Vikan - 20.03.1969, Blaðsíða 25
við þessari spurningu. Þér mun-
ið sjálfar gefa okkur svar við
henni. — Það er nú reyndar
nærri því fyndið, ekki satt?
— Nei, muldraði Janine, —
það er í raun og veru ekki vit-
undarögn fyndið.
Læknirinn hló.
Hann hjálpaði henni í kápuna
og fylgdi henni til dyra. Þau
urðu ásátt um að hafa næsta
tíma þann 12. febrúar.
Þann 11. febrúar kom Stephan
Haller aftur til Munchen. Sólin
skein, þegar hann steig út úr
lestinni. Hlýr vindur blés og
minnti á vorið.
Þetta var alveg að hans skapi.
Hann keypti stóran rósavönd,
veifaði í leigubíl og lét aka sér
á hótelið, sem Janine bjó á. Á
þeim sjö dögum, sem hann hafði
ekki séð hana, var honum orðið
margt ljósara.
Hann var hættur að blekkja
sjálfan sig. Þær tilfinningar, sem
hann bar til Janine voru hvorki
meðaumkun, vinátta eða neitt
þvílíkt. Það var ást. Og hann
fann að það var kominn tími til
þess að gera henni það Ijóst.
Hann hafði sparað saman þús-
undir ástaratlota og þúsundir
orða fyrir hana eina.
Janine, ætlaði hann að segja,
hvað kemur fortíð þín okkur við.
Við skulum hætta að leita henn-
ar. Við elskum hvort annað og
það er miklu meira virði en
gamlar endurminningar. Það er
svo miklu meira.
— Fagur dagur í dag, finnst
yður ekki? hrópaði bílstjórinn
aftur í til hans.
— Já. Það má nú segja. Haller
hallaði sér aftur á bak. Honum
virtust öll andlit, sem hann sá á
götunni fyrir utan, vera glaðleg.
Janine-Marie Laurent — hann
hafði útvegað henni þetta falska
nafn. Hann ætlaði að bjóða henni
ekta nafn í stað þess.
Sitt nafn.
Ég veit að við verðum ham-
ingjusöm, Janine. Við munum
leita okkur að íbúð í Munchen,
við munum kaupa okkur hús-
gögn saman, mamma mun að
lokum eignast hin langþráðu
barnabörn, ef til vill stúlku, sem
er Ijóshærð eins og þú, fögur
eins og þú ....
Þegar Stephan Haller steig út
úr bílnum í Beethovengötu og
borgaði bílstjóranum, hafði hann
byggt sér glæsta skýjakljúfa.
Og þegar hún stóð svo frammi
fyrir honum í anddyrinu, þá
hefði hann helzt af öllu viljað
taka hana með sér út í snjóinn
og skýra henni strax frá öllum
tilfinningum sínum og áætlun-
um.
En það vildi svo til að þau
voru orðin fullorðin og urðu að
hegða sér samkvæmt því. Halda
utan um hana, kyssast lauslega
— já, það var ekki hægt að leyfa
sér meira í hótelanddyri.
— Þú ert ennþá fallegri, sagði
hann ljómandi.
— Þakka. Hún brosti um leið.
Hann tók ekki eftir því, að þetta
var óöruggt, óhamingjusamt bros.
— Hefurðu saknað mín nokk-
uð? spurði hann.
— Hræðilega, sagði hún.
Hann varð þess ekki var, að
Janine hefði breytzt nokkuð, að
hún var hljóðari en venjulega,
að hún reyndi stundum að forð-
ast augnaráð hans, að í raun og
veru var hún hrædd.
Hjarta hans var einfaldlega of
fullt af hamingju, dagurinn of
fagur, vonin of mikil. Allan eft-
•imiðdaginn lét iiann sig dreyma
við hlið hennar. Hann sagði
henni frá lífi sínu, eins og hún
hefði rétt til þess að vita allt um
hann.
Þegar þau voru að gefa villi-
öndum við Kleinhesselohervatn-
ið, var þegar tekið að rökkva.
Þau sátu hlið við hlið á stein-
handriðinu. Hinum megin við
vatnið var kveikt á fyrstu ljós-
unum.
— Hvers vegna hefurðu aldrei
gifzt, Stephan? spurði Janine
allt í einu.
—■ Veiztu, hann lagði hand-
legginn utan um hana og dró
hana blíðlega að sér, — ég var
alltaf að bíða eftir jarðskjálfta.
Andlit þeirra snertust fyrst,
síðan varir þeirra.
— Janine, ég elska þig, meira
en ég get sagt þér. Ég vil eyða
allri ævinni með þér, heyrirðu.
Hún þagði og hann hélt lágt
áfram: — Ég elska þig eins og
þú ert. Við giftum okkur, og
engin vandamál verða lengur til.
Dagurinn í dag hefur þýðingu,
einnig morgundagurinn, en gær-
dagurinn ekki. Lífið liggur fram
undan. Janine. Það er aðeins, —
hann hikaði áður en hann lauk
við setninguna, — er ég þér
einskis virði?
— Þú ert mér mikils virði,
Stephan, svaraði hún með ó-
kunnri röddu. — En lausnin er
of einföld, allt of einföld.
— Hvers vegna?
— Vegna þess að ég er þegar
gift.
Hann starði furðu lostinn á
hana. — Hvernig veiztu það?
Hún sagði honum það.
Stephan tók fast um axlir
hennar. Hann lyfti andliti henn-
ar: -r- Janine, það sannar ekki
neitt. Slæmur draumur, skugga-
mynd, sem enga þýðingu hefur.
Hún tók fram í fyrir honum:
— Þú veizt, að þetta er ekki
þannig. Þú hefur sjálfur sagt mér,
að dáleiðsla sé enginn hókus
pókus. Þú bentir mér á lækninn,
þú vísaðir mér veginn, nú verð
ég að ganga hann til enda.
— Ef til vill hefur þetta verið
brúðkaup allt annarrar, reyndi
hann að útskýra, — brúðkaup
vinkonu, kunningja....
Janine hristi höfuðið. — Nei,
ég kraup á kné, ég sagði já, ég
tók við hringnum. Stephan,
reyndu að skilja.
Hann horfði fram hjá henni.
Skuggar þeirra spegluðust í
vatnsfletinum. Eins og ástfangið
par, hugsaði hann bitur. Aftur á
móti var það aðeins missýning,
blekking, ekkert annað.
Hvern dag gat komið maður,
sem átti eldri rétt, kannski eig-
inmaðurinn. Eða unnusti. Eða
aðeins elskhugi. Hann hélt henni
í fangi sér, konunni, sem hann
elskaði meir en allt annað, en
hver sem er gat tekið hana frá
honum.
Karlmaðurinn í honum reis
öndverður gegn því. Hann dró
Janine að sér, kyssti hana öðru
vísi en hann hafði nokkurn tíma
áður gert, vildi opna stífluna
með ákafa sínum, leysa upp
hugsanirnar.
Tárvott andlit hennar kom
honum til þess að ranka við sér.
Og flöktandi augu hennar. Og lág,
biðjandi rödd hennar: — Step-
han, við megum ekki gera þetta,
við megum ekki blekkja sjálf
okkur. Þannig verðum við aldrei
hamingjusöm, þú veizt það, al-
veg eins vel og ég!
Litla, kjarkmikla brosið, sem
hún sendi honum, gerði aðeins
örvæntingu hans ennþá meiri.
— Komdu, sagði hún með kökk
í hálsinum, — við skulum fara.
Eitthvert, þangað sem fólk er,
þangað, sem við erum ekki ein
lengur.
Hann hafði óskað sér svo heitt
að vera einn með henni. f þess
stað ráfuðu þau um eins og villt
börn, frá einum skemmtistað til
annars, færðu sig fjær hvort
öðru og töluðu um hluti, sem
þau alls ekki vildu tala um.
Þegar þau skildu, var löngu
komið fram yfir miðnætti. Step-
han sá hana hverfa inn um hótel-
dyrnar, lítinn líkama hennar,
ljóst glansandi hárið, döpur augu
hennar, hreyfingu handar henn-
ar, þegar hún veifaði honum enn
einu sinni.
Nei, hann mundi ekki gefast
upp. Hann mundi berjast um
hana við hvern þann, sem stíga
mundi fram úr fortíðinni.
Þegar dyrabjöllunni var loks
hringt, leit Jiirgen gegnum
gluggann út á götuna. Systir í
nunnureglunni stóð við limgirð-
inguna, út úr sendiferðabíl stigu
fleiri menn.
— Hver er þetta? spurði Gaby
undrandi.
— Frá hjálpræðishernum. Ég
hringdi til þeirra og bað þau að
sækja dót konu minnar. Kjóla,
kápur, undirföt — hvað ætti
annars að gera við það?
— Hin guðhrædda systir þarf
ekki endilega að sjá mig
hérna, sagði Gaby dálítið háðs-
lega. — Hefurðu nokkuð á móti
því, þótt ég láti renna í bað
handa mér á meðan?
— Auðvitað ekki.
Gaby hvarf. Júrgen opnaði úti-
dyrnar. Mennirnir báru poka
undir handieggnum. Systirin
rétti honum hendina.
— Hafið þér einhver not fyr-
ir þetta? spurði Júrgen.
— Ó, iá, svaraði systirin. —
Þér skuluð ekki halda það, herra
Siebert, að neyðin sé dáin. Ef þér
viliið, megið þér koma með mér
einhvern daginn, í fjölskyldu-
heimsókn.
Nei, hann vildi það ekki. Hann
vildi aðeins losna við allt, sem
minnti á Janine. Hann hefði
skammazt sín fyrir að selja allt
dótið. Honum fannst bezta leið-
in vera að gefa það allt.
Hann opnaði stóra klæðaskáp-
inn í svefnherberginu. — Skiljið
fötin mín eftir, allt annað getið
þér tekið.
Gaby buslaði í baðkarinu í
næsta herbergi. Það heryðist
greinilega. I morgun hafði henni
allt í e>nu skotið upp í Berlín.
— Ég get í mesta lagi verið án
þín þrjá daga, hafði hún sagt. Og
hið versta var, að honum var al-
veg eins farið. Hann var ánægð-
ur yfir, að hún var komin. Og
auðvitað mundi hún verða yfir
nóttina.
Til hvers þurfti hann að taka
tillits?
Janine var dáin. Hræðslan,
sem hafði gripið hann í Múnchen
hafði horfið með fjarlægðinni og
rólegri umhugsun. Annað hvort
Framhald á bls. 50.
i2. tbi. VIKAN 25
'---------------------------------------------------------------------N
Jiirgen tók mynd af Janine upp úr skjalatösku sinni og ýtti henni
yfir skrifborSiS í átt til lögreglumannsins.
- Ég vil finna þessa konu, sagSi hann.
V_____________________________________________________________________J