Vikan - 10.07.1969, Síða 23
andlitinu til Mekka, og biður:
„Allah, þú ert mitt vitni um að
sprengjan, sem ég skildi eftir í
kvikmyndahúsinu, var í góðum
tilgangi. Baráttan við ísrael
verður að halda áfram. Palestína
er okkar heimili. Við höfum á
réttu að standa. Ég fæ ekki skilið
hvers vegna foreldrar mínir voru
neyddir til að flýja til Amman,
þegar heimili okkar er hér.“
Fatimah kemur frá Nablus,
sem er einn þeirra staða sem
ísraelsmenn hertóku í sex daga
stríðin 1967. Hún vann þar sem
aðstoðarstúlka á sjúkrahúsi.
Fangelsisstjórinn segir um hana:
„Hún er verulega indæl stúlka,
þægileg í viðmóti og hefur nokk-
uð sérstæðan persónuleika.“
Sprengjutilræði Fatimuh var
eitt hinna fyrstu sem beint var
gegn ísraelskum borgurum eftir
stríðið, og hún var fyrsta arab-
íska stúlkan sem var handtekin
af öryggislögreglu fsraels. En
margar hafa fylgt í kjölfar henn-
ar.
Hryðjuverkasamtök hinna
ungu Arabakvenna hafa valdið
ísrael mikliun áhyggjum, og
ísraelska öryggislögreglan hræð-
ist þær meira en skæruliðana
frá Sýrlandi og Jórdaníu; stúlk-
urnar sem búa á ísraelsku yfir-
ráðasvæði.
Öryggislögreglumaður nokkur
segir: „Arabískar stúlkur og
konur eru stórkostlegar póli-
tískt séð, og miklu máttugri en
arabískir karlmenn.“
í Za-Neveh fangelsinu eru nú
átta arabískar stúlkur. Fatimah
er sú eina af þeim, sem hefur
þegar hlotið dóm. Hinar sitja
allar og bíða örlaga sinna:
Miriam Shakshir, 19 ára, dótt-
ir efnaðs kaupmanns í Nablus, er
ákærð fyrir að hjálpa arabískum
stúdentum að smygla sprengju
inn í háskólann í Jerúsalem.
Tuttugu og átta stúdentar særð-
ust.
Samia Ali, 23 ára, er ákærð
Framhald á bls. 34.
Öryggislögregla Gyðingaríkisins segir arabískar stúlkur
pólitískt stórkostlegar, og mikið máttugri en arabíska
karlmenn.
28. tbi. VIKAN 23