Vikan


Vikan - 10.07.1969, Qupperneq 16

Vikan - 10.07.1969, Qupperneq 16
ANDRÉS ENDRIÐASON jJlljmMMll lu ROOF TOPS Það er létt yfir hinni nýju hljómplötu Roof Tops, sem nýlega er komin á markað- inn. Þegar þess er gætt, að þetta er fyrsta hljómplata hljómsveitarinnar verður ekki annað sagt, en að nokkuð vel hafi til tekizt. Lögin á plötunni sýna að ekki skortir þá fé- lagana hugmyndaauðgi, og kemur þetta hvað gleggst fram í laginu „Sjúkur draumur um lasin blóm“, en tónsmíð sú er saman við texta eftir Þorstein Eggertsson. Effektar eru notaðir til að krydda músikina, ef til vill einum of mikið, því að þess háttar fídusar missa áhrifamátt sinn ef notaðir eru í óhófi. Burtséð frá því er músikin á plötunni fersk og lifandi; útsetningarnar bera vott um skemmtilega hugmyndaauðgi og samspil er með miklum ágætum: öll hljóðfærin koma vel í gegn, ekkert eitt þeirra er yfirgnæfandi utan kannski saxófónninn á stöku stað. Aug- ljóst er, að mikið hefur verið nostrað við 16 VIKAN 28- tbl- öll lögin á plötunni og þykir mér trúlegt, að góð og náin samvinna hljómsveitarinnar og upptökumannsins (Jóns Þórs Hannesson- ar) eigi drjúgan þátt í því, hve vel hefur til tekizt. í laginu „Söknuður", sem Ari Jónsson (trymbillinn) syngur, eru strengir hafðir með til áhrifsauka og gefur það góða raun. Þetta lag útsetti Magnús Ingimarsson af sinni alkunnu smekkvísi. Önnur lög eru: „Það fer ekki eftir því“ eftir Otis Redding, „Fólk á flótta" eftir Svein Guð- jónsson, Jón Pétur og Guðna Pálsson og svo „Sjúkur draumur um lasin blóm“. Rétt er að geta þess, að umslagið utan um þesas plötu er gert af óvenju miklum hag- leik. Litmyndir eru af þeim félögum á for- síðu en á baksíðunni eru hvorki meira né minna en tuttugu myndir af hljómsveitinni. Myndirnar tók Sigurgeir Sigurjónsson, en prentun annaðist Grafík h.f. Það er hljóm- plötudeild Fálkans, sem gefur þessa plötu út. Mega aðstandendur hennar vel við una. ☆ EKKI AF DAKI DOTTINN Bandaríski söngvarinn Tommy Roe er nú aftur kominn fram í sviðsljósið með lagið „Dizzy“, en það hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Nokk- ur ár eru nú liðin síðan Tommy var síð- ast á kreiki. Árið 1963 átti liann tvö lög á brezka vinsældalistanum, „The Folk Singer“ og „Everybody“. Þessi lög bárust þó ekki hingað til lands, en hins vegar munu flestir hafa heyrt lagið „Sheila“, sem Tommy söng á plötu 1962, en það lag komst í næst efsta sæti brezka vinsældalistans. Tommy gerði sér ekki miklar vonir um að hann kæmist á blað sem söngvari, þegar hann söng „Sheila“ inn á plötu. Ilann starfaði þá sem tækni- maður hjá einu stærsta fyrirtæki heims, General Eletrics. Það tók umboðsmann hans langan tíma að telja hann á að gefa það starf upp á bátinn og gerast söngvari í þess stað. ITann hefur ekki þurft að sjá eftir þeirri ákvörðun sinni, því að vestan hans hefur liann síðan verið mjög vinsæll og eftirsóttur skemmtikraftur. Nýja lagið hans, „Dizzy“ komst til dæhiis í annað sæti á vinsældalistanum bandaríska. Tommy hefur jafnhliða söngnum fengizt við leiklist og komið fram í nokkrum leik- ritum á sviði. Nú ætlar hann líka að snúa sér að kvikmyndunum. Hann á búgarð í Georgíuríki, og þangað fer hann hvenær sem færi gefst, en sjálfur segist hann una sínum hag bezt hjá búpeningn- um, sem hann hefur komið sér upp.

x

Vikan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.