Vikan


Vikan - 13.02.1969, Page 4

Vikan - 13.02.1969, Page 4
NÚ ER AUÐVELT AÐ ENDURNÝJA ELDHÚSIÐ HINGAÐ TIL Hafa slíkar endurbætur kostað mikið rask, sem margar hús- mæður vilja hlífa sér við. Nú er allt breytt. Við tökum gömlu innréttinguna niður og setjum upp nýja og nýtízkulega, inn- flutta innréttingu — allt á tveim dögum. Við breytum ekki heimilinu í trésmíðaverkstæði á meðan og þér undrizt, hvað eldhúsið gerbreytirst, hvað íbúðin breytist og hvað störfin verða ánægjulegri. Allar okkar innréttingar eru úr harðplasti í miklu litaúrvali og þér getið fengið eldavél, uppþvottavél og ísskáp frá sama framleiðanda. Verðið er mjög hagstætt. HÚS OG SKIP Ármúli 5 — Símar: 84415—84416 GHENS&SVEQ 2Z-Z4 SS® 30280-32262 Gólfdúkur — plast, vinyl og línóleum. Postulíns-veggflísar — stærðir 7V2x15, 11x11 og 15x15 cm. Amerískar gólfflísar — Good Year, Marbelló og Kentile. Þýzkar gólfflísar — DLW. Hollenzkur Fiesta dúkur — eldhúss- og baðgólfdúkur. Málningarvörur — fró Hörpu hf., Málning hf. og Slippfél. Rvíkur. Teppi — ensk, þýzk, belgísk nylonteppi. Fúgavarnarefni — Sólinum, Pinotex. Silicone — úti — inni. Veggdúkur — Somvyl, frönsk nýjung. Vinyl veggfóður — br. 55 cm. Veggfóður — br. 50 cm. V_______________________________________________________________________/ MIKIÐ SKAL TIL MIKILS VINNA Svar til Einnar í vanda: Okkur þykir leitt, að ráðið sem við gáfum þér í vor, skyldi ekki duga. Strákurinn þinn virðist vera í meira lagi feiminn og uppburðarlítiil. En þú ert þegar búin að hafa mikið fyrir að geta verið í návist hans, svo að þú skalt ekki gefast upp. Þér er fjarska annt um hann og ýmislegt bendir til, að hann sé líka talsvert hrif- inn af þér, þótt hann þori ekki að viðurkenna það, hvorki fyrir sjálfum sér né þér. Atvikið, sem þú minntist á og gerði það að verkum að allt fór út um þúfur, var anzi klaufalegt. Eri það var fyrst og fremst tilviljun og misskilningur sem olli því, var það ekki? Mikið skal til mikils vinna, segir máltækið. Þú skalt halda ótrauð áfram, þang- að til þér tekst að krækja í hann. PÓLITÍSK BÖRN Kæri Póstur! Í5g læt nú loksins verða af því að skrifa þér, og er það vegna ritstjórnargrein- ar, sem ég sá í skólablaði Gagnfræðaskóla Austur- bæjar nú fyrir skömmu. Greinin var svo pólitísk, að mér blöskraði. Og því spyr ég. í fyrsta lagi: Er st j órnmálaf lokkunum heimilt að stunda svona áróður í sjálfu málgagni nemenda? Og í öðru lagi: Er ekki hægt að kæra rit- stjóra og ábyrgðarmann blaðsins fyrir þetta? Ópólitísk móðir. P.S. Eg læt greinina fylgja þessu bréfi mínu, svo að þú getir séð ósómann með eigin augum. Ekki er það skoðun okk- ar, að hér sé um neinn ósóma að ræða, sem vert sé að gera veður út af. — Skólakrakkar eru ekki orðnir fullgildir meðlimir þjóðfélagsins ennþá, og þess vegna á alls ekki að taka þá alvarlega. Þeir eiga að fá að æfa sig og leika sér eins og þeim sýn- ist, innan þess ramma, sem skólinn telur æskilegan. Við fáum ekki séð, að um- rædd grein sé voðaleg. Það er að vísu talað um „hálf- vita“ og „villimenn", en annað eins hefur maður nú séð í pólitískum skrif- um. Ætli þetta greinar- korn sé ekki einmitt speg- ilmynd af stjórnmálaskrif- um „hinna fullorðnu"? AÐ LESA ÚR SKRIFT Hr. Póstur! Ég ætla að biðja þig að vera svo góður og elsku- legur að gera mér greiða, sem ég veit, að þú þarft lítið fyrir að hafa. Hvert er heimilisfang þeirrar góðu konu, sem þið áttuð viðtal við hér um árið, þessarar sem les úr rithönd, ef óskað er? Er æskilegt að senda greiðsluna með, ef óskað er eftir úrlestri? Hve mik- il er hún? Ennfremur: á að skrifa á óstrikaðan pappír? Með von um skjóta úr- lausn. Rithandarsérfræðingur. Hún heitir Unnur Þor- steinsdóttir og býr að Hofsvallagötu 19 í Reykja- vík. f viðtalinu sagði með- al annars: „Fólk þarf helzt að geta um fæðingardag og ár og sýnishorn þarf að vera minnst ein örk skrif- uð með venjulegum penna eða sjálfblekungi, en ekki kúlupenna eða blýanti. — Hvort pappírinn er strik- aður eða óstrikaður skipt- ir ekki máli og heldur ekki hvað skrifað er. — Gjaldið fyrir fullan lestur er 500 krónur. Sumum finnst þetta há upphæð, en þeir gera sér ekki grein fyrir þeirri vinnu, sem á bak við liggur. — Ef fólk langar til að láta mig lesa úr rithönd sinni, þarf að senda mér sýnishorn og fyrirframgreiðslu í ábyrgð- arpósti hingað á Hofsvalla- götu 19. E’g sendi síðan svarið til baka í ábyrgð, vegna þess að enginn óvið- komandi má hnýsast í það, 4 VIKAN 7 tbl-

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.