Vikan


Vikan - 30.01.1969, Side 45

Vikan - 30.01.1969, Side 45
þykkti Mully. Og þú flýgur prýðilega ofan í kaupið. En hversvegna sagðir þú mér ekki frá þessu strax, þegar við giftumst?“ „Þetta kom nýlega yfir * ~ << mig. „Oneitanlega vel af sér vik- ið og kemur sér heldur ekki sem verst,“ sagði Mully. „Þú getur þvegið gluggarúðurnar, sem ég næ ekki til, og hjálpað mér með ýmislegt. Það er góð æfing fyrir byrjanda. Hvað er annars langt síðan þú byrjað- ir á þessu?“ Sam varð að segja henni alla söguna, um trúna, sem flytur fjöll, um ljósakrónuna og lögreglumanninn, og um það, hvernig hann kynntist Dick Hogglethwaite. „Hann er bezti náungi, og þar á ofan Huddersfieldstrákur, og þegar hann bað mig að taka þátt í stökkunum, þá gat ég ekki neitað, því að ég vissi að hann þurfti á aurum að halda.“ „Það er nú ekki neitt synd- samlegt við það að öngla svo- litlu saman,“ sagði Mully. „En þú hefir lent í einhverju öðru, annars væru ekki allir þessir blaðamenn niðri.“ „Við getum kippt því í lag í snatri,“ sagði Sam. „Við skulum aðeins segja sannleik- ann, að ég sé ekki íþróttamað- ur, en geti bara flogið. Skrepptu niður á meðan ég bursta skóna þína, og segðu þeim, að mér þyki leitt að þetta sé ekki í frásögur fær- andi.“ Enda þótt Sam hafi orðið auðugur maður á spuna- snælduuppfinningu sinni, hafði hann enn gaman af að bursta skó — einkum skóna hennar Mullyar. Hann liafði gaman af að maka svertunni á og bursta hana af; svo tók hann mjúkan klút og nuddaði skóna, þar til þeir gljáðu. Hann gleymdi sér við verkið í fullvissu þess, að MuIIv með sínu lipra tungutaki gæti hamið eins mikinn fjölda blaðamanna og verða vildi. Eftir morgunverð fór Sam út og labbaði spottakorn. Ungur maður, sem sagðist heita Jim McGillicuddy, vatt sér að honum og kynnti sig. „Þú munt víst ekki vera blaðamaður,“ spurði Sam. Ungi maðurinn kvað svo vera. Sam gekk með honum dálítinn spöl, og pilturinn kvaðst verða að fá frásagnar- efni í blað sitt. Hann sagðist vera eyðilagður maður, ef hann fengi það ekki. Hann var byrjandi í blaðamennsk- unni, og þessvegna þurfti hann á sérstaklega fréttnæmu efni að halda. Allir hinir fréttaritararnir höfðu flýtt sér burtu til þess að skrifa skop- lýsingu af frásögn Mullyar, en hann einn vildi ná tali af Sam, og þessvegna var hann þarna einn á rangli. „Þetta er ekki neitt til að fjasa um,“ sagði Sam. „Ég get flogið. Það er allt og sumt.“ „Flogið.“ ,Á já.“ „Þér eigið við, í flugvél?“ „Nei, bara eins og ég er.“ Blaðamaðurinn var liögull stundarkorn, og þeir gengu á- fram samsíða. „Jæja, herra Small.“ sagði hann að lokum. „Ég vil ekki gera yður mik'ð ónæði, en — ef þér væruð þannig stemmdur núna — væri yður sama þótt þér — flygjuð?“ „Eins og þú vilt,“ sagði Sam, þar sem liann kærði sig ekki um að ota sér fram. „Mér þætti ákaflega vænt um það.“ Sam hóf sig á loft, flaug einn eða tvo hringi og lenti síðan aftur hjá blaðmannin- um. „Hvert í hoppandi,“ sagði ungi maðurinn og tók á rás niður veginn. „Bölvaður Ameríkaninn,“ tautaði Sam og sneri heim- leiðis. Hann var að drekka te- ið sitt. þegar blaðamaðurinn kom aftur. „Fáðu þér sæti,“ sagði Sam, eins vingiarnlega og hann var vanur, og þiggðu tesopa.“ „Nei, þakka fyrir.“ „Hvað er þetta,“ sagði Mully. ..Fáðu þér ósköp lítinn dropa.“ En jlilturinn hristi bara höfuðið. „Hvað er á sevði,“ spurði Sam. ,.Ég hef verið rekinn.“ „Hvað?“ ..Rekinn! Hent út! Spark- að!“ „Jæja, varstu rc'kinn,“ sagði Sam; „mér þykir leitt að heyra bað. Og ég sem hélt að ég hefði útvegað þér efni i ágætis grein.“ Framhald á bls. 48. Stressið eða streitan er það sem mest hrjáir fólk nú til dags. Eitt bezta ráðið til að öðlast hvíld í hraða og hávaða nútímalífsins er að nota hverja næðisstund til lestrar. ÚRVAL er sniðið fyrir fólk, sem hefur stopular tóm- stundir. Það birtir í samþjöppuðu formi úrval greina úr innlendum cg erlendum blöðum og tímarit- um. Að auki er úrdráttur úr heilli bók í hverju hefti. ÚRVAL er eina blaðið sinnar tegundar hér á landi. Það er ómissandi þáttur í lífi hvers nútímamanns. 5. tbi. VIKAN 45

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.