Vikan - 13.02.1969, Side 21
Indíánar Brasilíu eru fáu góSu vanir af
hálfu hvíta mannsins. Að svo miklu leyti
sem þeim hefur ekki verið útrýmt, lifa fá-
mennir ættbálkar þeirra á strjálingi í óað-
gengilegustu hlutum landsins, regnskóga-
svæðunum Selvas og Matto Grosso. Fyrir
skömmu kom upp sá kvittur að brasilískir
embættismenn hefðu drepið fjölda þeirra á
eitri. Það er því varla nema von að Indíán-
arnir taki ekki með opnum örmum leið-
öngrum hvítra manan, sem fara inn í frum-
skógana og vilja vingast við þá.
Einn slíkur leiðangur varð heldur illa úti
á síðastliðnu hausti. Fyrirhugað hefur verið
að leggja veg frá borginni Manaus, sem
stendur þar sem saman koma fljótin Ama-
zonas og Negro í Brasilíu norðanvestanverðri,
til staðar er nefndur er St. Helena og er við
landamæri þess ríkis og Venesúelu. Til að
gera þá leið trygga þótti vissara að hafa vin-
áttu Indíánaættbálkana, sem eru á vakki um
svæði það, sem vegurinn á að liggja um. í
því sambandi voru einkum tiinefndir tveir
ættbálkar með nöfnunum Atroai og Vaimiris,
ótrútt fólk og illt viðureignar, að sögn brasi-
lískra.
Leiðangur var nú gerður út inn í frum-
skógana að freista þess að mæla ættbálka
þessa máli, og var fyrirliði ítalskur prestin-
að nafni Giovanni Calleri. Var hann þá þeg-
ar margreyndur úr álíka skógarferðum og
hafði þótt öðrum slyngari að tjónka við
Indíánana. í leiðangrinum voru alls ellefu
manns, þar af tvær konur. Allt gekk þokka-
lega í fyrstu, eða þangað til leiðangurinn
hitti fyrir hóp fólks af ættbálkinum Atroai.
Urðu þá öll samskipti komu- og heimamanna
Framhald á bls. 50.