Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 9
mSTAYMAN BJARGAM JRSEHNU
RG RHNUNRM HENNAR TRlf
Josephine Baker er ekki einungis þekkt sem söngkona, heldur og
fyrir að safna að sér fósturbörnum, tólf alls, af hinum og þessum
kynþáttum, í þeim tilgangi að sýna og sanna að vandræðalaust sé
fyrir fólk af ólíkum uppruna að lifa saman í sátt og samiyndi. En
svo komst listakonan í skuldir, og í fyrra var hún borin úr höll sinni,
Les Milandes, og sat þá heila nótt berfætt á tröppunum, hafandi
hvergi höfði sínu að að halla.
Úr þeim vandræðum rættist þó. í dag eru hún og „regnbogabörn-
in“ hennar setzrt að í hvítu sex herbergja húsi, Villa Maryvonne, í
smáborginni Hoquebrune á Miðjarðarhafsströnd Frakklands. Villan
er ekki eins stór og höllin sem þau bjuggu í áður, en það bætir upp
að frá henni er prýðileg útsýn yfir sólglitrandi öldur Miðjarðar-
hafsins og auk þess er stór trjágarður við húsið, upplagður leikvöll-
ur fyrir yngri börnin. Þessar dásemdir eiga Jósefína og börnin henn-
ar að þakka Grace furstafrú af Mónakó.
Þegar furstaynjan frétti af vandræðum Jósefinu, skrifaði hún
henni og bauð henni til sín ásamt öllum börnunum. Skyldu þau
búa hjá henni í mánuð, en að þeim tíma liðnum yrði áreiðanlega
farið að rætast eitthvað úr. En fljótlega komst furstaynjan að því
Jósefína sat heila nótt á þrepunum.
Þetta er sannkallaö ævintýri. Jósefína Baker og
fósturbörn hennar tólf voru á götunni og áttu
hvergi höfði að að halla. En Grace furstaynja
af Monaco gaf þeim hús.
að Jósefína var enn verr á vegi stödd en hana hafði grunað í fyrstu.
En Grace var náttúrlega of mikil höfðingskona til að láta sér bregða
við það. Þau Rainier höfðu upp á húsi fyrir hana, keyptu það fyrir
eigin reikning og fengu mublur lánaðar hjá Rauða krossinum í
Mónakó, en þau eru verndarar hans. Jósefína hafði að vísu fengið
lánuð húsgögn hjá kunningjum sínum í París, en þau komust ekki
til suðurstrandarinnar í tæka tíð vegna járnbrautarverkfalls.
— Ég er svo hamingjusöm, sagði Jósefína. — Nú þurfum við að
minnsta kosti ekki að bera kvíðboga fyrir morgundeginum.
Það var orðið henni nýnæmi, því að eftir að hún var borin út úr
höllinni hafði hún um langt skeið árangurslaust leitað að húsi til
leigu í París eða nágrenni, jafnvel úti í þorpum á landsbyggðinni.
En alls staðar var það sama sagan: þegar húseigendurnir vissu hver
leigjandinn var neituðu þeir annaðhvort að hleypa henni inn eða
margfölduðu leiguna. Jósefína var alveg að fara á taugum út af
þessu. — Ég hélt að þetta endaði með því að ég yrði að betla, sagði
hún, — og það hefði ég gert ef allt annað hefði þrotið, til að hafa
ofan af fyrir mér og börnunum.
Uppboðið sem haldið var í höll hennar var raunar hneyksli. Henni
hafði tekizt að skrapa saman upphæð fyrir því sem hún skuldaði,
en hún lagði fram ávísun í réttinum, sem lánadrottnarnir höfðu
stefnt henni fyrir, og dómarinn neitaði að taka slíkt gilt, vildi fá
greiðslu í peningum. Vinir Jósefínu þutu út með ávísunina og fengu
henni skipt í banka, en þegar aftur kom fyrir réttinn sagði dómar-
inn kuldalega að greiðslufresturinn væri útrunninn og yrði upp-
boðið því að fara fram.
En svo kom Grace furstynja eins og dís í þjóðsögu og bjargaði
öllu við. *
Listakonan fræga og börnin hennar tólf. Þau eru sem sjá má af flestum
helztu kynþáttum veraldar.
.
: ^ ' ■>:
;.,
::
5i. tbi. VIKAN 9