Vikan - 30.01.1969, Síða 46
KVIKMYND IJM EL CORDOBÉS?
Einn skæðasti nautabani Spánar nú um stundir, Manuel
Benitez, sem gengur undir nafninu E1 Cordobés, er um þess-
ar mundir staddur í Bandaríkjunum. Sagt er að ef til vill
standi til að gera kvikmynd um líf þessa ólæsa hænsnaþjófs,
sem hófst til auðs og l'rægðar með því að pína tóruna úr
graðungum af' meiri kúnst en aðrir menn.
HINRIK I DWVHER
Hinrik prins, maður Margrétar Danaprinsessu, er þegar
orðinn höfuðsmaður í danska flughernum. En hann vill líka
komast í landherinn og þjónar nú i þeim tilgangi við Prinsens
Livregiment í Viborg. Námið ætti honum að sækjast vel, því
að ekki var hann með öllu ókunnugur hermennsku fyrir
komuna til síns nýja fósturlands. Hann þjónaði sem sé á
DÝRLINGIJRINN KVÆNIST
Karlmaðurinn á myndinni er sjálfur sjónvarpsdýrlingurinn
lloger Moore, og hann var rétt nýverið að ganga í hjónaband
með kvenmanninum, sem sést hér jneð honum. Hjónavígsl-
an hlýtur þó að hafa verið formleg í þess orðs sterkustu merk-
ingu, því að hann er búinn að búa með stúlkunni — Louisa
Mattioli heitir hún — í átta ár og eiga þau tvö börn saman.
HVERNIG SEFURÐU,
MORÐINGJASKEPNA?
Aldrei líður svo dagur að einn
Frakki eða fleiri panti ekki sím-
tal við Heinz Lammerding, vel-
efnaðan eiganda byggingafyrir-
tækis í Diisseldorf, Vestur-
Þýzkalandi. Þeim er forvitni á
að vita hvort hann eigi gott með
svefn. En Herr Lammerding
svarar aldrei símköllum erlend-
is frá, og ekki vill hann heldur
tala við blaðamenn.
í síðari heimsstyrjöldinni var
Lammerding þessi hershöfðingi
og yfirmaður hins illræmda SS-
herfylkis Das Reich. Árið 1951
dæmdi franskur dómstóll hann
til dauða, að honum sjálfum
fjarverandi. Þá var ekki vitað
hvar hann hélt sig og margir
töldu hann dauðan. En tveimur
árum síðar, þegar tuttugu og
einn liðsmanna hans voru fyrir
rétti í Bordeaux, skrifaði hann
réttinum ótilkvaddur og bar blak
af þeim. Síðan hvarf hann aftur.
Og nú lifir hann í vellystingum
praktuglega í Dússeldorf. Vest-
ur-tþýzk lög banna að hann sé
framseldur.
Hann hlaut dauðadóm fyrir að
hafa átt hlut að hengingu hundr-
að tuttugu og fjögurra borgara
í Trulle í Mið-Frakklandi. Sá
glæpur var þó ekki hans stærsti.
Tíunda júní 1944 marséruðu her-
menn hans inn í þorpið Oradour-
sur-Glane. Þeir ráku karlmenn
þorpsins saman í hóp og skutu
þá niður. Konum og börnum
smöluðu þeir inn í kirkju stað-
arins, læstu dyrunum og kveiktu
svo í byggingunni. Af fjögur
hundruð þorpsbúum komust að-
eins tveir undan með lífi.
Frakkar krefjast þess nú að
Lammerding verði annaðhvort
framseldur þeim eða honum
stefnt fyrir rétt í Þýzkalandi.
Gert er ráð fyrir að Bretar styðji
þá kröfu. ☆
SKO NORSARANA
Frændur vorir Norðmenn
kváðu nú vera heimsins mesta
íþróttaþjóð, að tiltölu við fólks-
fjölda. Á síðastliðnum vetrar- og
sumar-ólympíuleikum unnu þeir
sextán verðlaunamedalíur, en
það gefur eina medalíu á hverja
tvö hundruð tuttugu og átta
þúsund íbúa. Sumir þakka þetta
mikilli mjólkurdrykkju þjóðar-
innar, en Norðmenn eru aðrir í
röðinni í heiminum hvað mjólk-
ursvall snertir, samkvæmt
skýrslum frá sambandi mjólkur-
framleiðenda í Slésvík-Holt-
setalandi. f sömu skýrslu er þess
getið að Mongólar séu einnig
miklir íþróttamenn, „enda lifa
þeir mestmegnis á mjólkurafurð-
um.“ Meira að segja brugga
Mongólar bjór úr mjólk; heitir'
sá drykkur kúmiss og var frægur
þegar á dögum Gengis Kans.
Ekki er þess getið í téðri
skýrslu hver sú eina þjóð sé, sem_
skákar Norðmönnum í mjólkur-'
þambi, en ef okhur rámar fétt
í aðrar hagskýrslur, eru það eng-
ir aðrir en íslendihgar. Ef mjólk-
urdrykkja veldur méstú um
medalíueign þjóða, gegríir furðu
hversu lítils af slíkum varningi
við höfum aflað á undangengn-
um sumar- og þó einkum vetr-
ar-olympíuléikúm.
TÍTÓ LOKAR
SVARTSÝNISMENN INNI
Tító gamli í Júgóslavíu er
staðráðinn í að Sovétmenn fái
varmari viðtökur éf þéir' ráðast
inn í land hans en í Tékkóslóvak-
íu á dögunum. Hann hefur til
dæmis látið fela vopnabirgðir
uppi í fjöllum, til að grípa til ef
hefja þyrfti skæruherriað.
Tító, serrí sjálfur var ’frémstur
allra skæruliðaforingja í síðari
heimsstyrjöldinni, tekur líka
ómjúkum höndum á hverjum
þeim, sem lætur í ljós vonleysi
um mögúleika á vörnum.. Tækni-
fræðingur nokkur að ríafni Boro
Antonic sagði þannig nýlega, að
þýðingarlaust væri að reyna að
verjast skriðdrekasveitum
Rússa. Hann hlaut fyrir bragðið
þriggja ára fangelsisdóm. Skrif-
stofumaður einn ' sem Idriz Alic
heitir, hafði látið hafa eitthvað
svipað eftir sér. Hann 'slapp með
tvö ár, þar eð fært var fram
honum til afsökunar að hann
hefði verið fullur, þegar hann lét
út úr séð hið for'dæmda svarta-
gallsraus. l” ☆
LUNDÚNIR — PARADÍS
FÓSTUREYÐINGA
Fyrir rúmu misserj síðan voru
fóstureyðingar gerðar löglegar í
Bretlandi, og nú er Lundúna-
borg orðin höfuðstaður álfunnar
hvað þessa starfsemi snertir.
Talið er að um þrjátíu þúsund
fóstureyðingar verði framdar
þar fyrsta árið, og eftirspúrnin
hraðvex, einnig erlendís frá.
Ekki er enskt kvenfólk þó alveg
ónægt með þetta. Sjúkrahúsin
eru flest ekki undir það búin að
taka á móti auknu aðstreymi
sjúklinga. Einkasjúkrastofur,
sem áður framkvæmdu 'ölöglegar
fóstureyðingar, halda nú ’starf-
semi sinni áfram löglega — en
verðið hefur ekki lgpkkað.-, Það
kvað vera frá tuttugu og fimm
þúsund krónum upp í þrjátíu og
fitnm þúsund, svo að dýrt er
spaugið enn. ☆
SÖLUHRUN Á
ÓLÉTTÚKJÓLUM
Það eru fleiri en páfinn sem
eru krítiskir á Pilluná. Nýlega
bárust 'þau ógríartíðindi frá
frændum vorum Færeyingúm að
búið væri við landauðn hjá þeim
vegna notkunar á þessum varn-
ingi, og samband bandarískra
smásala hefur nýléga 'tilkynnt,
að salan á óléttukjólum hafi á
skömmum tíma hraþáð;■um
tuttugu prósent. , Þettpic 'kenna
menn. Pijfunni... og. hugsgi ...henni
þegjandi þör'firía. ☆
46 VIKAN 5' tbl'