Vikan


Vikan - 13.02.1969, Side 23

Vikan - 13.02.1969, Side 23
dimmai'i og dimmari og himinninn var orðinn fölgulur. Stjarna kom í Ijós, hvít og skjálfandi. Angelique litaðist hægt um og skynjaði vindinn á vörum sér. En þegar augu hennar hvörfluðu að skógarjaðrinum, aðeins nokkur skref þaðan sem hún kraup áhnjánum, leit hún snöggt undan og virti fyrir sér fjarlæg fjöilin, hugurinn auður; hugsandi hvort hana væri að dreyma. Hvað hafði hún séð glitra á meðal þessar hreyfingarlausu trjábola ? — Voru það augu? Hún leit tvisvar aftur í sömu átt i hvert skipti leit hún aftur út á sléttuna, þar sem st.öðuvötnin héldu áfram að glitra eins og stórir gull- molar með dimmum eyjaklösum á milli. Þegar hún leit í þriðja sinn hvörfluðu augu hennar ekki aftur út á sléttuna. Það var enginn vafi á því. Það stóð þarna einhver, aðeins nokkur fet frá henni. Tré var orðið að manni, stólpi að holdi og blóði meðal trjá- bolanna, en með hinum sama, dökka og tjáningarlausa lit. Það var rauðskinni, sem stóð þarna og horfði á hana, blandaðist svo gersamlega saman við dimman skóginn og stóð svo algjörlega grafkyrr að það var næstum ómögulegt að greina hann frá trjánum. Hann stóð þarna eins konar konungur meðal þegna sinna. Hann lifði sama jurta- lifi með óséðum æðaslætti, fæddur af jörðinni, fangi sinna eigin róta og eins og þau var hann leynilegt, þögult, en stolt vitni vinda og veðra. Tré með íifandi augu. Tvö glampandi augu í mjúkum berki. Brennisteinsgul kvöldskíman féll milli greinanna á axlir hans, arma og lendar s\'o skugga bar af streklegum vöðvum hans. Hann var með mjallahvíta bjarnartannafesti um hálsinn, sem var bæði sver og vöðvamikill: úr báðum eyrum héngu hálfkúlulaga eld- rauðir eyrnahringir, andlitið var stillt og fínlegt, en ofurlitið hvasst, nefið, kinnbeinin og djúpsett augun voru áberandi yfir breiðum, illúð- legum munni. Honum var langt milli eyrna, þau voru útstæð, stór og ydduð að ofan og það var eins og þau ættu ekki heima á þessu gróf- höggna höfði, heldur hefði verið bætt við af eftirþönkum, ásamt með eyrnahringjunum. Fram úr miðju enni óx gífurlegur hárbrúskur, sem þykknaði stöðugt, þar til hann náði upp á miðjan, að öðru leyti rakaðan hvirfilinn, þar breyttist hann í brúsk af arnarfjöðrum og svört og hvít þefdýraskott. Hann hafði hár eins og Húróni. EN HANN VAR EKKI HÚRÓNI! Um það var Angelique viss. Það var þessi ískalda sannfæring, sem kom henni til að grandskoða Indíánann, sem stóð aðeins sex skref frá henni, með jafn mikilli athygli og hún væri að virða fyrir sér hættu- legt villidýr. En eitthvað innra með henni kom i veg fyrir að henni gæti fundizt þetta andlit mannlegt, þvi það bærðist ekki. Það var hreyfingarlaust eins og klettur, jatnvel glampandi augun voru svo lífvana, svo starandi og hreyfingarlaus voru þau. Allt í einu var hún viss um að þetta andlit væri ekki til, að hún sæi ofsjónir. Siðan færði blærinn henni þefinn af honum, dýrslegan þefinn aí Indíána, alsmarðum með þrárri bjarnarfitu, blandaður tóbaksþef og blóðkeim; ef til vill faldi hann hálfþornuð höfuðleður i fellingum leðurbeltisins. Þessi þefur var sannarlega raunverulegur og hún stökk á fætur í skelfingu. En hreyfði Indíáninn sig ekkert, en hún hörfaði hægt. Bráð- lega sá hún hann ekki iengur, því nú var að verða aldimmt. Svo sneri hún sér við og hljóp aftur til virkisins, dauðhrædd um að fá ör milli herðablaðanna. Hálfundrandi yfir því að vera enn lífs náði hún hrakningalaust til varðstöðvarinnar. Þar var allt krökkt af Indíánum sem fyrrum. Hún var í þann veginn að hrópa: — Irokar í nágrenninu! En hætti við það; hún var ekki lengur viss um hvað hún hafði séð. Og þó hafði það ekki verið Húróni. Húrónar höfðu lifað of lengi undir handarjaðri Frakka, fylgt i fótspor þeirra, tekið þátt í styrjöldum þeirra, hafzt við i úthverfum borga þeirra, nærzt á leifum þeirra, beðið til guðs þeirra.... Þeir voru eins og sjakalár, alltaf í hópum. Þeir eigruðu aldrei þannig um skóginn, einir og villtir eins og úlfar. Hér voru Húrónár dansandi með litlu bjöllurnar sinar, fjaðrirnar og dinglumdanglið, allt á fleygiferð og þegar hún gekk hjá, ráku þeir fram skítugar lúkurnar, til oð reyna að snerta skikkju hennar. Hún fór í gegnum hlið varðstöðvarinnar, yfir hlaðið og brátt lukust dyr húss þess er hún dvaldi í á eftir henni. Gervallur leiðangur hennar utan skrúðgarðsins, fundur hennar við Indíánann, allt það sem var á ferðinni í þessari skuggalegu þögn, rof- inni af gnauði vindanna og öðrum litt þekkjanlegum hávaða, bjó yfir sérstæðu martraðar. Angelique leið eins og manni, sem verður fyrir því í draumi sínum, að vita enn um ákveðna atburði og tilvik, en hafa gleymt því hver hann er og hvers hann leitar. Hún mundi að hún hafði fyrst hlaupið til hægri, svo til vinstri í rökkrinu, eins og til að reyna að sleppa undan óþærilegri hættu, að henni hafði fundizt hún finna frið Framhald á bls. 39.

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.