Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 40
★ Frístandandi
★ Auðvelt í uppsetningu
★ Hvorki skrúfa né nagli
★ Úr teak, eik, palisander
★ Hillur úr tré eða gleri
★ Sérstaklega útbúið fyrir
verzlanir og skrifstofur
PIRA-SYSTEM EINKAUMBOÐ Á ÍSLANDI
ÁRMÚLA 5
HÚS OG SKIP HF.
SÍMAR 84415 - 84416
3
ww
©AUCLÝSINGASTOFAN .
SKEMMTISOGUR
FRÁ SÖGUSAFNI HEIMILANNA
ÁSTIN SIGRAR eftir Marie
Sophie Schwartz er ósvikin
ástarsaga, viðburðarik og
skemmtileg. Hún hlaut strax
geysimiklar vinsaeldir, er hún
kom út, en hefur verið ófáan-
leg árum saman. ÁSTIN SIGR-
AR er eftir sama- höfund og
VINNAN GÖFGAR MANNINN
og er ekki siður áhrifamikil
og spennandi. Verð kr. 350,00
+ söluskattur
AÐALHEIÐUR eftir C. Davies er
saga byggð á sannsögulegum
viðburðum. Þetta er einhver
hugðnæmasta ástarsaga, er út
hefur komið á íslenzku og
verður henni helzt likt við
Systur Angelu, er út kom hjá
sama forlagi í fyrra og er um
það bil uppseld. — Verð kr.
350,00 + söluskattur.
HEIÐARPRINSESSAN eftir E.
Marlitt kom út fyrir nokkrum
árum, en er löngu ófáanleg.
Þetta er saga ungrar stúlku,
sem elzt upp á afskekktu
sveitabýli, en flyzt til borgar-
innar og kynnist þar nýju um-
hverfi — og ástin kemur til
sögunnar. Einkar hugljúf og
skemmtileg saga fyrir ungar
stúlkur. Verð kr. 350,00 +
söluskattur.
j'oJ
ingu og kallaði þá fallbyssufóð-
ur, en hann sá um að þeir fengju
það sem þeir þurftu. Það mátu
þeir, og ekki síður hitt að þeir
uppgötvuðu skjótt að þessi tutt-
ugi og sex ára gamli foringi
þeirra kunni öllum betur að leiða
þá til sigurs — og herfangs. Hann
kunni líka að hrífa þá með hag-
lega orðuðum ávörpum, og með-
al þeirra varð rustaskapurinn
honum ekki til trafala. Þvert á
móti færði þessi ágalli hann nær
hinum óbreyttu og ómenntuðu
dátum.
Nokkurn þátt í sigrum Bona-
partes átti sú staðreynd, að hann
fyrirleit hjartanlega öll alþjóða-
lög um hlutleysi og annað slíkt,
og hernam samvizkulaust jafnt
hlutlaus ríki og þau, sem form-
lega voru í stríði við Frakka.
Eins og fyrr hefur verið komið
að var hann enginn séntilmaður.
Hann hóf verk sitt með því að
hernema Piedmonte, aðalland
konungsríkisins Sardiníu, síðan
tók hann Langbarðaland með
Mílanó. í febrúar 1797 lagði hann
undir sig Páfaríkið og réðist síð-
an inn í erfðalönd keisarans í
Vín. Fjárhirslur og listaverka-
söfn hinna sigruðu ríkja voru
vendilega rænd og rupluð, og
kom það sér prýðilega til að
rétta við hinn bága fjárhag
franska lýðveldisins. f þessari
herferð urðu frægastar þær orr-
ustur Napóleons er kenndar
eru við Lodi, Arcole og Rivoli.
Eftir Lodi-bardaga varð til
um hann sögn sem minnir
á Karl tólfta; hann réðist þá
sjálfur í fararbroddi manna
sinna yfir brú, sem óvinirnir létu
skot dynja á. Fullyrtu sumir
manna hans að kraftaverk væri
að hann skyldi sleppa óskrámað-
ur úr þeim leik.
Þegar her Napóleons ógnaði
Vín, lét keisarinn sig og samdi
frið við Frakka í Campo Formio.
Austurríki lét þá af hendi við
Frakkland Flandur og Mílanó,
en fékk í skaðabætur Feneyjar
ásamt Dalmatíu. Feneyjar höfðu
að vísu haidið sér hlutlausum í
stríðinu, en ekki settu stórveldin
það fyrir sig, Yfirleitt skipaði
Napóleon málum á Ítalíu eins og
hann væri þegar einvaldur
Frakka en ekki hershöfðingi í
þjónustu lýðveldis þeirra. Hann
bjó til úr obbanum af Norður-
ftalíu franskt leppríki, er kallað-
ist Kísalpínska lýðveldið. Hann
hélt hirð í höll nokkurri skammt
frá Mílanó. Þar sáust þá þegar í
kringum hann margir þeirra
manna, sem urðu síðar kjarninn
í stórher hans: riddaraliðsforing-
inn Murat, skrautgjarn og hé-
gómafullur, sem hafði orðin „fvr-
Ir heiðurinn og frúrnar“ grafin í
sverð sitt eins og riddari frá
krossferðaöldinni, múrarasonur-
inn Augereau, kauðskur og blót-
andi, Berthier, lítill og ljótur,
síðar herráðsforingi Frakkakeis-
ara, hinn fáorði Soult, sem lengst
þvældist fyrir Wellington á
40 VIKAN «■ tbl-