Vikan - 20.03.1969, Side 40
BOKIN SEM REYNT
HAR AB BANNA í
BANDARIKJIINIM
SKJÖL VALACHI nefnist marzbók Úrvals og
er ein af metsölubókunum í Bandaríkjunum
um þessar mundir. Hér er um að ræða upp-
Ijóstrun á glæpahreyfingu að nafni Cosa Nostra.
Þessi hreyfing er vandlega skipulögð og teygir
anga sína um öil Bandaríkin. Válachi starfaði
í Cosa Nostra um þrjátíu ára skeið, en situr
nú í fangelsi. IJann er þaulkunnugur sögu og
skipulagningu þessarar óhugnanlegu glæpahreyf-
ingar. Þegar fréttist, að Valachi hefði leyst, frá
skjóðunni og ætlaði að gefa út bók, var reynt
með ýmsum ráðum að hindra útkomu hennar
og fá hana bannaða. En það tókst ekki, og nú
er hún komin út. Þetta er bók, sem enginn má
láta framhjá sér fara.
ttrval
— Það verður nú ekki af því,
tautaði ég.
— Hvað ertu að segja?
— Ég sagðist vera þyrstur
núna.
— Allt í lagi. Hún sneri sér
við og var á leið út, en leit svo
um öxl. — Ég held þú yrðir
mikið hressari Sy, ef þú reyndir
að sofna um stund, og vera ekki
alltaf að tefja mig.
— Ertu reið?
— Nei, ég er ekki reið. Ég
skil þig bara ekki. Fyrir tveim
árum fékkstu lungnabólgu, og
þá varstu þægur eins og ljúfasta
lamb. Og þegar þú fótbrotnaðir
varstu hreint göfugmenni. En
núna ertu erfiðari en tíu krakk-
ar, vegna þess að þú ert með
nasakvef og einhvern höfuðverk.
— Ég býzt við að Elliot Jar-
rod fái aldrei kvef?
— Hvað kemur það þessu máli
við?
— Ekkert, sagði ég, — ég er
að hugsa um að blunda svolítið.
Og ég kúrði mig niður og breiddi
upp yfir höfuð. Elliot Jarrod,
ha, ha, hann úðaði auðvitað á
sér hálsinn og hrúgaði í sig
vítamínum. Hann var líklega sú
manntegund, sem gengur í flegn-
um pólópeysum, og er aldrei
veikur. Ég sá hann fyrir mér
með skordýraeitursprautu, sem
hann mundaði eins og riffil.
Ruthie, í baklausum kjól, horfði
á hann með hrifningu, og dætur
mínar köstuðu yfir hann sára-
bindum, eins og það væru papp-
írsræmur. Svo sofnaði ég.
— Hættu þessu, sagði ég ergi-
legur, þegar ég vaknaði við það,
þremxu- stundum síðar, að kon-
an mín var að hrista mig.
— Sy, vaknaðu! Það hafa skeð
þau ósköp. Þegar Ruthie verður
æst, þá er hún alveg eins og
krakki, gerir úlfalda úr mýflugu.
—• Hvað er svona hræðilegt,
spurði ég.
— Mér er alvara. Ruthie greip
um ennið. — Hitinn er farinn,
það hefir eitthvað bilað. Svo
mikið er víst, húsið er eins og
ískista, og ég get ekki fengið
nokkurn viðgerðarmann til að
koma núna, þeir geta ekki kom-
ið fyrr en á morgun. Á morgun,
og Elliot Jarrod kemur í kvöld.
Það er það versta. Ég fékk skeyti
um það að hann hefði breytt
ákvörðun. Hann kemur með hálf
sjö lestinni, og ég verð að fara
á stöðina til að taka á móti
honum, og ég er ekki einu sinni
búin að þvo á mér hárið. Og þú
ættir að sjá eldhúsið, stelpurnar
eru búnar að maka út allt gólf-
ið í súkkulaði. Sy, þú verður að
fara á fætur og gera eitthvað.
— Róleg, vina mín, sagði ég
og stakk fætinum út undan
sænginni, en dró hann að mér
aftur. — Það er ískalt, þetta er
ekki bjóðandi mönnum eða
skepnum.
— Það er það sem ég er að
reyna að segja þér. Hún horfði
á mig með vonleysissvip. — Égí
get ekki séð að þú getir eimr
sinni rakað þig. I
— Ég ekki heldur. Hvað er
þetta með kyndinguna? Þú verð-
ur bara að segja þessum mikla
manni að þú lofir mér að vera
hér, vegna þess að þú kennir í
brjósti um mig.
— Heldurðu að þetta sé eitt-
hvað fyndið? sagði hún ásakandi.
— Nei, það er ekkert fyndið
að fara á fætur, þegar maður
er dauðveikur, sagði ég.
— Athugaðu miðstöðina fyrst.
Hún þagnaði andartak, og það
var eins og betri maður hennar
fengi yfirhöndina. — Hvernig
líður þér? spurði hún.
— Ég kvarta ekki.
— Ég sé að þér er að batna.
Sjáðu nú til. Ég fer niður og gef
stelpunum að borða og kem þeim
fyrir fyrir framan sjónvarpið.
Ég kveikti upp í arninum í.
vinnuherberginu, svo það er
sæmilega hlýtt þar. Þú lagar
miðstöðina og sérð um að hafa
einhvern drykk tilbúinn. Ég fer
svo á stöðina til að sækja herra
Jarrod.
— Taktu eftir mér, þegar þú
kemur heim, ég skal vera seztur
við arininn, með bók um enska
ljóðagerð í höndunum.
— Það myndi ekki skaða þig,
sagði Ruthie, fjarræn á svipinn.
— Þú getur ekki fengið allt
sem þú óskar, sagði ég. — Ann-
aðhvort er ég tryggur eiginmað-
ur þinn og fyrirvinna fjölskyld-
unnar, eða ég slæpist hér um
húsið og les ljóð.
— Ég hefi ekki tíma til að
þrefa um þetta núna, sagði Rut-
hie, — en ég vona að þú ofleik-
ir ekki, það er allt og sumt.
— Hvað áttu við með því?
— Við höfum oft talað um
þetta í bókaklúbbnum, sagði
Ruth kuldalega. — Hvernig eig-
inmenn haga sér, þegar bók-
menntafólk er annarsvegar. Það
eru aðrar leiðir til að vinna fyr-
ir daglegu brauði, en að selja
tilbúinn fatnað eða tryggingar.
Ég er viss um að Ernest Hem
ingway og William Faulkner
hafa haft bæði til hnífs og skeið-
ar.
— Allt í lagi, aUt í lagi, sagði
ég, — en það er eitt sem ég vil
benda þér á. Þegar ég kem heim
með viðskiptavini mína, þá hefi
ég aldrei orðið var við að þú
þyrftir að fægja sparisilfrið. En
ef einhver skriffinnur er á næstu
grösum, þá á ég að gera við
miðstöð og sjá um drykkjar-
föng.
— Ef þér finnst það eitthvað
skrítið, þá bíddu bara þangað
til ég er kominn í nýja kvöld-
kjólinn, hann er baklaus, sagði
Ruthie, og stillti sig um að brosa.
— Já, tautaði ég skuggalega,
— ég veit það. ,
Ég fór í tvær peysur og dreif
mig niður í kj allara til að berja
í rörin. Venjulega er ég ósköp
40 VIICAN 12- tbl-