Vikan


Vikan - 30.01.1969, Síða 48

Vikan - 30.01.1969, Síða 48
„Ég fór heim og skrifaði hana,“ sagði pilturinn kjökr- antli. „Og þeir sögðu að ég liefði skrifað hana fullur. 1‘eir voru of heimskir til að trúa henni. Þetta er stórfengleg- asta frétt, sem heimurinn hef- ir heyrt. Vitið þér það?“ „Þú ert ákaflega kurteis,“ sagði Mully. „Það getur verið að ég sé fullur eða vitlaus, en ég er áreiðanléga ekki kurteis,“ sagði ungi maðurinn. „Sjáið þér nú til, vilduð þér heyra eina uppástungu. Þetta er merkasta fyrirbrigði síðustu fimmtíu alda. Við getum grætt milljónir á því, ef ég fengi að ráða.“ „Milljónir?“ spurði Mully og fór að leggja við hlustirnar. „Já. Við höldum sýningar og förum umhverfis jörðina." „Nei, mig langar ekki að ferðast kringum jörðina. Ég er búinn að því,“ stundi Sam. „Mig langar bara heim til Yorkshire.“ ,.Sam,“ sagði Mully aðvar- andi,“ „Heyrðu Mully — það er ég sem flýg og ég ræð, hvað ég geri.“ „Það var líka svo með spunasnælduna þína,“ sagði Mully. Ef þú hefðir fengið að ráða, þá notuðu Owdicotts- verksmiðjurnar hana ennþá án þess að borga eyri fyrir. H verjum var það að þakka, að við fengum lögfræðing og fórum í mál? Var það kannski ekki mér að þakka? Annars værir þú bara verkstjóri með tveggja punda og tíu shillinga vikukaup. Það er hollast að láta mig sjá um fjármálin. Eg og pilturinn þarna munum sjá um allt.“ Samningur var gerður og undirritaður. „Nú,“ sagði ungi maðurinn, „skulum við leigja Madison Square Gard- en í New York. Þér þurfið bara að fljúga einu sinni á dag. Ég ætla að panta far- seðil með ftugvél austur á morgun.“ „Með flugvél,“ sagði Mully. „Þá væri nóg að panta tvo farmiða, því að Sam getur f'logið sjálíur og sparað okk- ur fargjald.“ En .Jjím vildi ekki heyra það, og þegar hann benti á að Sam myndi gegn- frjósa á leiðinni yfir Kletta- ljöllin, lét Mully undan og féllst á að lofa honum að vera inni í flugvélinni. JNM ÆSTA dag höfðu þau A ’ komið sér fyrir í dýru hóteli í New York. Sam hafði engan frið íyrir fólki, sem vildi tala við hann og skoða hann í krók og kring. Hann var beðinn að flji\ga. Sam flaug nokkra hringi í herberg- inu, en þessir New Yorkbúar voru fram úr hófi tortrvggnir. Þeir stóðu uppi á stólum og þreifuðu eftir vírum; þeir ransökuðu Sam gaumgæfilega lil þess að vita, hvort hann héngi ekki í einhverju. Lækn- ar bönkuðu á honum brjóstið og athuguðu blóðþrýstinginn; sálfræðingar spurði hann, hvort tonn af fiðri væri létt- ara en tonn af blýi; hann var rannsakaður af geðveikra- lækni og nefnd andartrúar- manna. Ljósmyndarar tóku mynd- ir af Sam standandi og Sam á flugi, og herbergið varð svo fullt af reyk að Sam náð'i varla andanum. Loksins slapp hann inn í svefnherbergið. Smávaxinn gamall maður sat á rúminu. „Komið þér sælir,“ sagði öldungurinn kurteislega. „Mér tókst vel sýningin,“ sagði Sam. „En ég er alveg uppgefinn.“ „Hún tókst vel,“ sagði gamli maðurinn. „En þeir trúa ekki á hana.“ „Trúa ekki?“ „Nei, því er nú verr. Mann- kynið hefur óbeit á öHu, sem það fær ekki skilið. Það mun nota allar aðrar skýringar en sannleikann — að þér getið flogið.“ „Ég get flogið,“ sagði Sam. „Auðvitað getið þér það,“ sagði öldungurinn hæglátlega. „Þakka þér fyrir,“ sagði Sam. „ög fáðu þér hérna í pípu af tóbakinu mínu. Það er ágætt. Of hvað heitir þú aftur?“ „Ég er bara nernandi í Rannsóknarstöðinni,“ sagði garnli maðurinn og tróð tó- baki Sams í pípuna sína. „Ég er að reyna að finna aðferð til þess að sigrast á andstöðu líkama og sálar gegn lifnaðar- háttum, mataræði og hugsun nútímans. Hann kveikti í píp- unni og leit á Sam. „Mjg langar til að spyrja einnar spurningar.“ „Ég hefi verið spurður svo margra að það munar ekki um eina í viðbót.“ „Er mismunandi erfitt að fljúga?“ „Mér líkar bezt að fljúga einn, undir berum himni og að næturlagi. Það er erfiðar, þegar tolk er viðstatt. Eins og til dæmis í dag — þá var það erfitt.“ Gamli maðurinn kinkaði kolli og saug pípuna. Svo stóð hann upp og klappaði á herð- arnar á Sam. „Það hefir verið sérstaklega ánægjulegt að tala við yður, herra Small,“ sagði hann. „Ég vildi að ég gæti verndað yður, en ég get það ekki. Heimurinn víll alls ekki trúa. Líffræðingar hafa sannað meyjarfæðinguna; efnafræðingar geta breytt vatni í vín; læknar fá dauða menn til að rísa upp, vísinda- menn sanna, að efnið sé ófor- gengilegt og stærðfræðingar hafa sýnt fram á að eilífð í tíma og rúmi sé óumdeilanleg staðreynd — og þetta gerðist allt í heimi, sem hættur er að trúa á meyjarfiteðingu, krafta- verk og eilíft líf. Því meira sem við sönnum, því minni verður trúin. Einföld og bless- uð trúin er ekki lengur til. Mennirnir hafa fengið of margar sannanir og of mikið af rökum til að trúa hinu ó- skiljanlega.“ „Þetta er skrítið,“ sagði Sam. „Það var einmitt ræða um trúna, sem kom mér til að fljúga.“ „Auðvitað,“ sagði gamli maðurinn. „Mér er sama hverju menn trúa,“ sagði Sam. „Ég veit að ég get flogið — er ekki svo?“ „Jú, herra Small. En sjóið þér ekki að vantrú þerra gæti .... jæja, ég get ekkert gert. Þér verðið að halda áfram einn — en mig langar að gefa yður eitt ráð. Ef yður finnst einhverntíma, að það sé sér- staklega erfitt að fljúga þá segið bara við sjálfan yður: „Ég get flogið. Eg get það! Ég get það! — Og trúið því ávallt.“ Sam hafði ekki mikinn tíma til að hugsa um, hvað öldungurinn hafði sagt, því að liann hafði ekki stundlegan frið fyrir læknum, blaða- mönnum og ljósmyndurum. Sýningarkvöldið rann upp og Sam var í búningsherberginu ásamt Mully. Hún rétti hon- um útsaumaðan búning. „Ég saumaði þetta,“ sagði hún. „Hérna er brezki fáninn hægra megin á brjóstinu og bandaríski fáninn vinstra megin. Gerðu það fyrir mig að fara í hann.“ „Það veit ekki á gott að skipta um búning,“ sagði Sam. En hann fór í búning- inn, því að hann kenndi í brjósti um Mully, sem hafði vakað fram eftir á kvöldin við að sauma hann. Jim kom þjótandi inn og dró Sam að sviðsdyrunum. Sam heyrði, að verið var að kynna hann í hátölurunum. „Þú ert viss um að þú getir það,“ spurði Jim.“ „Það hefir aldrei verið liér annar eins mannfjöldi — og dýrustu sæt- in á tuttugu dollara. Þér mis- tekst ekki?“ „Auðvitað ekki,“ sagði Sam gramur. Svo var honum ýtt inn á sviðið, og þarna stóð Sam Small, klæddur ljósrauð- um búningi, öllum útsaumuð- um. Hann stóð kyrr svolitla stund og deplaði augunum í ljósn. Hann baðaði út hönd- unum, til þess að hefja sig upp, og þá, allt í einu, fór Baann að hugsa um, hvað ■naundi ske, ef hann gæti nú tékki flogið. Þarna stóð hann, mitt í þæ&sum geysistóra sal, skringi- legur og lítill í ljósrauða bún- ingnum, með armana útrétta. Áhorfendurnir, sem skiptu þúsundum, voru þegar farnir að hlæja. Hlóturinn glumdi og bergmálaði um allan sal- inn. Sam ætlaði að leggja á flótta, en Jim stóð í dyrun- um og bandaði við honum í ákafa. „í guðs bænum — fljúgðu," kallaði Jim. Sam varð gripinn óum- ræðilegri skelfingu. Ef til vill hafði hann dreymt allt sam- an; ef til vill gat hann alls ekki flogið. Hann hljóp áfram með útrétta arma, til þess að finna til loftsins. Og þetta var það, sem áhorfendurnir sáu: skringilegan, lítinn karl, sem hljóp um eins og kjúklingur 48 VTKAN 5-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.