Vikan


Vikan - 20.03.1969, Page 6

Vikan - 20.03.1969, Page 6
’glugga tjalda- e£ni.. LAUGAVEGI 59 SÍMI 18478 Þér sparifl mefl áskrift VIKAN Skiplioltl 33 - sfml 35320 v____________________________________' DRAUMUR UM JOHN F. KENNEDY Kæra Vika! Mig dreymdi draum, sem mig langar mjög til að biðja þig að ráða fyrir mig. Hann var þannig: S'g kom inn í eldhús (á veitingastað, sem ég þekki vel), dokaði aðeins við í dyrunum og varð litið til hægri. Þar upp við vegg stóð John F. heitinn Kenne- dy, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. Ég varð dálítið undrandi og beygði í hina áttina. É'g gekk hægt inneftir gólfinu á móts við þar sem eldavélin stendur (en í draumnum var engin eldavél, né neitt annað í kringum mig). Ég stanz- .aði og sneri mér hægt við og tók þá eftir hvað gólfið var hvítt og glansandi hreint. Kennedy sneri vanganum að mér og var álútur yfir einhverju. Ég var ennþá hálf undrandi yfir því, að hann skyldi vera þarna. Jafnframt var ég glöð, en líka hrædd öðr- um þræði, því að ég gerði mér vel ljóst, að hann var dáinn. Allt í einu leit hann upp og kom mjög hægt gang- andi í áttina til mín. Ég varð glöð yfir, að hann skyldi koma til mín, en svo vissi ég skyndilega, að hann væri að koma og heilsa mér, en mér fannst eins og hann mætti alls ekki taka í höndina á mér. Kennedy stanzaði hjá mér og horfði á mig. Ég gerði mér allt í einu ljóst, að hann vissi þá stundina hvað ég hugsaði og tók þess vegna ekki í höndina á mér. Hann hélt á pakka utan af London Docks- vindlum. f pakkanum voru tvenns konar töflur. Um leið og hann tók eina upp úr pakkanum, sagði hann: — Þessar töflur hérna notaði ég alltaf fyrst. Þær áttu að virka svo fljótt og vel. Árangurinn af þeim átti að koma strax í ljós, en þær urðu mér að falli. Núna nota ég þessar hér (hann tók um leið aðra töflu upp úr pakkanum). Þær verka svo seint og hægt, að það sést enginn árangur af þeim fyrr en allt í einu, að hann kemur allur í ljós. Og aðeins þannig nær maðujr tak- marki sínu. Draumurinn varð ekki lengri. Með fyrirfram kærri þökk. Ein sem dreymir sjaldan. Þetta var svo sannarlega óvenjulegur draumur. Við mundum áiita að hann boðaði dreymandanum mikla upphefð og óvæntan heiður. En atriðið með töílurnar í London Docks- kassanum eigum við erfitt með að ráða. En við skul- um vona, að niðurlag draumsins rætist og hug- sjónir Kennedys yerði að veruleika ALLT í EINU og árangurinn af stefnu hans komi ALLUB í ljós. MtHMitiilSfiÍI i FANNBREIÐA OG GIMSTEINN Kæra Vika: Mig langar að biðja þig að ráða fyrir mig draum, sem systur mín dreymdi. Draumurinn hljóðar svo: Henni fannst sem við værum einhvers staðar á gangi. Komum við þá að mikilli fannbreiðu. Yfir henni allri var íshjúpur. Hún verður hálf hrædd og segir, að við getum ekki gengið yfir þetta. En ég dríf mig út á fönnina og segi, að þetta sé nú ekki mikið. Kemur hún þá líka á eftir mér og ísingin er eins og hröngl. Við vöðum í henni upp undir hendur. Þegar við höfum gengið nokkra stund, mætum við afa mínum. (Við erum hálfsystur og þessi afi minn, sem henni fannst við mæta þarna, er dáinn fyr- ir mörgum árum. Hvorug okkar sá hann í lifanda lífi. Framhald á bls. 50. C VIKAN 12. tbl.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.