Vikan - 10.07.1969, Síða 26
Það var einn vetrardag, að
10—12 ára strákur stóð yfir snjó-
boltahrúgu og kastaði þeim af
miklum móði í vegfarendur. IJng
kona, sem greinilega var ekki
kona einsömul, fór ekki varhluta
af skothríðinni. Þá var miðaldra
manni, sem fram hjá fór í sömu
svifum, nóg boðið, hann stökk á
stráksa og hristi hann duglega
til. — Mér er rétt sama, þótt
þú kastir snjó í félaga þína, og
jafnvel þótt þú skjótir hattinn
af mér, en sástu ekki, að þessi
kona á von á barni?
Jú, stráksi hafði séð það.
— Veiztu ekki, að það getur
haft alvarleg áhrif á barnið, ef
móðir þess verður fyrir skakka-
föllum, meðan hún gengur með
það?
— Iss, nei, það er tóm hjátrú.
Þegar mamma gekk með mig,
datt hún einu sinni niður kall-
aratröppurnar heima með fangið
fullt af grammófónplötum, en
mér varð ekkert meint af, ekkert
meint af, ekkert meint af, ekk-
ert meint af, ekkert meint af . . .
— Pabbi minn er mikkt stserri
en þinn.
— Ekki um miðjuna.
Faðir segir svo frá:
Um daginn hnuplaði fimm ára
sonur okkar 50 krónum úr buddu
mömmu sinnar til að kaupa
happdrættismiða af stelpu, sem
bauð miða við dyrnar. Þegar
konan mín uppgötvaði þetta,
flengdi hún strákinn og háttaði
hann ofan í rúm, og þegar ég kom
heim úr vinnunni, hélt ég yfir
honum langan fyrirlestur um
það, hvernig færi fyrir þeim sem
stela: Að litlu englarnir grétu
yfir þeim og mættu ekki vera
hjá þeim, að ekkert fólk vildi
hafa þá nærri sér, að þeir séu
settir í fangelsi og svo framveg-
is og svo framvegis. Ég lét móð-
an mása, drengurinn grét, og ég
þóttist viss um, að hann myndi
aldrei taka svo mikið sem sand-
korn framar ófrjálsri hendi.
En nú er ég að velta því fyrir
mér, hvernig ég á að bera mig
26 VIKAN 28' tbL
til við að segja honum, að við
unnum bíl á miðann.
— Hvort viltu heldur, Óli
minn, litla systur eða lítinn
bróður?
— Eh — ef það er ekki of
mikið fyrir þig, mamma mín,
langar mig meira í rugguhest.
til kaupmannsins. — Ég þarf að
fá skeinispappír, gólaði hann. —
Það heitir toiletpappir, drengur
minn, sagði lcaupmaðurinn. —
Nokkuð fleira?
— Sápustykki.
— A það að vera toiletsápa?
— Nei, takk, til að þvo hend-
urnar.
Móðirin kom með litla stúlku
í leikskólann og óskaði eftir að
koma henni þar inn. Forstöðu-
konan sagði, að litla stúlkan væri
raunar svo ung, að undir venju-
legum kringumstæðum yrði hún
varla tekin, en það væri samt
hugsanlegt að gera undantekn-
ingu. — Ertu farin að tala, elsk-
an mín? spurði hún. — Segðu
eitthvað fyrir mig, eitthvað sem
þú kannt.
Þá leit sú litla á móður sína
og spurði: — Heldur þú, mamma,
að þessi góða kona óski eftir
setningu í samhengi, eða kjósi
heldur sundurlaus orð án þýð-
ingar?
Er hún mamma þín heima?
spurði pósturinn litla dreng'nn,
sem var að leika sér í garðinum.
— Já, svaraði snáði, en ef þú
hringir bara dyrabjöllunni, held-
ur hún að það sé ég og opnar
ekki. En ef þú lætur bréfalúg-
una skrölta og kallar „ég þarf
að pissa“, kemur hún eins og
skot ......
Strákpjakkur kom þjótandi inn
— Jónas minn, það eru tvö
orð, sem þú notar mikið en eru
ekki góð íslenzka. Annað er næs,
en hitt er smart.
— Já, frænka mín, hvaða orð
eru það þá?
Tveir drengir veðjuðu um það,
hvor gæti hallað sér lengra út yf-
ir svalirnar á þriðju hæð.
Allt í einu vann annar.
— Mamma, ma-hamma, ég
meiddi mig á hnénu!
— Jæja, elskan mín, er það
stórt sár?
— Eheins og túkall!
— Nei, nú skrökvar þú. Það
er ekki svo stórt.
— Minnsta kosti þá eins og
1,75.
— Hvers vegna ertu náttúru-
lækningamaður og étur eintóma
jurtafæðu?
— Ég er dýravinur.
— Skammastu þín þá ekki fyr-
ir að éta frá þeim matinn?
Adam og Eva gengu um Para-
dís og skírðu dýrin. Adam nam