Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 24
iííiíxíííííSWSSyíxW
lillllii
.......
:gí:$:$:ií:Sxíí:$^
g|||ÍÍ!|||
. : x
i
lilií
Tveir menn elska hina
ríku Batshebu Ever-
dene - Gabriel Oak,
sem átti eigið býli,
þegar hann bað henn-
ar, og hún hryggbraut
hann; en nú er hann
búinn að missa eigur
sínar og starfar sem
ráðsmaður hjá Bats-
hebu, og svo er það
hinn ríki gósseigandi,
William Boldwood,
sem hefir beðið henn-
ar, en fékk ekki ákveð-
ið svar, og síðan hinn
kvennakæri liðþjálfi,
Frank Troy, sem kvænt-
ist Batshebu á laun.
Hann hafði yfirgefið
unnustu sína Fanny
Robin.
8. HLUTI
Þjónustufólk hennar var þarna líklega allt saman komið
Batbsheba gat ekki afborið að
vera lengur þarna inni. Henni fannst
hún varla geta andað. Hún varð að
komast út, til að vera ein með sorg
sína, sorg yfir því sem aldrei var
neitt. Gabriel létti henni byrðirnar
nú.
Hún gekk hægt í gegnum lauf-
hrúgurnar, dró á eftir sér fæturna,
— Það getur verið að hann finn-
ist aldrei, hélt hann áfram. — En
eftir sex ár hafið þér leyfi til að
gifta yður á ný.
— Sex ár! Batsheba brosti angur-
blítt. — Við verðum kannski komin
öll undir græna torfu þá. Það er
langur tími.
— Það er það, en ég get beðið.
— Ég . . . . ég get engu lofað nú,
muldraði hún. — Ég veit ekki einu
sinni hvort ég get hugsað mér að
gifta mig aftur.
— Ég geng fúslega inn á að
veita yður umhugsunarfrest. Ég geri
allt sem þér óskið. Hvenær má ég
eiga von á einhverju svari? Um
jólin?
— Já, svaraði Batsheba, — um jól-
hátt, og bláu augun tindruðu. Hún
naut þess að vera innan um fólk,
og kunni vel við sig í þessum há-
vaða.
Kallarinn ruddi sér braut á svæð-
inu fyrir framan sirkustjaldið. Með
hásri rödd kynnti hann skemmtiat-
riðin, og fólkið æpti og hló, þegar
feita konan lyfti pilsunum og
tveir dvergar gægðust undan þeim.
Batsheba sneri sér undan. Ef til vill
Fjarri heimsins gl
eins og hún hafði gert þegar hún
var barn. Hún gekk áfram, án
nokkurs marks, án þess að sjá, —
án þess að hugsa. En langt í burtu
kom hún auga á nokkra menn, sem
gengu um akra Williams Boldwood
og sáðu haustfræi. Hún sá hann
sjálfan, háan og beinvaxinn, sá sól-
ina glampa á hári hans, þar sem
hann gekk um meðal vinnumanna
sinna.
Þegar hann kom í heimsókn um
kvöldið, tók hún ein á móti honum
í dagstofunni.
— Ég veit að það er ekki tíma-
bært að tala um þetta, sagði William
Boldwood, og hann varð að r.æskja
sig, til að koma upp nokkru orði.
— Hafa þeir fundið ....
— Nei, þeir hafa ekki fundið
hann ennþá, svaraði Batsheba hljóð-
látlega. Hún sat og sléttaði svarta
kniplingana á ermum sínum og leit
ekki upp.
Ef hann kemur ekki aftur, eða ef
lík hans finnst ekki innan þess tíma,
viljið þér þá lofa því að verða kon-
an mín, þegar þessi sex ár eru
liðin?
— Herra Boldwood, ég . . . ó, ég
veit ekki hvað ég á að segja.
— Viljið þér lofa því?
— Ég gifti mig aldrei öðrum
manni! hrökk allt í einu út úr Bats-
hebu. — Ef þér eruð sama sinnis og
nú, viljið fá mig fyrir eiginkonu . . .
ef maðurinn minn kemur ekki aft-
ur . . . . O, nei, þér verðið að lofa
mér að hugsa mig um.
Hvað var það sem kom henni til
að forðast að gefa honum þetta lof-
orð? Hann virti hana fyrir sér, með
ást og tilbeiðslu í augnaráðinu. Hann
var myndarlegur maður, — ríkur
maður, en hún elskaði hann ekki.
Hún vissi það nú. Það gat verið að
henni færi að þykja vænt um hann
með tímanum, — innilega vænt um
hann. Já, það gat skeð.
in skal ég vera búin að hugsa mig
um.
Augu hans Ijómuðu, og hann lyfti
hönd hennar að vörum sér. En þeg-
ar hann var farinn, sat Batsheba
lengi fyrir framan arineldinn, og ís-
kaldar hendur hennar krepptust eins
og í krampa ....
Haustmarkaðurinn var mesti at-
burður ársins og öllum tilhlökkun-
arefni. Allar götur voru troðfullar
af fólki. Við söluborðin reyndu sölu-
menn að yfirgnæfa hvern annan, og
frá gripagirðingunum heyrðist ang-
istarlent baul og einstaka sinnum
vesældarlegt væl í grísunum, þegar
kaupendur lyftu þeim upp, til að
skoða þá vandlega. Hávaðinn náði
þó hámarki sínu á hátíðasvæðinu,
kringum skemmti- og veitingatjöld-
in.
Batsheba leit í kringum sig, þeg-
ar hún gekk að sirkustjaldinu, við
hlið Williams Boldwood. Hún var
svartklædd, en hún bar höfuðið
var það ekki rétt af henni að láta
sjá sig á þessum stað.
En Boldwood brosti og tók fast
um olnboga hennar.
— Eigum við ekki að koma inn?
spurði hann.
— Herrar mínir og frúr, hér sjáið
þið hinn fræga Fortescue höfuðs-
mann, í hlutverki Dicks Thurpin,
sem var frægastur allra skógar-
manna! öskraði kallarinn með
þrumuraust. Komið og sjáið hann
leika listir sínar á hestbaki, og
heyrið hann syngja! Herrar mínir
og frúr, það kostar aðeins eitt penný
aðeins eitt penný að sjá Fortescue
höfuðsmann!
Batsheba kinkaði kolli til Willi-
ams Boldwood. Rétt hjá sá hún
Henery Fray, sem engdist sundur og
saman undan töngum tannlæknis-
ins, og hún sá Jan Coggan og An-
drew troðast áfram til að sjá sem
bezt það sem fram fór. Þjónustu-
fólk hennar var líklega þarna, allir
24 VITÍAN 51-tbl-