Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 3
31. árgangur - 51. tölublaS - 18. desember 1969
í ÞESSARI VIKU
„Margir villtir fóru . . ." nefnist viðtal við
Jón Sigurðsson, verkstjóra í Hampiðjunni.
Jón er skemmtilegur og hefur frá mörgu að
segja, til dæmis sjómennsku á því tímabili,
sem sjómenn sjálfir kölluðu „Þrælaöldina",
Halaveðrinu mikla 1925 og mörgu öðru.
Rússneskt fólk giftir sig yfirleitt á borgaralega
vísu. I Moskvu er það gert í sérstakri þar
til gerðri miðstöð, sem gengur undir heitinu
Hjónabandshöllin. Forstöðu stofnunarinnar
hefur á hendi kona að nafni Vorosjilova. Dagur
hennar er oft erfiður, því að hún gefur
saman að meðaltali um fimmtíu hjón á dag.
Það segir nánar frá þessu í næsta blaði.
í NÆSTU VIKU
Napóleon Bonaparte er einn þessarar
ótrúlegu vigahnatta sögunnar, sem þjóta upp
á himin hennar í trássi við allar fyrirskrif-
aðar og hefðbundnar reglur. Eins og eðlilegt
er koma slíkir menn einkum fram á tímum
umróts og byltinga og Napoleon er
frægastur og snjallastur þeirra allra. í þessu
blaði hefst greinaflokkur, sem Dagur
Þorleifsson hefur skrifað um Napoleon í
tilefni af 200 ára fæðingarafmæli hans.
Geir Vilhjálmsson heitir ungur sálfræðingur
sem kominn er heim frá námi og hefur
nýlega byrjað starfsferil sinn. VIKAN hefur
átt viðtal við hann um sálfræðinám,
kolkrabbaveiðar í Mexico, andlega heilbrigði
Islendinga, eiturlyfjaneyzlu og ýmislegt fleira.
Við hefjum annan greinaflokk i þessu blaði
um aðra merkispersónu, kvikmyndastjörnuna
Gretu Garbo. Greinarnar eru byggðar á
nýútkominn bók eftir Normon Zierold. Þar
kemur m.a. fram, að Greta Garbo er alls ekki
sú ráðgáta, sem stöðugt hefur verið talað
um. Þessi sögulega, sænska kvikmyndastjarna
á ennþá milljónir aðdáenda um allan heim.
„Þótt sólin væri ennþá á lofti i þorpinu,
var eins og neyðarkall gengi frá húsi til húss.
Menn komu hlaupandi með bátshaka til að
vera reiðubúnir til björgunar, þegar skipin
bæri að landi. í dauðans angist mændu allir
á skipin. Skyldu þau komast klakklaust að
landi?" Þetta er brot úr jólasögu, sem við
birtum í næsta blaði og nefnist „Stormur
yfir Genesaret".
1
L
FORSÍÐAN Á forsiðunni er ein af hinum glæsilegu myndum Birte Dietz úr
myndabókinni „Biblían — rit hennar í myndum og texta". Sjá nánar á bls. 26—27.
í FULLRI ALVÖRU
ER EFTAAÐILD ÆSKILEG?
Fátt er nú meira rætt manna á meðal en vænt-
anleg aðild íslands að EFTA. Ljóst er, að það
er fyrst og fremst iðnaðarins vegna, sem nauð-
synlegt er nú talið að stiga þetta spor. Sjávar-
útvegur og landbúnaður geta ekki lengur tek-
ið við þessu hlutverki. En er þá EFTA-aðild eina
leiðin að því marki?
Ef ákveðinn vilji valdhafa er nú fyrir því að
byggja upp íslenzkan útflutningsiðnað, eru án
efa fleiri leiðir færar en EFTA-aðild. Hins vegar
eru líkur á, úr þvi sem komið er, að EFTA-aðild
sé fljótvirkasta og auðveldasta leiðin, ef rétt
er að farið. Allt of seint varð valdamönnum
þjóðarinnar Ijóst, að ekki yrði hjá því komizt
oð byggja upp þriðja atvinuveg þjóðarinnar,
iðnaðinn.
Samningarnir við EFTA-löndin hafa gengið vel
og varla hægt að búast við, að þeir hefðu getað
orðið okkur hagstæðari en raun ber vitni um.
Hins vegar verður varla sama sagt um undir-
búninginn hér heima. Gera verður geysi víð-
tækar breytingar á aðbúnaði og aðstöðu iðn-
aðarins, ef nokkur von á að verða til þess, að
þessi fyrsta alvörutilraun til þess að gera is-
lenzkan iðnað gjaldgengan á erlendum mörk-
uðum á að takast svo viðunandi sé.
100 milljóna markaðurinn, sem valdamenn
hafa lagt mikið upp úr í umræðum um EFTA-
aðild er ekki aðalatriði. Þetta er tæknilega há-
þróaður markaður og án efa erfitt að hasla sér
þar völl fyrir illa undirbúinn og vanmáttugan
iðnað okkar á stuttum tíma. Vanþekking á sölu-
mennsku, markaðsleit og rannsóknum á sviði
iðnaðar svo og ófullkomin tollalöggjöf og fjár-
málapólitik hér heima verða áreiðanlega erf-
iðasti þröskuldurinn i vegi almenns útflutnings
iðnaðar frá íslandi.
Velvild Norðurlandanna i garð okkar og 1200
milljóna iðnþróunarsjóðurinn, þótt það sé ekki
stór upphæð á nútíma mælikvarða, er það sem
réttlætir EFTA-aðild okkar. Ef vel er á haldið
getur það orðið fyrsta sporið í átt að iðnvæð-
ingu íslands, ekki eingöngu með EFTA-löndin
sem væntanlegan markað, heldur miklu stærri
markaði í framtíðinni.
A.
VIKAN Útgeíandi: Hilmir hf. Ritstjóri: Gylfi
Gröndal. BlaSamenn: Dagur Þorleifsson, Matthildur
Edwald og Ómar Valdimarsson. Útlitsteikning: Hall-
dóra Halldórsdóttir. Auglýsingastjóri: Jensfna Karls-
dóttir. — Ritstjórn, auglýsingar, afgreiðsla og dreif.
ing: Skipholti 33. Símar 35320 — 35323. Pósthólf 533.
Vcrð í Iausasölu kr. 50,00. Áskriftarverð cr 475 kr.
fyrir 13 tölublöð ársfjórðungslega, 900 kr. fyrir 26
tölublöð misserislega. Áskriftargjaldið greiðist fyrir-
fram. Gjaldd. eru: Nóvembcr, febrúar, maí og ágúst.
-------------1
51. tbi. VIKAN 3