Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 4
Jólagjafir
Mjög fjölbreytt úrval:
Af ferðatækjum
Af plötuspilurum
Af segulbandstækjum
Verð frá kr. 1.485,00
Verð frá kr. 2.590,00
Verð frá kr. 5.693,00
HE Laugavegi 47, sími 11575
MIDA
PRENTUN
HILMIR HF
SKIPHOLTI 33 - SlMI 35320
A3 yrkja
Kæra Vika!
Ég þakka þér fyrir allar góðu
sögurnar þínar. Ég freistast allt-
af til að kaupa þig, þó að mér
finnist þú nokkuð dýr.
En nú langar mig til að biðja
þig að upplýsa mig um dálítið.
Ég hef verið að reyna að yrkja
svolítið og datt í hug að gaman
væri að heyra það sungið. Það á
alveg við danslag, sumt af því
að minnsta kosti.
Spurningin er: Hvert get ég
sent það, svo að því verði ekki
fleygt í ruslakörfuna?
Viltu svara mér fljótt.
Með fyrirfram þakklæti.
Ein sem yrkir.
Það er sagt, að alltaf sé vöntun
á góðum dægurlagatextum, og
það sem glymur í eyrum okkar
á hverjum einasta degi í útvarp-
inu bendir eindregið tii þess. —
Ætli eina ráðið sé ekki að setja
sig í samband við innlenda dæg-
urlagasmiði, en þeir eru fjöl-
margir, eins og allir vita. Og ef
þú hefur sett þér æðra takmark
en dægurlögin, þá er reynandi
að hafa samband við Lesbók
Morgunblaðsins.
Hann kemur ekki
heim
Kæri Póstur!
Þú ert stundum slyngur að
leysa úr persónulegum vanda-
málum lesenda þinna, þótt stund-
um vilji reyndar brenna við, að
þér bregðist bogalistin. Að
minnsta kosti finnst mér það.
Svörin eru svo ólík frá þér, að
það hljóta að vera margir menn,
sem svara bréfum lesendanna.
Samt ætla ég að reyna að
skrifa þér í vandræðum mínum
og vona að bréfið lendi í hönd-
unum á einhverjum góðum
manni, sem er svolítið lífsreynd-
ur í hjónabandsmálum og glögg-
ur að koma auga á lausnir á erf-
iðum vandamálum.
Mitt vandamál er í stuttu máli
þetta: Ég hef verið gift í þrjú
ár, en samt kemur það æ oftar
fyrir í seinni tíð, að maðurinn
minn komi ekki heim úr vinn-
unni, strax og henni lýkur, og
láti mig ekki einu sinni vita
hvert hann fari. Það er allt ann-
að en gaman að búast við manni
á ákveðnum tíma, en verða svo
að bíða og bíða kannski svo að
klukkutímum skiptir. É'g hef fyr-
ir sið að hafa kaffi tilbúið á
eldhúsborðinu fyrir manninn
minn, þegar hann á að koma
heim úr vinnunni um sexleytið.
Hann er þá oft glorsoltinn og
finnst erfitt að bíða til klukkan
sjö eftir matnum. Þú getur rétt
ímyndað þér hvernig mér er inn-
anbrjósts, þegar ég sit og bíð eft-
ir honum með ískalt kaffi á eld-
húsborðinu. Um daginn kom
hann ekki heim fyrr en klukkan
ellefu um kvöldið og kvaðst þá
hafa farið í bíó með vinnufé-
laga sínum. Ég sá það á svipnum
á honum, að þetta var ekki satt,
enda hefði hann þá farið í bíó
klukkan sjö og komið heim
klukkan níu.
Ég get nefnt þér ótal dæmi um
þetta, en læt þetta nægja með
þessari sígildu spurningu:
Hvað á ég að gera?
Með fyrirfram þakklæti fyrir
hjálpina.
X —Y.
Slík framkoma er með öllu ófyr-
irgefanleg og við ráðleggjum þér
að setja manni þínum tvo kosti:
Að koma heim á réttum tíma, og
láta þig vita, ef ekki verður kom-
izt hjá að bregða út af venjunni,
— eða segja skilið við hann að
öðrum kosti. Þessi hegðun hans
sýnir, að hann ber ekki minnstu
virðingu fyrir þér og það ætti
engin eiginkona að líða manni
sínum.
Listin að skrifa bréf
Kæri Póstur!
Ég hef lesið þig lengi og eitt
er það, sem vekur athygli mína
í hvert einasta skipti, sem ég
hef lokið lestrinum. Það er sú
himinhrópandi staðreynd, að ná-
lega enginn af þeim sæg lesenda,
sem skrifa þér, er í rauninni
sendibréfsfær! Þetta stafar ekki
af því, að lesendur þínir séu
neitt verri en gengur og gerist
um fólk hér á landi. Nei, sann-
leikurinn er nefnilega sá, að
bréfritun hefur almennt farið
mjög aftur hér á landi. Menn
vanda ekki bréf sín nærri eins
vel og gert var hér áður fyrr.
Það er hreinasta hending, ef
bregður fyrir snjallri lýsingu í
bréfunum eða setningum, þar
sem hnyttilega er að orði kom-
izt. Stíll bréfanna er yfirleitt
lágkúrulegur. Alls konar orð-
skrípi og ónefni, sem hvergi ættu
að sjást á prenti, vaða uppi.
Bréfritarar verða að gera sér
ljóst, að bréf skrifar maður yfir-
leitt á ritmáli en ekki talmáli.
Það er alls ekki sanngjarnt gagn-
vart lesendum af eldri kynslóð-
4 VIKAN
51. tbl.