Vikan


Vikan - 10.07.1969, Page 10

Vikan - 10.07.1969, Page 10
— Þetta byrjaði hjá mér strax í æsku, heldur Ragnar áfram. Foreldrar mínir voru miklir hestamenn og sjálfur var ég þá alltaf á hestum. Maður fær sér- staka ást á hestum við að kynn- ast þeim náið, skapgerð þeirra og eiginleikum. Og íslenzki hest- urinn er ákaflega lítið notað form í myndlist til þessa, hraði hans til dæmis, og hreyfing. Það eru þau atriði sem ég hef mest- an áhuga á. í málaralist hefur hann meira verið notaður sem form en beinlínis sem hestur. Við virðum fyrir okkur nokkr- ar hestamyndir úr hraunleir, sem eru ríkjandi hér innan- stokks, ein stór og steingrá af hesti á harðastökki, önnur brún af heilu stóði á hlaupum, þriðja af heybandslest. Áferð þeirra allra er mjög í stíl við efnið — og mótífin, hrjúf og gróf. — Áferðin verður að vera gróf og formin einföld og ákveðin, til að hraðinn og hreyfingarnar njóti sín, útskýrir Ragnar. — Notarðu einhverja sérstaka tegund af íslenzka leirnum? — Jú, ég held mest uppá hveraleirinn. Hann er bráðfeitur og góður á móti hrauninu, vegna þess að hann þolir svo mikla fyllingu. Erlendur leir, eða leir sem hefur svona normal plastík, hraunið þurrkar hann miklu fyrr upp. Nú vinn ég stóru myndirnar úr epoxy-kvartsi; ég held að þar sé fengið efnið sem myndhöggvarar hafa verið að leita að, plastefni til að vinna stórt. Höggmyndalist þarf og á að vera monúmental. Hún á að vera útilist, og það er það sem við erum að reyna að fá fram með þessum útisýningum á Skólavör ðuholti. — Segðu okkur nánar af til- raunum þínum með plastefni. — Ég hef gert talsverðar til- raunir með epoxy-kvarts, sem er framleitt hér á landi, í Málning hf. Ég hef komizt að raun um að Frummyndin að Stóði (brenndur hraun- leir). Til hægri er Ragnar að vinna við myndina sjálfa. f árdaga, veggmynd f félagsheimilinu Stapa í Njarðvíkum. Hraunkeramik. 10 VIKAN “•tbl- Hér cr Itagnar að setja upp vcggskreyt- ingu sína í útibúi Iðnaðarbankans á Háa- leitisbraut. Til hægri er Frigg (epoxy- kvarts) sem Ragnar sýndi á Skólavörðu- holti í fyrra.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.