Vikan - 13.02.1969, Síða 16
Pranklln Delano Roosevelt er
gott dæmi um þá alþýSlegu,
mannúðlegu stjórnm&lamenn,
sem mikið er um í vatnsbera-
merkinu.
V.___________________________ý
Ellefta merki dýrahringsins,
og það næstsíðasta, er vatnsber-
inn. Hann ríkir á öðru tímabili
vetrarins, þegar sú árstíð er í
hvað mestu veldi. En sáðkornið,
sem bíður í jarðveginum undir
snjó og krapi, er farið að þrútna
og stækka; þar örlar fyrir gró-
andi lífi næsta vors. Því er það
að meira lífsfjör fylgir þessu
merki heldur en steinbukknum
fyrirrennara þess.
Táknmynd vatnsberans er
venjulega heldur spaklegur og
göfuglegur maður, sem heldur á
einni eða tveimur vatnskrukkum
undir höndunum eða á öxlum
sér, og er að hella úr þeim.
Rétt er að geta þess í þessu
sambandi að oft er merkjum
dýrahringsins skipt í þrjá flokka:
þau „dýrslegu“, sem hafa dýr
eins og hrút, naut og ljón að
tákni, „hlutleg" merki, það er
að segja vogina og „mannleg“
merki. Vatnsberinn er í síðast-
nefnda flokknum og mannlegri,
ef svo má segja, en nokkurt
hinna. Tviburamerkið hefur
ávallt á sér mikið æskubragð,
fólk í því skynjar umhverfið
nánast með augum æskunnar,
meymenni aftur á móti eitthvað
svipað ungum stúlkum. Vatns-
berinn skynjar lífið betur en hin
merkin tvö, í breiðari skilningi
orðsins, líkt og fullorðin og víð-
sýn manneskja. Andlega séð er
16 VIKAN 7 tbl
21. JANUAR -
því vatnsberinn djúpur og óræð-
ur, og kvað erfitt að kanna lund
hans til fulls. Einna þægilegast
mundi það vera með saman-
burði við dýrahringinn eins og
hann leggur sig. Ein af mótsögn-
unum í honum, táknrænt séð, er
að þrátt fyrir þennan vatnsaust-
ur hans er hann loftmerki. Það
er eðlilegt þegar haft er í huga
að loftið er sú höfuðskepna er
tengir allt á jörðu. Þetta eðli
loftsins kemur fram í öllum
merkjum, sem því eru tengd.
Hjá tvíburunum verður þetta
heldur lausleg, andleg binding,
líkt og hjá skólafélögum, hjá
voginni er talað um samteng-
ingu hjartnanna og í vatnsber-
anum um tengsli og bræðralag
í víðtækustu merkingu, samein-
ing allra manna.
Andfætlingur vatnsberans í
dýrahringnum er ljónið. í því
merki nær sjálfsvissan hámarki
sínu, allt beinist að því að safna
sem mestu umhverfis sitt eigið
dýrlega ég. í vatnsberanum vík-
ur sjálfsvitundin fyrir bræðra-
lagskennd og mannúð. Hin dýpri
verðmæti persónuleikans leysa
hið einstaklingslega af hólmi.
Að vera hefur í augum vatns-
berans meira gildi en að eiga.
Einstaklingurinn á ekki að hrósa
sigri, heldur fólk almennt. Mað-
urinn skal af fremsta megni losa
sig við það frumstæða, líkam-
lega, fýsnirnar. í samband við
þetta víðfeðmi vatnsberans hefur
það verið sett að blóðrás hans
og æðakerfi er það, sem honum
er viðkvæmast heilbrigðislega
19. FEBRUAR
séð, en hjá ljóninu er það aftur
á móti hjartað.
Tvær stjörnur hafa mest áhrif
í vatnsberanum, Satúrn og Úran-
us. Lengi vel, meðan mönnum
var ekki kunnugt um tilvist síð-
astnefndu stjörnunnar, var Sat-
úrn talinn aðaldrottnandi mark-
isins. Áhrif hans eru þar líka
mikil, þó þau komi fram á nokk-
uð annan hátt hér en í stein-
bukknum. Þegar vatnsberinn
tekur við af steinbukknum verða
stjórnmál að menningu, skipu-
lagning að lífrænum samruna á
breiðum grundvelli. Vatnsberinn
hefur það frá Satúrn líkt og
steinbukkurir.n að vilja helga
sig einhverju af alhug, en hann
gerir það ekki fyrst og fremst
af skyldurækni, heldur hömlu-
lausri gleði.
Úranus hefur líka mikil áhrif
á vatnsberann. Hann er tákn
himingeimsins, gagnstæða og um
leið í nánum skyldleika við
Neptún, tákn sjávardjúpanna;
þeir tveir bæta hvor annan upp
í mörgum skilningi. Úranus er
tákn þess, sem komast vill eins
hátt og mögulegt er, hefja sig
upp úr hvötum til meðvitaðs
persónuleika. Sagt er að vatns-
berinn með tilstyrk Úranusar sé
það stjörnumerki, er mestu ræð-
ur nú í heiminum — á öld flug-
véla, gervihnatta, tunglflauga.
Að sigra himingeiminn kemur
vel heima við smekk vatnsber-
ans og Úranusar. Þessi manngerð
vill allt finna, allt uppgötva. Hún
minnir á lærisvein töframanns-
ins, sem ómögulega gat stillt sig
í
Jules Verne var spámaður
tækniundraaldar nútímaíis, þar
sem vatnsberinn ríkir öðrum
merkjum fremur.
v_____________________________y
um að brjótast inn í eina her-
bergið í híbýlum meistarans,
sem honum var bannaður að-
gangur að. Hún er byltingasinn-
uð.
Áhrif annarra himinhnatta í
vatnsberanum:
Mána-vatnsberar eiga auðugt
sálarlíf, en eru jafnframt oft
haldnir sálarkvölum. Þeir hneigj-
ast að fágun og kurteisi.
Merkúr ýtir hér oft undir
sömu tilhneigingar og Úranus,
eflir framfarasinnaðan og vís-
indalegan anda.
Venus sýnir hér sína „himn-
eskari“ hlið: gefur léttleika sem
minnir á engla, hlýju, þokka.
Einnig hún eflir hér tilhneig-
ingar til að hefja sig upp frá og
fjarlægjast það, sem jarðneskt
er. Mars örvar í þessu merki at-
hafnaviljann en á einnig til að
valda vissum vandræðum, svo
sem innbyrðis deilum meðal ná-
skyldra, borgarastríðum. Þess
konar áhrif þóttu koma fram
hjá Friðriki mikla Prússakon-
ungi.
Júpíter gæðir hér stórlyndi,
mannúð, mannkærleika og and-
lega frjálshyggju. Áhrif Neptúns
í merkinu eru heldur neikvæð;
hann veikir persónuleikann og
reynir að leysa hann upp, og
hverskyns rugl og barnaskapur
þykir fara vaxandi við návist
hans.