Vikan - 20.03.1969, Side 24
— Kreitselmeier, hrópaði
hann, —- stanzið eins og skot!
Og þessi óvættur svaraði: —
Eg get ekki stanzað hér, herra
Siebert, þótt ég væri af öllum
vilja gerður.
Þá lamdi hann í æsingi með
hnefunum á bak bílstjórans. —
Þér stanzið hér, Kreitselmeier!
Nú, til hægri, við gangstéttina!
Bíllinn var enn ekki stanzað-
ur þegar hann stökk út, hljóp
konu nokkra nærri því um koll,
þaut áfram. Vegfarendur urðu
reiðir, skömmuðust.
Þeir vissu ekki, að Júrgen
Siebert hafði rétt í þessu séð
dauða konu — Janine.
Jurgen hljóp til baka, þaut
yfir snjóskafl, lá endilangur á
ísaðri steinstéttinni. Hann var
fljótur á fætur aftur. Það blæddi
úr hægri hendi hans.
Götuljósin skiptu frá gulu yf-
ir á rautt. Bílar þutu áfram.
Hann ætlaði þrátt fyrir það yfir
götuna, en maður nokkur þreif
í handlegg hans og dró hann til
baka.
— Þér eruð líklega orðinn
þreyttur á lífinu, eða hvað?
Júrgen svaraði ekki. Hann
þrýsti saman vörunum og starði
fjandsamlega á umferðina. Þú
hefur keypt líkkistu, Júrgen, þú
hefur látið jarða konu þína í
Heidelkirkjugarðinum, þú hefur
komið upp fallegum, hvítum leg-
steini með nafni hennar á, en
hvernig stendur þá á því, að
hún gekk þarna á götunni. —
Reyndu nú ekki að telja sjálfum
þér trú um neitt, þú sást hana
greinilega.
Þegar hann komst loksins yf-
ir götuna, fannst honum hann
hafa blý í skónum. Þrátt fyrir
það neyddi hann sjálfan sig til
þess að hlaupa, þjóta áfram, til
vinstri, til hægri, framhjá stræt-
isvagnastöðinni, inn í hliðargötu,
aftur til baka, hann horfði van-
trúaður á húsdyr, hlið, hann
kíkti gegnum búðarglugga og
búðardyr.
Hún var horfin. Farin eitthvað
þangað, sem hann gat ekki fylgt
henni eftir. Vofa, draugur.
Hann greip um háls sér, eins
og hann ætlaði að losa sig við
eitthvað, eitthvað óáþreyfanlegt.
En það er ekki hægt að losna
við drauga, eftir að þeir hafa
einu sinni sézt. Myndin, sem
augu hans höfðu horft á, lét
hann ekki í friði. Hann gat ekki
ýtt henni inn í veröld draumanna,
24 VIICAN 12-tbl-
hún var eins skýr og hún hefði
verið tekin með ljósmyndavél.
Hann stóð kyrr, gekk áfram,
einhver ýtti við honum, án þess
að hann tæki eftir þvi. Myndir
komu fram í huga hans, mynd-
ir úr fortíðinni. Líf hans með
Janine hafði hafizt í Múnchen.
Manstu, Júrgen, eftir litlu, fal-
legu íbúðinni í Sulzbachergötu,
eftir látúnsskiltinu á hurðinni,
sæludögunum, eftir fyrsti plötu-
spilaranum, sem hún keypti
handa þér í afmælisgjöf, eftir
kaffihúsinu á horninu, eftir
rauðu gluggatjöldunum í svefn-
herberginu, eftir bláu dragtinni
hennar....
—■ Herra Siebert, röddin reif
hann upp úr hugsunum sínum,
— ég setti bílinn við bensín-
tankinn. En við náum flugvél-
inni ekki úr þessu.
Júrgen þrýsti tíumarkaseðli í
hendi bílstjórans. — Þetta er
vegna óttans, herra Kreitsel-
meier, sagði hann, — vitið þér,
ég sá nokkurn, sem ég hef ekki
séð í lengri tíma, þess vegna gat
ég ekki beðið þangað til þér
funduð bílastæði.
— Það skil ég, þrumaði í bíl-
stjóranum.
— Þér skuluð bara bara aftur
í verksmiðjuna, ég tek mér bíl
seinna út á flugvöll.
— Allt í lagi.
Maðurinn hvarf.
Júrgen leitaði að símaklefa,
skrifaði nokkur nöfn og númer
á leynilögregluskrifstofum upp
úr símaskránni. Hann náði strax
sambandi við fyrsta númerið.
Tuttugu mínútum síðar sat
hann á skrifstofu leynilögreglu-
mannsins Pauls Krasch, kæru-
leysislega klæddum manni sem
hann gizkaði á að væri í hæsta
lagi tuttugu og átta ára.
Júrgen tók mynd af Janine
upp úr skjalatösku sinni og ýtti
henni yfir skrifborðið í átt til
lögreglumannsins.
— Eg vil finna þessa konu,
sagði hann.
— Hvar á hún að vera?
— f Munehen. Eg sá hana út
um bílglugga fyrir tæpri klukku-
stund, í Prinzregentengötu, rétt
hjá íssölunni. Þegar bílstjóri
minn gat loks stöðvað bílinn, þá
var hún horfin.
- Og hvað heitir hún?
Júrgen leit ekki undan augna-
ráði mannsins. — Eg veit ekk-
ert nafn, herra Karseh, ég veit
aðeins, að hún lítur svona út.
— Múnchen er að vísu þorp,
Paul Karsch brosti, — en hefur
þó meir en milljón íbúa. Mynd-
in er til allrar hamingju skýr
. . . hún er Ijóshærð, ekki satt?
— Jú.
— Hverju var hún klædd,
þegar þér sáuð hana síðast?
— Blárri kápu.
— Hve gömul?
— Tuttugu og sjö.
— Getur verið að hún búi á
hóteli?
— Það er mögulegt, svaraði
Júrgen.
— Er hún gift eða ekki?
Spurningarnar fóru að fara í
taugarnar á honum. — Það veit
ég ekki heldur. Þér eigið ekki
að afla neinna upplýsinga um
hana. Þér þurfið ekki að fylgj-
ast með henni, þér þurfið ekki
að komast að neinu persónulegu
í sambandi við hana, ég vil að-
eins fá heimilisfang hennar. Eg
sé um allt annað sjálfur.
— Gott. Aðeins heimilisfang.
Og hvar get ég náð sambandi
við yður?
Júrgen rétti honum nafnspjald
sitt. — Annað hvort á skrifstof-
unni eða heima. Annars lætur
einkaritari minn yður vita.
Tveim tímum síðar flaug Júrg-
en Siebert til Berlínar. Leyni-
lögreglumaðurinn Paul Karsch
lét margfalda upplag myndar-
innar og hóf leit að hinni
óþekktu, ljóshærðu stúlku, með
aðstoð manna sinna.
Þegar Janine vaknaði úr þriðja
dáleiðslusvefni sínum, lá hún
kyrr á legubekknum, föl og upp-
gefin. í dag var þetta öðru vísi
en áður. í dag þurfti hún ekki
að spyrja lækninn óttafull: —
Hvað gerðist, læknir?
f dag vissi hún það.
Dr. Sartorius sat á stól fyrir
framan hana og horfði rólega á
hana.
— Þér vitið, hvað þér hafið
endurlifað, ekki satt?
— Jú, svaraði hún lágt, —
brúðkaup mitt.
Aðeins líf í klukku heyrðist í
herberginu. Annars var allt
hljótt. Ekkert hljóð barst að utan.
Janine lokaði augunum. And-
lit hennar speglaði aftur von,
ótta og geðshræringu. Hún tal-
aði fremur við sjálfa sig en lækn-
inn. — Ég er þá gift.
Dr. Sartorius sa'gði: — Við
skulum halda okkur að því, sem
þér hafið endurlifað I undirmeð-
vitundinni. — Það voru helgi-
siðir við kirkjulega giftingu.
Janine settist upp. — Læknir,
sagði hún æst, — þetta má alls
ekki vera satt, ég sá altarið mjög
greinilega, heyrði orð prestsins,
klukknahljóminn, fann tár mín,
höndina, sem setti hring á fing-
ur mér, en manninn, manninn
minn, nei, hann sá ég ekki. Það,
var aðeins skuggi, skuggi við
hlið mína, trúið mér, ég reyndi
eins og ég gat.... — hún lyfti
höndum sínum því til sönnunar
— en ég gat alls ekki séð hann,
ekki andlit hans, ekki einu sinni
fötin, sem hann var í.
Janine titraði. Andlit hennar
var blautt af svita.
— Skiljið þér, hvernig mér líð-
ur, læknir? Ég er gift, hef geng-
ið í hjónaband — og ég veit ekki
með hverjum? Skrattinn hlýtur
að hafa komið þessu í kring....
Dr. Sartorius tók um hönd
hennar. — Undirmeðvitund yð-
ar hefur komið þessu til leiðar,
Janine, og þessa ráðgátu glími
ég oft við hérna. Við vitum hvar
í heila yðar gáfur yðar dvelja.
Með einni skurðaðgerð getum
við gert snilling að fábiána. En
hvar hið víðáttumikla Ég hins
mannlega líkama er staðsett —
um það höfum við enga hug-
mynd.
Janine þagði.
— Dáleiðsla er einskonar árás
á þessar stöðvar, hélt læknirinn
áfram, — feluleikur, tilraun til
þess að ýta horfnum, gleymdum
eða gröfnum hlutum aftur út í
dagsljósið.
— Og ef feluleikurinn mis-
tekst? spurði Janine.
Dr Sartorius mætti augnaráði
hennar. — Gleymið ekki, að við
höfum þegar fundið mola úr lífi
yðar. I fyrsta tímanum varð Ijóst,
að þér genguð í franskan skóla
sem barn, þér sunguð franskt
Ijóð, svöruðuð á frönsku. Aftur
á móti í dag, í kirkjunni, töluð-
uð þér þýzku ....
— Haldið þér þá, að ég sé
frönsk og hafi gifzt Þjóðverja?
— Já, ég held það. Þannig
hlýtur það að vera.
Dr. Sartorius bauð henni síg-
arettu. Hún dró nokkra reyki að
sér, síðan spurði hún: „í þessu
tilfelli hlyti hvarf mitt að vera
tilkynnt lögreglunni í Þýzka-
landi. Og það ætti að vera létt
að fá upplýsingar hjá lögregl-
unni.
Læknirinn gekk að skrifborði
sínu. — Það ómak getið þér spar-
að yður, Janine. Ég hef þegar
farið til lögreglunnar og beðið
um að sjá listann yfir fólk, sem
saknað er, þar á meðal er engin
kona, sem yðar lýsing gæti átt
við.
Janine horfði hugsandi niður á
fætur sér. — Aðallega kvelur sú
spurning mig, hvers vegna eng-
inn í öllum heiminum saknar
mín. Sjáið þér, læknir, leitað er
eftir hverjum hundi, sem hleyp-
ur frá húsbónda sínum.
— Við skulum treysta því,
Janine, að við fáum einnig svar
EFTIR JENS BEKKER
6. HLUTI
VIÐ
hverja snertingu hans