Vikan


Vikan - 30.01.1969, Page 51

Vikan - 30.01.1969, Page 51
Ef til vill má segja um mjólk, ' að hana kaupi fólkið í hvernig’ umbúðum sem hún sé, því enginn geti án hennar verið. Satt má vera. En til er nokkuð í viðskipt- um, ef ég man hagfræðina rétt, sem heitir „goodwill", eða vel- vild kaupandans til seljandans, sem kemur fram í því, að kaup- andinn kaupir ívið meira af selj- andanum en ella fyrir það, að hann ann honum alls góðs. Til þessa ættu þeir að taka nokkurt tillit, sem eiga nokkuð undir því, að fólkið kaupi fleiri landbúnað- arafurðir en mjólkina eina, svo sem kjöt, smjör, ost, og svo fram- vegis. Já, vel á minnst, ostur. Nú er, til þess að gera nýlega, komin töluvert meiri fjölbreytni í osta en áður var. Til eru smurostar með ýmislegu blandi: Rækjum, sveppum, hangikjöti og fleira. Svo er venjulegur brauðostur, skorpulaus ostur, tílsiterostur og ambassador, camenbert og fleiri. Þessir ostar hafa allt i einu farið að fást, án þess að nokkur alls- herjarfræðsla til landslýðs hafi farið fram um það, hvernig hentast sé að neyta þessara osta, hvernig þeir skuli meðhöndlaðir í geymslu og tilreiðslu, hverjir séu eiginleikar hverrar tegund- ar fyrir sig, hvernig hægt sé að gera sér tilbreytingu í mat með notkun þeirra. Á oftnefndum Foldenbar í títtnefndu Ekko- danmark fékk ég grillaðan camenbertost, sem mér þótti frá- bært lostæti. Hvernig á að grilla camenbert? Er ekki líka hægt að gera eitthvað tilsvarandi við aðrar osttegund;r, eitthvað, sem sauðsvartur almúginn, sem dag- lega nærist einkum á ýsu og sam- lokum úr rúgbrauði og fransk- brauði með venjulegum brauð- osti á milli, veit engin skil á, og kaupir því ekki efnið til? Og hvernig á hnn almenni kiötkaupandi að þekkja, hvað er gott kjöt og og hvað verra, hvernig á hann til dæmis að var- ast, að upp á hann sé prangað folaldakjöti, þegar hann ætlar að kaupa gott nautakjöt? Þannig mætti lengi spyrja. Það væri framleiðendanna sjálfra hagur, að íræðsla um þessi mál væri rekin með því móti, að hún næð: til allra, án þess að beinlínis væri eftir henni sótzt i upphafi, við það skapaðist áhugi fyrir að vita meira en það aftur myndi trúlega leiða til meirt umsetningar á þessum vörum. Og það er líka fram leiðandans hagur að stuðla að þvi, að neytandinn fái vöruna sem bezta, í þeim umbúðum, sem þægilegastar kunna að þýkja. Þetta hafa dönsku búnaðarsam- tökin skilið og málin hafa þar verið tekin föstum tökum. Við, fáir og smáir, getum ef til vill ekki byrjað eins rösklega, en er til of mikils mælzt, að við byrj- um? Eða blunda nú bændur? PER SPARIÐ MED ÁSKRIFT Þ£R GETIÐ SPARAÐ FRÁ KR. 7.50 TIL KR. 15.38 MEÐ ÞVÍ-AÐ GERAST ÁSKRIFANDI AÐ VIKUNNI OG ÞÉR ÞEKKIÐ EFNIÐ: ^nctáique VIKANi^ VIKAN ER HEIMILISBLAÐ OG í ÞVÍ ERU GREINA R OG EFNI FVRIR ALLA Á HEIMILINU, — UNGA OG GAMLA, SPENNANDI SÖGUR OG FRÁSAGNIR, FRÓÐLEIKUR, FASTIR ÞÆTTIR O.FL., O.FLi Vinsamlegast sendiS mér Vikuna í áskrift n i i i 4 TÖLUBLÖÐ Kr. 170.00. Hverl blað á kr. 42.50. 3 MÁNUÐIR - 13 tölubl. - Kr. 475.00. Hvert blað á kr. 36.58. 6 MÁNUÐIR - 26 tölubl. - Kr. 900.00. Hvert blað á kr. 34.62. Gjalddagar fyrir 13 tölubl. oq 26 tölubl.: 1. febrúar — 1. maí — 1. áqúst — 1. nóvember. Skrifið, hringið eða komið. |_ PÓSTSTÖÐ VIKAN SKIPH0LTI 33 POSTHOLF 533 REYKJAVÍK SÍMAR: 36720 - 35320 n i i i j 5. tbi. VIKAN 51

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.