Vikan - 13.02.1969, Side 30
<ra»
ANDRES INDRIÐASON
ÞETTA GERÐIST í BREZKA POP-
HEIMINUM 1968
JANÚAR
Bítlarnir voru mikið í fréttunum í ársbyrj-
un 1968 vegna kvikmyndarinnar Magical
Mystery Tour, sem þeir gerðu að öllu leyti
sjálfir. Myndin var ætluð til sýningar í sjón-
varpi, en þegar hún hafði verið sýnd, urðu
viðbrögð almennings á nokkuð annan veg en
Bítlarnir höfðu búizt við. Gagnrýnendur
töldu myndina nauðaómerkilega og aðdáend-
ur urðu fyrir miklum vonbrigðum. Enn var
spurt: Eru Bítlarnir búnir að missa vinsældir
sínar? Þá kom út platan „Hallo, Goodbye",
og hún fór þegar sem leið lá í efsta sæti vin-
sældalistans. Á sama tíma var stóra plata
Bítlanna, „Sergeant Pepper‘s Lonely Hearts
Club Band“ í efsta sæti yfir hæggengar plöt-
ur, og fór þá ekki milli mála, að Bítlarnir
voru enn númer eitt þrátt fyrir allt.
Um sama leyti kom fyrsta platan út hjá
hljómplötufyrirtæki Bítlanna, Apple. Þar
voru Grapefruit á ferð með lagið „Delilah“,
og var þessari hljómsveit spáð vinsældum
og frama á árinu 1968, en annað varð raun-
ar uppi á teningnum.
Hljómsveitin Love Affair vakti á sér at-
hygli, þegar lagið „Everlasting Love“ komst
í efsta sæti vinsældalistans. í ljós kom, að
liðsmenn hljómsveitarinnar höfðu alls ekki
komið nálægt plötunni utan söngvarinn, og
varð vegna þessa mikið fjaðrafok í brezka
pop-heiminum.
The Bee Gees fengu gullplötu fyrir það,
að milljón eintök höfðu selzt af plötu þeirra,
„Massachusetts".
Dave Davies í Kinks kom fram sem sóló-
söngvari, en vísaði á bug orðrómi um, að
upplausn væri í hljómsveit hans. Og svo
komst Georgie Fame á blað, þegar hann söng
lagið um Bonnie og Clyde.
FEBRÚAR
Því var spáð, að rokk og ról mundi ná vin-
sældum á árinu, og The Move sendu frá sér
músik á þeirri línu. Dave Clark komst aftur
á blað á vinsældalistanum með laginu
„Everybody Knows“ og John Stephen, tízku-
kóngur í Carnaby Street, setti á markaðinn
hárkollur fyrir unga menn!
MARZ
Götusöngvarinn Don Partridge söng lag
sitt. Rosie á plötu og hlaut skjóta frægð. —
Esther og Abi Ofarim komust lika á stjörnu-
himininn, þegar lag þeirra „Cinderella
Rockefella“ komst í efsta sæti vinsældalist-
ans. Bee Gees ferðuðust um Bretland og
héldu hljómleika við mjög misjafnar undir-
tektir.
30 VIKAN 7- tbl