Vikan


Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 11

Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 11
menningur gerði sér það.tæplega ljóst, og reyndi að lifa eftir ein- kunnarorðum Douglas Fairbanks „lifið lífinu hlæjandi". Garbo endurspeglaði kvíða og taugaveiklun, undir rólegu yfir- borði. Með list sinni, kenjum, en kannski af slembilukku, fór hún að festast í hugum fólks sem rómantísk, einmana sál, sem þraukaði gegnum hættur og yfir- vofandi tortímingu. En sannleikurinn er sá, að Greta Garbo, þessi heimsmynd einmanaleikans, hefur yfirleitt gert allt það sem henni hefur þóknazt, ferðazt um heiminn að eigin geðþótta, séð allt sem hana hefur langað til að sjá. En henni hefur tekizt að varðveita þá dul- arfullu hulu, sem alltaf hefur hvílt yfir lífi hennar, síðan hún hætti að leika í kvikmyndum, og það er líklega hennar glæsileg- asta hlutverk... . Hvernig hefur hún svo farið að þessu? Aðallega með því að vera sí og æ á öðru máli en almenn- ingur. Hún átti marga vini og kunningja, sem hún hafði stöð- ugt samband við. jafntímis því að hún lofsamaði einveruna. Hún iék í kvikmyndum, sem urðu heimsfrægar, en hélt því fram að það hefði verið hreinasta plága, Hollywood væri mótfallin öllu sem héti list, og að Holly- wood væri sér fangelsi. Hún sigldi um öll heimsins höf, á glæsilegum lystisnekkjum, og sagði að það var hundleiðinlegt. Líf hennar var hennar stærsta hlutverk. . . . Og þetta hlutverk fór hún að leika fyrir alvöru, þegar hún hitti Mauritz Stiller. árið 1923. Stiller og Victor Sjöström, sem voru frægustu leikstjórar Svía, á dögum þöglu kvikmyndanna, voru að undirbúa töku kvik- myndarinnar, sem varð stærsta ævintýri Stillers, „Gösta Ber- lings Saga“ eftir Selmu Lager- löf. Stiller hafði valið Lars Han- son í titilhlutverkið. En hann hafði ekki fundið neina leikkonu, sem honum fannst passa í hlut- verk Elísabeth Dohna. Gustaf Molander, vinur hans og sam- starfsmaður, stakk því að honum að hann skyldi líta á unga stúlku, Gretu Gustafson, sem var nem- andi í leikskóla sænska þjóð- leikhússins (Dramaten). Það sem svo skeði er kunnara en frá þurfi að segja. Þegar Stiller sá hana í fvrsta sinn, sagði hann: — Unefrúin er of feit. En þrátt fyrir öll auka- kílóin gekk allt að óskum. Eftir frumsýninguna, svaraði Stiller, þegar hann var spurður hver léki Elisabeth Dohna: — Hún heitir Greta Garbo, og hún á eftir að verða mesta leikkona okkar. Hann varð óneitanlega sannspár. Kvikmyndagagnrýn- andinn Jack Kross, skrifaði í Newsweek, mörgum áratugum síðar, eftir að hann hafði séð Framhald á bls. 33.

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.