Vikan - 20.03.1969, Page 20
Þá er komið að síðasta merk-
inu í dýrahringnum, en tímabil
þess er í Evrópulöndum kallað
síðasti hluti vetrarins. Snjórinn
þiðnar og jörðin losnar smátt og
smátt úr stirðnuðum viðjum
vetrarkuldans, sem er ríki
Satúrns. Rétt undir yfirborðinu
ólgar líf komandi vors, en hef-
ur þó ekki ennþá tekið á sig
neinskonar form.
Þetta merki er yfirleitt tákn-
að með tveimur fiskum, og
syndir annar áfram en hinn aft-
ur á bak, en munnar þeirra oft
tengdir saman með þræði. Sem
sagt: samræmi og tenging hið
innra, andstæður hið ytra.
Svo sem fyrr hefur verið lít-
illega að vikið í þáttum þessum,
þá vilja margir fróðir menn
meina að stjörnumerkin skipti
sögunni sín á milli í tímabil til
að drottna yfir. Venjulega er þá
talið að hvert merki ríki í tvö
þúsund ár, eða eitthvað nálægt
því. Nú er mál margra að tíma-
bil vatnsberans, könnuðarins
sem engin takmörk viðurkennir,
sé að hefjast, tæknibylting nú-
tímans sé í samræmi við það.
En næsta tvö þúsund ára tíma-
bilið á undan, það sem er að
líða, var tímabil fiskanna í mann-
kynssögunni. Það var einnig
tímabil kristninnar. Fiskurinn
var tákn hinna fyrstu kristnu,
sem stofnuðu kommúnur í Pale-
stínu og földu sig í katakomb-
um Rómar. Meira að segja var
fiskmynd stundum látin tákna
Krist sjálfan, og flestir postul-
anna eru taldir hafa verið fisk-
menni, enda höfðu sumir þeirra
fiskveiðar að atvinnu áður en
þeir fóru út í guðfræðina. Og
ennþá er það til siðs meðal krist-
inna manna að hafa fisk til
snæðings á föstudögum.
Fiskarnir eru eitt vatnsmerkj-
fi. 2. - 21.3.
/-----------------------------------.
Með þessari grein lýkur greinaflokknum um
stjörnumerkin. Hún fjallar um fiskamerkið,
síðasta merki hringsins, sem jafnframt er
að mörgu leyti dularfyllra og erfiðara til
skilgreiningar en nokkurt hinna. Það er
óútreiknanlegt og duttlungafullt eins og út-
hafið, en jafnframt fullt með kærleik, enda
nátengt kenningum Krists og postula hans.
L___________________________________/
anna þriggja, eins og eðlilegt mái
kalla. Það vatn, sem fiskarnir
merkja, er að finna í hinum óra- j
víðu hafdjúpum, sem öll vötn,.
jarðar safnast til, sem eru enda-'
lok regns og flóða. Vatni fiska-
merkisins má líkja við Synda-
flóðið, sem þakti gervallt þurr-
lendið; það merkir óútskýranleg-
an, takmarkalausan veruleika,
sem allt felur í sér, sömuleiðis
sameiginlegt vitundarleysi alls
sem er.
Andstæða fiskanna í dýra-
hringnum er jómfrúin, svo sem
líklegt má kalla, þar eða hún er
þurrlegasta merki hringsins, en
fiskamerkið tengt mestri vætu.
Sú stjarna er helzt drottnar
í fiskunum er Júpíter, en Venus
hefur þar einnig mikið að segja.
Báðum þessum himintunglum
þykir fylgja mikil frjósemi, svo
sem trúlegt er. Júpíter leggur
víðasthvar gott til mólanna, þar
sem hann kemur fram, og svo
er einnig hér. Honum fylgja í
fiskunum samræmi hugsana og
gerða, góðvild, hugsjónahyggja,
örlæti og höfðinglegur þanka-
gangur, svo og kærleikur til vís-
inda og lista.
Venus getur komið fram í
ýmsum myndum, en í fiskunum
sýnir hún fremur sína „himn-
esku“ hlið heldur en þá jarð-
nesku. Sem kunnugt er úr goða-
fræðinni fæddist gyðja sú, er
stjarnan er kennd við, úr löðri
sjávarins, og bendir það með
öðru á tengsli hennar við fiska-
merkið. Venus lætur yfirleitt
gott af sér leiða í merkinu, fín-
leika, hrifningu af dulúð og undr-
um, rómantískt hugarfar. Ven-
usarfiskar eru mikið gefnir fyrir
vináttu og ást og gera lítinn mun
á þessu tvennu.
Eftir að stjörnuskoðarar höfðu
upp á Neptún úti í himinhvolf-
inu, hafa menn þótzt taka eftir
Ekki vantar andans menn og
hugsuði £ fiskamerkið, og er
heimspekingurinn Schopcnhau-
er gott dæmi um það.
Fiskmcnni var og Júrí Gagarin,
fyrsti gcimfarinn.
Alhcimshyggja fiskamerkisins
hcfur óvíða eða hvergi borið
glæsilegri ávöxt cn í Albert
Einstein.
Oútreiknanlegir duttlungar Liz
Taylor sverja sig í ætt fisk-
anna.
J
V
v.
V
J
20 VIKAN 12- tbL