Vikan


Vikan - 13.02.1969, Side 48

Vikan - 13.02.1969, Side 48
HVR FRAMHAIDSMVNOAFLOKKIR FLÓTTAMADURINN Nýr bandarískur framhalds- myndaflokkur, Flóttamaðurinn (The Fugitive) er líklegur til að öðlast vinsaeldir í sjónvarpinu, ef dæma má eftir þeim undirtektum, sem hann hefur hlotið erlendis. Myndin fjallar um lækni að nafni Richard Kimble. Hann er sakaður um að hafa myrt konu sína og dæmdur til dauða blásaklaus. Hon- um tekst að sleppa úr haldi, og síðan hefst langur og sögulegur flótti hans undan vörðum laga og réttar. Hann lendir í ótrúlegustu raunum og ævintýrum í hverjum þættinum á fætur öðrum. Hann er á stöðugum flótta og er hundeltur af leynilögreglunni, Lt. Philip Ger- ard, sem hefur fengið það verk- efni að klófesta hann. Kimble reynir. af fremsta megni að finna rétta morðingjann til þess að geta sannað sakleysi sitt. Honum tekst það að lokum í tveimur síðustu þáttum myndaflokksins, en alls eru þættirnir um þrjú hundruð. Það má því með sanni segja, að flótti Kimbles sé langur og strangur og leitin að rétta morðingjanum tor- sótt. Flóttamaðurinn er leikinn af Da- vid Janssen. Hann hefur orðið gíf- urlega vinsæll um allan heim fyrir leik sinn í þessu hlutverki. Nú síð- ast kusu til dæmis lesendur vestur- þýzka útvarps- og sjónvarpsblaðs- ins Hör Zu hann vinsælasta sjón- varpsleikara ársins 1968. Einnig var hann kosinn sjónvarpsstjarna ársins 1 967 í Suður-Ameríku, og svo mætti lengi telja. Segja má með réttu, að David Janssen hafi fengizt við leiklist frá blautu barnsbeini. Hann var ekki nema eins árs, þegar hann kom fram á sviði í fyrsta sinn. Móðir hans hét Berniece Dalton og var leikkona. Hún söng vögguvísu í leikriti með David son sinn eins árs í fanginu! Foreldrar Davids skildu, þegar hann var kornungur. Síðan dvaldist hann hjá móður sinni og 48 VIKAN 7-tbl- í kynntist leiklistinni hjá henni. Að- eins átta ára stóð hann frammi fyr- ir kvikmyndavélum í fyrsta sinn. Hann lék þá ungan bróður Johnny Weismuller í myndínni „Swamp Water". David er fæddur í þorpinu Na- ponee í Nebraska, en íbúar þess eru aðeins 391. Síðar fluttist hann til Kaliforníu með móður sinni. Strax að loknu skólanámi hóf hann að læra leiklist. Ef frá eru skilin tvö ár, sem hann gegndi herþjónustu, lék hann síðan um langt skeið minniháttar hlutverk hjá ýmsum kvikmyndafélögum. Er hann hafði þannig stundað leiklisf i mörg ár með litlum árangri, féklk hann loks fyrsta tækifærið til að sýna hvað í honum bjó. Dick Powtíll hafði í hyggju að breyta vinsælum útvarps- þáttum sínum, „Richard Diamond", í sjónvarpsþætti og var é höttunum eftir leikara í titilhlutverkið. Hann hafði tekið eftir David í nokkrum aukahlutverkum og var sannfærður um, að hann væri einmitt rétti mað- urinn til að leika Diamond. Þegar David hafði leikið Dia- mond í fjögur ár við miklar vín- sældir (1956—60), hófst frægðarfer- ill hans. Hann lék hvert aðalhlut- verkið á fætur öðru í kvikmyndum og einnig á sviði við góðan orðstír. David Janssen er kvæntur Ellie Graham, og búa þau í nýtízkulegu húsi í Beverly Hills. Leynilögreglumanninn, Lt. Philip Gerard, sem alltaf er á hælunum á Kimble, leikur Barry Morse, en hann er mjög þekktur leikari. Hann er fæddur í Lundúnum. Fimmtán ára gamall sótti hann um inngöngu í Royal Academy of Dramatic Arts og var valinn úr hópi 200 umsækj- enda. Þegar hann hafði verið tvö ár í leikskólanum, fékk hann stórt hlut- verk í leikritinu ,,lf I were a King", sem sýnt var í Peoples Palace. Hann fékk hlutverkið eftir að hafa leikið Henrik IV. í samnefndu leikrití Shakespeares á skólasýningu. Kon^-

x

Vikan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.