Vikan - 10.07.1969, Side 39
festa á dyrakarminn, en hann
hengdi helgimynd á vegginn í
staðinn. Þorpsbúar vildu færa
henni mat, en kona prestsins
sagðist geta gefið henni það litla
sem hún þyrfti.
Vetrarkuldinn lagðist yfir, rétt
eftir uppskeruhátíðina, og hélzt
fram á þakkarhátíð, sem haldin
var til minningar um það að
Gyðingar voru leystir úr ánauð-
inni í Babylon. Húsin snjóuðu í
kaf, og maður varð að moka sig
út úr þeim með skóflu. Hanna lá
allan daginn í rúminu. Hún var
ekki sú sama; hún var ljúf eins
og lamb. Þó skein illskan úr aug-
um hennar. Sonur prestsins
kveikti upp eldinn hjá henni á
hverjum morgni. Hann sagði frá
því í lærdómshúsinu að Hanna
væri í rúminu allan daginn, vaf-
in innan í fiðursængina, og segði
aldrei orð. Kona prestsins stakk
upp á því að hún kæmi inn í
eldhúsið til sín, jafnvel að hún
hjálpaði til við heimilisstörfin,
en Hanna neitaði því. — Ég vil
ekki láta neitt koma fyrir bæk-
ur prestsins. Það var hvíslað um
það í þorpinu að hinir illu andar
hefðu yfirgefið hana.
Um það leyti sem þakkarhá-
tíðin var haldin, varð skyndilega
hlýtt. ísinn bráðnaði og áin flaut
yfir Brúarstræti. Þeir fátæku
eiga bágt, en aldrei eins og þeg-
ar flóðin koma, og allt lauslegt
fer á flot. Það varð að setja fleka
yfir Brúarstræti, svo hægt væri
að komast yfir það. Bakarinn var
nýbyrjaður að baka brauðin og
undirbúa undir hátíðahöldin,
sem haldin voru í minningu um
það að Gyðingar losnuðu úr
ánauðinni í Egyptalandi, en
hveitisekkirnir blotnuðu og
hveitið varð ónýtt.
Svo heyrðist skyndilega óp frá
húsi prestsins. Hátíðaskálinn var
alelda eins og ljósker úr pappír.
Það skeði um miðja nótt. Síðar
sagði Hanna frá þvi að eldleg
hönd hefði komið frá þakinu og
tendrað eld um allt húsið á ör-
skammri stund. Hún greip
ábreiðu til að verja sig með, og
hljóp út í garðinn, sem var ekk-
ert nema leðja, skriðnakin. Gat
presturinn gert nokkuð annað en
að taka hana inn til sín? Konan
hans hætti að sofa á nóttunni.
Ég ætti ekki að gera þér þetta,
sagði Hanna við prestinn. Jafn-
vel áður en hátíðaskálinn brann,
hafði Taube, dóttir prestsins tek-
ið saman föggur sínar, til þess
að vera við öllu búin, ef eld
bæri að garði.
Næsta dag kölluðu öldungarn-
ir saman til fundar. Þar var mik-
ið þrefað og þeir gátu ekki kom-
izt að niðurstöðu. Einhver stakk
upp á því að Hanna yrði flutt til
annars bæjar. Hanna ruddist inn
í skrifstofu prestsins, föt hennar
voru í tætlum og sjálf var hún
eins og lifandi fuglahræða. —
Faðir, öskraði hún, — ég hefi
búið hér alla ævi, og hér vil ég
fá að deyja. Láttu þá grafa gröf
og jarða mig strax. Það getur
ekki kviknað í kirkjugarðinum.
Hún var búin að fá málið aftur,
og allir voru undrandi.
Reb Zelig, pípulagningamaður-
inn, var staddur á fundinum.
Hann var góður maður, og hann
bauðst til þess að lokum að
byggja hús yfir Hönnu, byggja
það úr múrsteinum, því þeir eru
ekki eldfimir.
Hann sagðist vilja gefa vinnu
sína, ef aðrir leggðu efnið til.
Þaksmiðurinn vildi gera þakið
endurgjaldslaust. Hanna átti lóð-
ina, þar sem brunarústirnar
voru, og reykháfurinn stóð enn-
þá. að tekur venjulega fleiri
mánuði að koma upp húsi, en
hús Hönnu var reist á skömm-
um tíma, því margir lögðu hönd
að verki. Piltar frá lærdómshús-
inu hreinsuðu lóðina, skólabörn-
in báru steina. Piltarnir úr
prentskólanum hrærðu steypu.
Feival, gluggasmiðurinn smíðaði
gluggapóstana. Og eins og máls-
hátturinn segir: Fjöldinn er
aldrei fátækur. Ríkur maður,
Reb Felik gaf tin í þakið. Á
stuttum tíma var þetta orðið að
húsi. Reyndar var þetta skúr
með moldargólfi, en hún þurfti
heldur ekki mikið. Hönnu var
gefið járnrúm, með hálmdýnu
og fiðursæng, og úr fátækra-
sjóðnum fékk hún matvæli, já,
hún fékk líka mataráhöld og
diska. Það var eitt sem allir voru
sammála um, og það var að hún
fengi ekki aðgang að þakkarhá-
tíðinni. Á leiðinni þangað leit
einhver inn um gluggann til
hennar, þar var engin hátíð, eng-
in kerti, Hanna sat á bekk og
nagaði gulrót.
En enginn getur sagt fyrir um
atburðina. í fyrstu heyrði Hanna
ekkert frá Mindel dóttur sinni,
sem hafði farið til Ameríku. Þeir
gömlu sögðu: Handan við hafið
er annar heimur. Fólkið fer til
Ameríku, það gleymir foreldr-
um sínum, já það gleymir jafn-
vel Gyðingatrúnni, Guði. Árin
liðu og ekkert heyrðist frá henni.
En það sýndi sig að Mindel var
góð stúlka. Hún giftist og mað-
urinn hennar varð mjög ríkur.
Pósthúsið okkar hafði aðeins
einn bréfbera, sem var bóndi.
Einn daginn kom ókunnur bréf-
beri. Hann var með sítt skegg
og jakkinn hans var borðalagð-
ur, og merki á húfunni. Hann
kom með bréf, sem þurfti að
kvitta fyrir. Hver haldið þið að
hafi átt þetta bréf? Það var
Hanna. Hún gat ekki frekar
skrifað nafnið sitt heldvu- en ég
gæti dansað fjórdans. Hún krafs-
aði fjögur merki undir kvittun-
ina og einhver skrifaði með sem
vottur. f stuttu máli, þetta var
peningabréf. Zeinvel, kennarinn,
kom til að lesa bréfið og helm-
ingur þorpabúa hlustaði á.
„Móðir mín kær, áhyggjur
þínar eru á enda. Maðurinnminn
er orðinn ríkur. New York er
stór borg, og hér borðar maður
28. tbl. VIKAN 39