Vikan - 13.02.1969, Page 14
SMÁSAGA EILEEN JENSEN
lair
Hún var sautján ára, - gift og gekk með fyrsta barnið sitt....... en hafði hún ekki glatað miklu
af æsku sinni?
Á páskadag kom Linda dóttir okkar og AI, maðurinn henn-
heim með okkur, til að fá sér snarl, eftir messu. Linda borð-
aði lítið, en enginn minntist á það. Faðir hennar horfði á
hana, á diskinn hennar, en leit svo undan.
Debbie, yngri dóttir okkar, gekk um í draumi vegna dans-
leiksins, fyrsta raunverulega dansleiksins (ég gekk ekki að
því grut'Iandi að síminn myndi ekki þagna allan daginn), og
Jamie, yngsta barnið okkar, vissi ekkert um morgunleiða
eða flökurleika ennþá. Hann vissi að systir hans hafði hætt
í skóla til þess að giftast Al, og Jamie fannst hún vera mesti
asni, að láta sér detta önnur eins vitleysa í hug.
AI hafði blessunarlega góða matarlyst, hann borðaði á við
tvo, hugsaði ég með mér, þegar ég sá egg, flesk og brauð
hverfa ofan í kokið á honum. Hann bar svo af borðinu með
mér, og þegar við vorum komin fram í eldhús, datt það upp
úr honum að það væri aðallega hann sem hugsaði um matinn.
Hann var ósköp þreytulegur þegar hann sagði: — Jafnvel
tilhugsun um mat gerir henni flökurt ....
Eg klappaði honum á bakið. — Þetta er allt ósköp eðli-
legt, Al.
Steve hafði komið heim með herbergisfélaga úr heima-
vistarskólanum, um páskana, og þeir voru farnir niður í borg-
ina til að athuga kanínurnar (ég geri ráð fyrir að þar sé átt
við stúlkur). Debbie var límd við símann og Jamie hafði flek-
14 VIKAN 7- tbl
að föður sinn í dominotafl inni í vinnuherberginu. A1 (hver
annar?) hjálpaði mér að þvo upp.
Hann hafði alltaf verið hjálplegur við heimilisstöríin. Það
hvarflaði að mér, að ef til vill hefðum við tekið A1 of opnum
örmum frá byrjun. Hann var (og er ennþá) hávaxinn, stór-
fættur, með feimnislegt bros, einmana drengur, sem við bók-
staflega tókum að okkur. Hann bjó til flugdreka handa Jamie,
sló grasblettinn fyrir Stephan, stríddi Debbie með freknun-
um og ók Lindu í bílræksninu sínu hvert sem hún vildi fara.
Okkur varð óþægilega við þegar hann gaf henni litla gull-
hjartað og þau fóru að vera reglulega saman. Þau hlógu og
skemmtu sér eins og áður, en það voru svo oft ískyggilegar
þagnir og augngotur. Við báðum fyrir okkur, en hugguðum
okkur með því að við vissum þó hvar við hefðum þau.
Linda var ekkert hrifin af skólanum, hún gaf líka ekkert
fyrir kirkjubrúðkaup og var ánægð yfir að mega nota skóla-
peningana til að kaupa húsgögn í litlu íbúðina. — Ég er
hætt í skóla og byrjuð að lifa, gortaði hún og veifaði giftingar-
hringnum framan í belckjarsystkini sín, sem glenntu upp
augun af undrun.
AI var skjálfhentur, þegar hann braut saman diskaþurrk-
una.
— Heldurðu að ég geti fengið að tala einslega við föður
Lindu núna? Hann virtist vera á verði.