Vikan


Vikan - 10.07.1969, Page 5

Vikan - 10.07.1969, Page 5
Tjabbe prins og ein af fyrri vinkonum hans, sem hann hefur nú gefiff upp á bátinn.... SVÍAPRINS OC SKVÍSURNAR Verði Svíþjóð ekki gerð lýðveldi þegar núverandi konungur deyr, eins og sumir landsmanna vilja, verður næsti konungur þessa elzta konungsríkis heims Karl Gúst- af krónprins, sem nú nemur við Upp- sala-háskóla. Eins og gefur að skilja kemst þessi aumingja piltur ekki spönn frá rassi án þess að öll þjóðin frétti af því í blöðun- um. Sérstaklega eru kvennamál hans fólki hugstæð, en þau stundar hann af nokkru kappi að sagt er. Nýjasta vinkona hans heitir Anne-Marie Hellquist og varð ungfrú Svíþjóð í fyrra. Eftir það gerði hún mikla lukku í Banda- ríkjunum og er nú eftirsótt ljósmynda- fyrirsæta. Þau Anne-Marie og krónprinsinn, sem hlýðir gælunafninu Tjabbe, hittust í fyrsta sinn í veizlu á höfðingjasetri utan við Stokkhólm. Anne-Marie var svuntuklædd í eldhúsinu og bjó til mat. Allt í einu Anne-Marie Hellquist, ungfrú Svíþjóff frá í fyrra, er nú mikiff meff prinsinum. opnuðust dyrnar og inn kom prinsinn. — Hej, viltu smakka, sagði Anne-Marie Hellquist. — Tack, mjög svo gjarna, sagði Tjabbe krónprins og fékk sér í skeið úr pottinum. Nokkrum dögum síðar var hringt í Anne-Marie til nágranna hennar; sjálf var hún ennþá símalaus. Og auðvitað var það krónprinsinn. — Hej það er Tjabbe. Hvernig ertu af kvefinu, spurði hann. Anne-Marie hafði sem sé verið með smávegis nefrennsli þeg- ar þau hittust fyrst. Til allrar hamingju var Anne-Marie laus við þá pest, svo að prinsinn sá sér fært að bjóða henni i mat. Þau snæddu á listamannaveitingastaðnum Den Gyllene Freden í Gamla Stan, gamla bænum í Stokkhólmi. Og síðan þá hefur ekki geng- ið hnífurinn á milli þeirra, ef marka má sænskar heimildir. ☆ 28. tbi. VIKAN 5

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.