Vikan - 20.03.1969, Side 36
PIRA-SYSTEM
HIN FRÁBÆRA N?JA
HILLUSAMSTÆÐA ER í SENN
HAGKVÆM OG ÓDVR
Það er ekki margt, sem liefur lækkað
í verði að undanförnu. Það hafa PITIA
hillusamstæðurnar gert sökum hagia:ð-
ingar og verðlækkunar í innkaupi. Nrfn-
ið til hvers þér þurfið hillur og PIRA
er svarið. Ódýrustu bókahillur, sem völ
er á, hillur og borð í barnaherbergi í
vinnuherbergi, í húsbóndaherbergið.
Sjáið myndina hér; þar er skipt á milli
borðstofu og stofu með PIRA-vegg.
liorðstofuskenkurinn sparast. PIRA
hillusamstæður geta staðið upp við vegg,
eða frístandandi á gólfi. Engar skrúf-
ui' eða naglar til að skemma veggina.
Notið veggrýmið og aukið notagildi
íbúðarinnar. PIRA hillusamstæðurnar
eru lausn nútímans.
HÚS OG SKIP M.
Ármúla 5 — Sími 84415—84416.
einhver endi á hörmungum
mínum, sagði ég kuldalega, —
þá verður það örugglega ekki
fyrir annað kvöld.
— Jæja, ef þú þarft að liggja
í rúminu, þá komum við hing-
að upp til þín og röbbum við
Þig-
Allt í einu sá ég í anda mynd
af Ruthie og Jarrod. Ég sá þau
saman í bókaherberginu. Allt
var hljótt, börnin voru sofnuð
og Ruthie var í baklausum
kvöldkjól. Þau sátu þétt sam-
an og Ruthie hló að einhverjum
háleitum brandara; augu Jar-
rods voru dökk af ákafa. Ég
hnerraði og sagði: — Fjandinn
hafi þetta allt, Ruthie, það er
skylda þín að standa mér við
hlið.
-—■ Það er einmitt það sem ég
er að segja, elskan. Ef þú treyst-
ir þér ekki á fætur, þá kem ég
upp með kaffið og svo sit’um
við hjá þér allt kvöldið. Hún
leit í kringum sig.
— Hvað get ég gert fyrir þetta
herbergi á tveim dögum? Sjáðu
nú allt þetta drasl.
— Þetta eru aðeins nokkur
tímarit, sagði ég.
— Dagblöð, pípur, tímarit og
veiðihjól. Heyrðu, hvað ertu að
gera með veiðihjól?
— Ég var aðeins að skoða það,
sagði ég hörkulega. — Einfald-
lega að skoða það.
— Ég verð að taka hér til
eftir hádegisverðinn. Þú verður
að fara inn til telpnanna á með-
an.
— Verða þær þar líka?
— Það er ausandi rigning. Ég
get ekki sent þær út, þær myndu
drukkna. Finnst þér ég geti sagt
þeim að fara út?
— Þú gætir það, ef þú elsk-
aðir mig.
— Þetta tekur aðeins smá-
stund, ég skal sjá til þess að
þær trufli þig ekki.
— Hvað fæ ég að borða ann-
að en linsoðið egg?
— Mjólk og ávaxtasalat.
— Ekki súkkulaðibúðing? Þú
gefur telpunum ailtaf súkku-
laðibúðing, þegar þær fá kvef.
Rulhie ýtti hárinu frá enninu
og horfði á mig, heldur úfin á
svipinn. — Sy, hreingerningar-
konan hringdi og sagðist vera
kvefuð, svo hún kemur ekki í
dag. Það þýðir það að ég verð
að hreinsa allt húsið ein, strauja,
gefa þér og börnunum að borða,
fægja kaffisettið og sparisilfrið
fyrir klukkan sex.
— Hverskonar ávaxtasalat?
spurði ég og setti upp sauðar-
svip.
— Plómur.
— Ég er ekkert fyrir plómur.
— Þá geturðu fengið ferskj-
ur.
— Það er bezt að ég fái hvort-
tveggja.
— Allt í lagi, ég skal kalla á
þig, þegar ég hefi matinn tilbú-
inn.
— Á ég ekki að fá matinn í
rúrnið?
— Er það nauðsynlegt?
— Auðvitað. Ég er rúmfastur,
sérðu það ekki?
— Allt í lagi, ég skal senda
telpurnar upp með bakka.
— Segðu þeim þá að skilja
bakkann eftir fyrir utan dyrnar,
og láttu þær ekki eiga neitt við
það sem á honum er. Þær eru
vísar til að setja eitthvað ann-
að i staðinn. Það má ekki líta
af þessum börnum andartak.
Hún yfirgaf herbergið og ég
lá einn í þungum þönkum. Þessi
Jarrod náungi var örugglega
einn af þessum svokölluðu lista-
mönnum, með leðurbætur á erm-
unum. Án efa var hann frönsku-
mælandi og borgaði á veitinga-
húsum með ávísun. Hann æki
auðvitað einhverri útlendri bíl-
tegund og hefði tvær eða þrjár
ástmeyjar, og ég hafði engan á-
huga á honum og kærði mig
ekkert um hann. En ég er hreint
r
N
PREMIER
ONSON
MILADY
ADONIS
WINDMASTER
SENATOR
ADELPHI
FORUM
Magnús E. Baldvinsson
V
ekki afbrýðisamur. Þegar ég er
heill heilsu er ég alls ekki ó-
myndarlegur maður. Ég fer í
leikfimi tvisvar í viku og leik
stundum handknattleik, og þótt
ég sé rennandi blautur er ég
ekki nema sex pundum þyngri
en ég var á skólaárunum. Og
svo er ég yfirleitt alltaf í góðu
skapi. Auðvitað hefir þetta kvef
komið mér úr jafnvægi, en kvef
getur líka verið nokkuð alvar-
legt mál. En konur virðast ekki
skilja það. Það er einfaldlega
þannig að þegar maður er rúm-
fastur er það ekkert notalegt
að vita einhverjum leðurbíta
náunga vera að daðra við eigin-
konuna í manns eigin bókaher-
bergi. Og hvað var Ruthie að
segja, að hún þyrfti að fægja
sparisilfrið. Hún notar aldrei
þetta „sparisilfur“, nema einhver
ósköp standi til. Hún slær ekki
ryki í augun á mér, ég þekki
þetta silfurstand. Þá á að hafa
fataskipti fyrir mat og koníak
með kaffinu. Hún ætlast auðvit-
að til að ég fari í silkináttföt-
in, sem ég nota aðeins á hátíð-
um og tyllidögum. Hún gæti
jafnvel krafizt þess að ég fari
í þetta silkidót, sem hún gaf mér
í jólagjöf. Mig langaði svo til
að skila því, en ég vildi ekki
særa tilfinningar hennar. Þetta
er einskonar Sherlock Holmes
heimajakki, með bláu silki á
jakkalöfunum. Hryllilegt. En það
væri svo sem eftir henni að
krefjast þess að ég fari í þenn-
an grímubúning.
— Ég geri það ekki, snörlaði
ég upphátt. — Ef hann getur
borðað með leðurbætur á oln-
bogunum, þá get ég verið í
gömlu baðkápunni minni.
— Við hvern ertu að tala,
pabbi, sagði Patty, yngri dóttir
mín, um leið og hún sparkaði
upp hurðinni.
— Já, tók Ginny systir henn-
ar undir. — Hvern ertu að tala
við?
— Skiptið ykkur ekki af því,
sagði ég. — Eruð þið með mat-
inn minn?
— Já, sagði Patty, — en ég
myndi ekki vilja borða þetta.
Hún gretti sig. — Eggið er lint.
— Þetta er prýðilegt linsoðið
egg, sagði ég. — Eg er þakklátur
ef þið haldið ykkar e'gin skoð-
unum út af fyrir ykkur.
— Þetta er hrátt, sagði Ginny,
— en mamma segir að þú viljir
hafa þetta svona.
- Ætlið þið að standa þarna
í allan dag, eða á ég að fá mat-
inn?
Þær liftu bakkanum upp og
skelltu honum á hnén á mér.
Svo settust þær á rúmstokkinn,
svo bakkinn hallaðist eins og
sökkvandi skip.
— Þú lítur ekkert veikinda-
lega út, sagði Ginny.
— Nei, sagði Patty. — Þegar
pabbi hennar Susie Harris var
veikur, þá hafði hann tvær
36 VIKAN 12- tbl-