Vikan - 10.07.1969, Blaðsíða 12
SAGA EFTIR
ISAAC BASHEVIS SINGER
ELD-HANNA
Já, það er til fólk, sem er djöflar í manns-
mynd. Guð hjálpi oss! Mæður sjá oft ýmis-
legt, þegar þær fæða, en þær segja ekki frá
því sem þær sjá.
Eld-Hanna, eins og hún var kölluð, var
ekki mannleg vera, heldur logandi eldur frá
Víti. Eg veit að maður á ekki að tala illa um
látið fólk, og hún hefir kvalizt nóg fyrir
syndir sínar. Var það henni að kenna að það
var alltaf stormur í sál hennar? Það var
hægt að sjá það í augum hennar, sem voru
eins og kolamolar. Það var hrollvekjandi að
horfa í þau. Hún var dökk eins og tatari, með
mjóleitt andlit, innfallnar kinnar, horuð, eig-
inlega aðeins skinn og bein. Einu sinni sá ég
hana baða sig í ánni, rifbeinin stóðu út eins
og gjarðir. Hvernig gat nokkur, sem var lík-
ur Hönnu, safnað spiki? Hvað sem sagt var
við hana, hversu sakleysislegt sem það var,
var hún strax á verði. Hún gat farið að öskra,
steyta hnefana, og snúast í hring, eins og
brjáluð manneskja. Og andlitið varð náhvítt
af bræði. Ef þú reyndir til að bera hönd fyrir
höfuð þér, þá var eins og hún gæti gleypt
þig með húð og hári. Hún átti það til að
brjóta leirtauið. Á nokkra vikna fresti varð
eiginmaður hennar, Tevia Chazkeles, að
kaupa nýtt leirtau.
Hún tortryggði alla. Henni fannst allur
bærinn væri á hælum sér. Þegar hún fékk
reiðiköstin, var orðbragð hennar þannig, að
ekki einu sinni brjálað fólk hefði viðhaft
slíkt. Blótsyrðin streymdu af vörum hennar,
eins og ormétnar baunir. Hún þekkti öll for-
mælingarorð hinnar helgu bókar. Hún sveifst
þess ekki að kasta grjóti, ef svo bar undir.
Einu sinni, um miðjan vetur, braut hún
gluggapóst í húsi nágrannans. Nágranninn
vissi aldrei hversvegna hún gerði það.
Hann átti fjögur börn, fjórar dætur; en
þær fóru að heiman um leið og þær spruttu
úr grasi. Ein varð þjónustustúlka í Lublin;
önnur fór til Ameríku, sú fegursta, Malkeleh
dó úr skarlatssótt, og sú fjórða giftist göml-
um manni. Það var allt betra en að búa hjá
Hönnu.
Tevia, maðurinn hennar hlýtur að hafa
verið dýrlingur. Enginn nema dýrlingur hefði
haldið það út að búa með öðru eins skassi
í tuttgu ár. Hann bjó til sáld. Og þá, jafnvel
um hávetur, byrjaði vinnudagurinn áður en
birta tók að degi. Hann varð sjálfur að leggja
til kerti, og laun hans voru smá. Þau voru
fátæk, en þau voru ekki ein um það. Heilt
vagnhlass af krít hefði ekki dugað til að
skrifa upp þær ásakanir, sem hún lét dynja
yfir hann, í tíma og ótíma. Ég bjó í næsta
húsi við þau í nokkur ár, og einu sinni
heyrði ég hana kalla á eftir honum, þegar
hann fór til vinnu sinnar: — Komdu strax
aftur, og láttu fæturna ganga á undan! Ég
veit ekki hvað hann hafði gert af sér. Hann
fékk henni sinn síðasta skilding, og elskaði
hana líka. Hvernig var hægt að elska slíka
norn? Guð einn veit það. En það er auðvitað
12 VIKAN 28- tbl'
- logarvítissem brunnu innra meö
þessari píndu sál myndu brjótast
út, færa eyðileggingu yfir þorpið ...
'< f «
/ >
,.r vA
Y
riifhr n