Vikan


Vikan - 10.07.1969, Síða 46

Vikan - 10.07.1969, Síða 46
Ulira CLINEIC MNIN HNNS 900 Ralph Cline, brosmildur maður um fertugt, lifir fyrir börnin sín — 900 talsins. Jú alveg rétt, 900; Ralph er skólastjóri Villa Heights barnaskólans í Char- lotte, Norður-Karolínu í Banda- ríkjunum, og kallar nemendurna börnin sín. Honum er lítið gefið um að sitja við skrifborðið sitt, og stjórna skólanum þaðan, svo mestum hluta dagsins eyðir hann með kennurum og nemendum skólans á göngunum eða þá í skólastofunum sjálfum, veitandi alla þá hjálp sem í hans valdi stendur. Á hverjum degi bregð.ur hann sér í mörg líki, svo hann megi verða börnum sínum sem mest aðstoð. Hann getur verið sálfræð- ingur, leiðbeinandi, foringi, lög- regluþjónn og sannur vinur — allt á sama klukkutímanum. Að- ferð Ralphs er mjög áhrifarík og mikilvæg í skólanum hans; Villa Heights barnaskólanum, sem er í fátækrahverfi Charlotte. Margir nemenda skólans koma frá heimilum sem hafa upp á lítið að bjóða; hvorki í verald- legum gæðum né öðru. Mörg þeirra eru vannærð þegar þau koma í skólann, svo Ralph hefur komið því svo fyrir að börnin fá nú ókeypis hádegisverð í skólanum, og mörg þeirra njóta þar einnig morgunverðar. „Hvernig er hægt að búast við góðum árangri hjá svöngu barni?“ spyr hann. Á svipaðan hátt og í tugum annarra skóla, fyrir sams kon- ar börn í Bandaríkjunum, vantar mikið upp á, að nóg sé til af tækjum og nauðsynlegustu kennslugögnum í Villa Heights, en það virðist aðeins hafa þau áhrif á Ralph, að hann fyllist eldmóði til að gera enn meira fyrir börnin sín, sem sitja þétt í yfirfullum skólastofunum. „Ég fæ sting í hjartað,“ segir hann, „ef ég veit af einhverju barni sem hættir að læra, því í mörgum tilfellum er skólaganga eini möguleikinn sem það hefur til að komast af.“ Það eru óskráð lög í Villa Heights, að kennarar og nem- endur eru þar til að læra. Lög, sem veita börnunum ánægju af því að vinna sjálfstætt og gera uppgötvahir sjálfstætt. Og eldri nemendurnir taka þátt í kennslu þeirra yngri, þannig að í raun og veru er þetta ein stór fjölskylda — og Ralph er pabbinn. En í stað þess að skipta nemendunum í bekki eftir aldri, er það gert eftir hæfileikum þeirra og getu. Nýbreytnin dregur einnig stór- lega úr agabrotum. Einn kenn- arinn kom til Ralphs og kvart- aði yfir því að ekki væri nokkur stundlegiu friður í fyrstu kennslustund eftir mat, þar sem börnin væru sífellt að sprengja matarpokana sína. „Gefðu hverju barni blað, sem á eru skrifuð fimm orð,“ sagði Ralph, „og hvert þeirra sem getur borið þau öll fram óaðfinnanlega, má sprengja pokann sinn.“ Börnin voru stórhrifin. Ralph og kennarar skólans leggja sig alla fram til að byggja upp sjálfstraust barnanna, og þeir eyða miklum tíma í að finna svörin við ýmsum sál- fræðilegum vandamálum, eins og til dæmis vandamáli Önnu, sem var vön að segja vlð alla gesti sem inn í skólastofuna komu: „Ég er ljót.“ Ef til vill var það ekki svo fjarri sanni, en Ralph krefst þess af kennurum sínum, að þeir svari börnunum á kær- leiksríkan hátt. „Þau vita hvort manni er sama um þau eða ekki,“ segir hann. „Börn sjá í gegnum kennara sinn eins og þau væru röntgen-myndatæki.“ Ralph leggur mikið upp úr aga, en hann er enginn harðstjóri. Ef eitthvert vandamál rís, tekur hann því eins og ástríkur og reyndur faðir. Dag einn var John Caldwell sendur til skrifstofu hans fyrir hrekki. „John,“ byrj- aði Ralph, „hvers vegna grætt- ir þú Beverly? Bara stríðni, ha? Jæja, John, þegar tárin byrja að renna, þá heitir það bara ekki að stríða lengur, heldur að særa. Þú særðir Beverly. Farðu nú og reyndu að bæta henni það upp á einhvern hátt.“ Ralph er full- viss um, að með því að taka vandamálin svona, átta börnin sig á að kennaranum þykir ekki að- eins vænt um þau þegar þau hafa gert eitthvað gott, heldur líka þegar þau hafa gert eitthvað miður gott. Tilraunir Ralphs Cline eru sannarlega spor í rétta átt, og margir aðrir skólastjórar í Bandaríkjunum hafa þegar tek- ið upp ýmsar af þeim nýjungum sem hann notar við kennsluna, en ekki nógu margir. En allt stefnir þetta í sömu áttina — þá einu réttu. ýr Hér ræðir hann við einn sem var vis- að úr kennslustund. Raiph hefur náð mikilli leikni í að geta lesið af andlitum nemenda sinna hvort þcir eru sekir eða saklausir. Hér grand- skoðar hann cinn piltinn, sem var ákærð- ur fyrir að hafa truflað kennslustund hvað eftir annað. Þessi litla stúlka hafði lent í áflogum úti á lciksvæðinu, og Ralph reynir að graf- ast fyrir um orsakirnar. 46 VIKAN 28-tbL

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.