Vikan


Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 46

Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 46
Úrval I desemberhefti Úrvals er margt athyglisverðra greina og nokkrar þeirra í tilefni jólanna, eins og til dæmis kafli úr jólapredikun eftir Jón biskup Vídalín og sagan af hinum upprunalega Sankti Kláusi. Að þessu sinni eru tvær stuttar bækur og eykur það fjölbreytni ritsins. Önnur nefnist „Litla kraftaverkið" og segir frá ítölskum dreng, sem gengur á fund páfans í Róm til þess að bjarga því dýrmætasta sem hann á — asnanum sínum. Hin bók- in heitir „Sveitalæknir" og lýsir lífi og starfi héraðs- læknis og afrekum hans við hinar erfiðustu aðstæður. ekki lengur sama konan, reyndi hún að segja. — Þér eruð svo fögur. Djúp rödd hans titraði. — Þér eruð ennþá feg- urst af öllum konum. Ég bið aðeins þess að fá að vera við hlið yðar, vernda yður. Lofið mér því. . . eftir sex ár... . — Herra Boldwood, ég . . . Bats- heba rétti úr sér. Hún varð að taka ákvörðun. — Ef maðurinn minn verður ekki kominn í leitirnar eftir sex ár, þá skal ég verða kona yðar. Ég lofa því. Þá var það sagt. Hún hafði gefið honum það loforð sem hann fór fram á. En hún hörfaði frá honum, þegar hann tók hinn undurfagra hring upp úr vasa sínum, og ætlaði að draga hann á fingur hennar. — Nei, ég get ekki gengið með hring yðar, hvíslaði hún. Augnaráð hans var heitt og ákaft. — Sem tákn um vináttu okkar, sagði hann. — Tákn þess að einhvern tíma verðum við hjón. Hún gat ekki barist á móti hon- um. Hann renndi hringnum á fingur hennar. Og eins og í leiðslu lét hún hann leiða sig inn í danssalinn. Hann var gjörbreyttur, andlit hans Ijómaði, hann var rólegur og bros- andi. Batsheba fann arma hans um mittið, þegar þau dönsuðu. Hann var öruggur og styrkur, hann yrði ábyggilega tryggufr og sterkur förunautur, hann myndi alltaf standa vði loforð sín. Ef til vill var það hinn rétti grundvöllur hjónabands- ins? Kannski var allt hitt sjónhverf- ingar og loftkastalar .... Það varð hlé á dansinum og Bold- wood leiddi hana að stiganum, sem lá niður að forsalnum. Hann lét hana standa kyrra á stigapallinum og gekk hjálfur nokkur þrep niður og vissi hvað hann ætlaði að gera, og hún var skelfingu lostin. En hún gat ekki komið í veg fyrir það. Hún hafði gefið honum ákveðið loforð. — Herrar mínir og frúr! kallaði Boldwood. Ég sting upp á því að við drekkum skál! Brytinn og þjónarnir flýttu sér á vettvang og helltu í glösin. Það heyrðist eftirvæntingarklið- ur meðal gestanna, og allra augu mændu á Bashebu, sem stóð ein á stigapallinum, og á William Bold- wood. Hann var eldrauður í kinnum og anugu hans glömpuðu. En hönd- in sem hélt á glasinu titraði svolítið. Enginn vissi um svartklædda manninn, sem var á leið upp að húsinu. Hann gekk meðfram vagna- röðinni, þar sem ökumennirnir stóðu eða sátu og biðu. Allir horfðu þeir á eftir manninum, en enginn þekkti hann. Hver var hann? Og án þess að hraða göngunni, gekk hann ró- lega upp að aðaldyrunum og barði að dyrum. Það glumdi í dyrahamr- inum, svo að það heyrðist vel í gegnum kliðinn í salnum, og Gunn- ing benti einum þjóninum að opna dyrnar. Maðurinn gekk inn. — Herrar mínir og frúr! kallaði Boldwood, án þess að Kta á þenn- an síðbúna gest. — Lyftið glösunum. Ég vil biðja ykkur að skála fyrir konunni, sem....... — Er frú Troy, konan mín. Frank Troy fleygði af sér svörtu sláinu og gekk fram .... Framhald í næsta blaði. HúsiS meS járnhliSunum Framhald af bls. 49 Það sem varð til þess, að ég staðnæmdist á hraðri göngu minni, var hljóð, sem barst mér skyndilega til eyrna. Ég gat ekki betur greint en að það bær- ist frá steinhúsinu. Opnu glugg- arnir höfðu strax vakið þann grun minn, að Rees væri ef til vill að vinna, þótt ótrúlegt hlyti það að teljast. Eftir að ég hafði hevrt hljóðið var ég hins vegar ekki í neinum vafa um það. Ekki veit ég hvernig á því stóð, en mér varð strax órótt innanbrjósts. Ef til vill stafaði það af fyrri reynslu minni af þessu dularfulla steinhúsi. En ég vildi ekki trúa því að óreyndu að Rees mundi aftur bregðast reiður við eins og þá, þótt ég vogaði mér að ónáða hann við vinnuna. Hann hlyti að minnsta kosti að verða strax aftur eins og hann átti að sér, þegar hann heyrði ástæðuna til þess, að ég var strax komin aftur. En samt. . . . Á meðan ég stóð enn kyrr og hikaði, heyrði ég rödd segja á bak við rimlana. Verkir, þreyta í baki ? DOSI beltin hafa eytt þrautum margra. ReyniS þau. Remedia h.f LAUFÁSVEGI 12 - Sjmi 16510 Ég heyrði orðin greinilega, svo að það var ekki um að villast: — Hver er það? Hver er þarna úti? Málrómurinn var einkennileg- ur í hæsta máta. Það var engu líkara en maðurinn væri dauða- drukkinn eða þá svona máttfar- inn. Allt í einu datt mér segulband- ið í hug. Ef til vill gat hugsazt að hér væri um svona einkenni- lega tilviljun að ræða. Ef til vill voru þessi orð ekki ætluð mér. Hvað sem því leið, þá hafði sett að mér beyg við að heyra þau og ég tók þá ákvörðun að snúa frá og halda áfram mína leið að ibúðarhúsinu okkar. Þá heyrði ég stunið þungt og átakanlega: —- Ó, guð minn góður. Það varð þögn andartak. Ég var svo skelfingu lostin, að ég hélt niðri í mér andanum. Þá hélt röddin áfram: — Svaraðu mér. Hver er þarna úti? Kaldur sviti spratt fram á enni mínu og ég tók að skjálfa. ’glugga tjalda e£ni„ LAUGAVEGI 59 SlMI 18478 QuðbrAiidsstoffl Hins íslenzka Biblíufélags Hallgrímskirkju — Skólavörðuhæð — Reykjavík Sími 17805 Opið alla virka daga nema laugardaga kl. 2—5 e.h. Verðskrá yfir bœkur Biblíufélagsins: BIBLÍAN, stærri gerð, ib................... kr. 500,00 — — — ób...................... — 250,00 — minni — ib...................... — 340.00 NÝJA TESTAMENTIÐ / vasaútgáfa: Nr. I /skinnband .......................... — 245,00 — II/skinnband .......................... — 175,00 — III/leðurlíking ........................ — 95,00 LÆKNIR SEGIR SÖGU, Lúkasarguðspjall þýtt úr frummálinu 1965—67 ............................... — 186,00 ABÓKRYFAR BÆKUR Gamla testamentisins, Rvík 1931 á kostnað HÍB, ób.............. — 150,00 FYRSTA BÓK MÓSE (Genesis), Rvík 1899 á kostnað HÍB, ób.......................... — 50,00 AFMÆLISRIT HÍB 1815—1965 — 100,00 — Útsöluverð án söluskatts — 46 VIKAN «• tbl-

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.