Vikan - 10.07.1969, Qupperneq 11
það þolir vel okkar veðráttu.
þessar geysilegu hitabreytingar,
þegar hitastigið getur færzt til
um tuttugu stig á tíu tímum.
Það þarf feikna sterkt efni til að
þola þetta. Þessvegna er það
að svokölluð kúnststeypa, mynd-
ir búnar til úr sementi, þær eru
ekki varanlegar hér. Þær veðrast
og springa.
— Hestamennska þín í æsku,
vel á minnst. Þú ert af Snæfells-
nesi?
-Eg er fæddur á Staðarstað
þar í sýslu, 17. ágúst 1923. Fað-
ir minn var þar prestur. Hann
var annars ættaður frá Skógum
undir Eyjafjöllum, þar sem faðir
hans var prestur. Ég ólst upp á
Staðarstað til fjórtán ára aldurs,
en þá hætti faðir minn prestskap
og fluttist vestur undir jökul,
að Hellnum. Þar var ég svo á
unglingsárunum, á sumrin, en á
vetrum í Reykjavík við nám í
leirkerasmíði.
Talið snýst nú um hríð um
Snæfellsnes, þennan merkilega
og stórsniðuga landshluta, þar
sem trölldómur er í landslagi
og huldar vættir hafa gengið
ljósum logum allt fram á þennan
dag. Þar á meðal voru auðvitað
draugar, en ekki eins illa inn-
rættir og til dæmis þeir norð-
lenzku, Þorgeirsboli og fleiri
slíkir ,segir Ragnar. Þarna voru
Axlar-Björn og Kolbeinn Jökl-
araskáld, sem kvaðst á við þann
úr neðra, og Ásgrímur Hellna-
prestur, hvers sóknarbörn þrá-
sinnis reyndu að fá dæmdan frá
kjóli og kalli en þáverandi
Danakonungur hafði slíka trölla-
trú á, að hann gaf honum kost
á að velja um brauð á íslandi.
En Ásgrímur vildi aðeins Hellna-
kall, því ekkert var honum fjær
skapi en að gera sóknarbörnum
sínum það til geðs að yfirgefa
þau. Og enn eru ævintýrapersón-
ur vestur þar; því til sönnunar
ætti að nægja að minna á Þórð
á Dagverðará, refaskýttu, list-
málara og skáld. Ragnar stund-
aði sjósókn með honum fjögur
sumur og á þaðan margar minn-
ingar. — Það var allt ævintýri
sem Þórður gerði, segir Ragnar.
— Hjá gömlum manni sem
stundum reri með okkur, Lárusi
Lárussyni, ættuðum úr Garðin-
um, bróður Finnboga á Búðum
og síðar í Ólafsvík, lærði ég átið
á kræklingi. Þegar kuldi var og
við skulfum og vorum kveifar-
legir, þá sagði hann: strákar,
fáið ykkur feita skel og étið þið
þetta. Og kræklingurinn bragð-
aðist ágætlega, við átum hann
hráan um leið og við skárum úr.
Framhald á bls. 28