLBAllÐAKAUPIN TÍMANLEGA. EGILL VILHJÁLMSSON HF. Sími 2-22-40 SENDUM í KRÖFU. Laugavegi 118 þarfnast, ég mest stereo-plötu- gengið kraftaverki næst, ef hann hefði getað komizt hjá því all- an þennan tíma. En samt var hann furðu rólegur að mér virt- ist og hafði fullt vald á sjálfum sér, já, hann var meira en ró- , legur, það var eins og ekkert gæti unnið honum mein. Ég hafði nefnt við hann að halda sig sem mest í baðherberginu, og það gerði hann, enda þótti okk- ur báðum sem minnst hætta væri þá á því að nokkur sæi hann. Það var engin afsökun til fyrir því að fara þangað inn, þegar brytinn var búinn að taka þar til. Þetta var mjög þröng vistarvera. Stundum sat hann á gólfinu, studdi olnboga við hné og hvíldi höfuðið í lófa sínum. Stundum sat hann í kjaftastóln- um, í gráu náttfötunum með snöggklippt hárið, hreyfingar- laus eins og dæmdur maður. Um háttatíma lét ég hann laumast yfir í rúmið mitt, og svo gátum við hvíslast á, meðan varðmað- urinn gekk fram og aftur um þilfarið, yfir höfðum okkar. Mik- ið skelfing var þetta aum ævi. Og mikil heppni var það að í einkaklefanum mínum skyldi vera geymt talsvert af niður- suðudósum með fínum réttum: kjúklingasteik, lifrarkæfu, sperg- il, soðnum ostrum, sardínum. Á þessu varð hann að lifa, öllum þessum úreltu dýrðarréttum, hálf- eða alsviknum. Morgun- kaffið mitt fékk hann alltaf, annað af matnum mínum þorði ég fyrir engan mun að gefa hon- um. Á hverjum degi var sami, nærri óleysanlegi vandinn, að láta taka til í svefnklefanum og baðherberginu án þess að það sæist, að öðruvísi skyldi að far- ið en venjulega. Eg fór að hat- ast við brytann, svo að ég þoldi ekki að heyra hann tala, þenn- an meinlitla mann. Ég þóttist handviss um að liann mundi verða til þess að uppgötva leyndarmálið mitt. Þetta hékk eins og Damóklesársverð yfir höfðum okkar. Ég held það hafi verið á fjórða degi (við vorum þá á förum austanvert við Síamsflóa, og lón- uðum í hægum byr og á sléttum sjó) — á fjórða degi, held ég, af þessum vandræðalega flótta und- an því, sem víst var að mundi ná okkur, að það gerðist sem hér skal greina. Við vorum setzt- ir að kvöldverðarborði, þegar maðurinn, sem ég óttaðist mest, kom að bera inn diska, en stökk svo upp á þilfar af skyndingu. Ekki bauð mér neinn sérstakan ótta af þessu fyrst. En svo kom hann aftur að bragði, og þá sást að hann hafði allt í einu munað eftir úlpunni minni, sem ég hafði lagt til þerris á grindur, því hún hafði vöknað í regnskúr. Sjálfur sat ég eins og uppgufað- ur í sæti mínu við borðendann, og ég hrökk við, þegar ég sá hann koma með úlpuna. Hann stefndi beint á dyrnar að klef- anum mínum. Nú þurfti skjótra ráða við. Framhald í næsta blaði. Mary Hopkins Framhald af bls. 21 um, að karlarnir í Pontardawe eru farnir að kaupa táninga- blöðin.“ Mary og systir hennar, Car- ole, sem er 22 óra, búa sam- an í London. Carole er eins konar umboðsmaður fyrir systur sína. Þær hegða sér enn eins og utanbæjarfólk, sem er komið í heimsókn til stórborgarinnar í fyrsta sinn. Þær njóta þess í ríkum mæli að fara í búðir og skoða hið framandi líf borgarinnar. Mary á erfitt með að trúa því, að það sem gerzt hefur, sé raunveruleiki en ekki aðeins skammvinnur draumur. Frægðin hefur ekki spillt henni hið minnsta enn sem komð er. „Auðvitað nýt ég þess að vera allt í einu orðin fræg,“ segir Mary. „Það eina sem ég óttast er, að einn góðan veð- urdag hafi ég vanizt því og hafi enga ánægju af því upp frá því.“ Mary er þó ekki cins undr- andi yfir lífinu í Lundúnum og hún var fyrst, þegar hún kom þangað. „Mér finnst fólkið ekki eins framandi núna og fyrst eftir að ég kom,“ segir hún. „Mér finnst reyhdar sumir dálítið yfirborðskenndir, en ég hef ekki enn kynnzt mörgum, sem ekki eru á einhvern hátt tengdir skemmtiiðnaðinum. Ef ég sakna einhvers, þá býst ég við, að það sé hin vin- gjarnlega og notalega stemn- ing, sem alltaf ríkti í þorpinu mínu heima. 1 Lundúnum virðist mér fólkið svo inni- lokað og fáskiptið.“ Mary ætlar að fara sér hægt og rasa ekki um ráð fram í peningamálum, þótt hún kunni að hafa góðar tekjur á næstu árum. Tlún er þeirrar skoðunar, að um 1000 krónur séu nóg upphæð til að kaupa kjól fyrir, „sérstaklega cf nota á kjólinn í sjónvarpsdagskrá og ég get ekki verið í honum nema einu sinni eða tvisvar.“ Ef hún þénar mikla ])en- inga, ætlar hún eklci að eyða og spenna til þess eins að losna við þá. „Fyrst ætla ég að kaupa mér þá hluti, sem ég þarfnast. Sem stendur spilara. Ef við Corole lærum að aka bíl, kaupum við okk- ur kannski einhvern tíma bíl, en ég er ekki viss um, að við höfum efni á því. Eg fæ ekki tekjurnar af plötusölunni fyrr en eftir áramót. Eftir nokkur ár gæti ég vel hugsað mér að eignast mitt eigið hús, ef ég liefi þá ráð á því að kaupa það.“ Hvað sem framtíðin kann að bera í skauti sínu, er Mary Hopkins staðráðin í að vera, það sem hún kallar ,,eðli1eg“. „Eg get ekki hugsað mér að lifa í heimi dægurlaganna alla mína tíð,“ segir hún. „Eg vil gjarnan hafa samband við þann heim, en ég vil ekki láta hann gleypa mig með húð og hári. Ef það gerist. þá er hætta á, að maður gleymi að vera manneskja og lifa eðli- legu lífi. Eg hef þá trú, að maður geti haldið áfram að vera eðlileg, ef maður um- gengst, þótt ekki sé nema ör- fáar venjulegar og heilbrigð- ar manneskjur.“ „Mary Hopkins er dæmi- gerð ogósvikin alþýðustúlka,“ segir Paul McCartney. „TTún er óspillt og einlæg. ITún roðn- ar og brosir vingjarnlega og tilgerðárlaust.“ ☆ s. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.