Vikan


Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 29

Vikan - 18.12.1969, Blaðsíða 29
Litil eða stór, græn eða rauð, sæt eða súr . . . . einhver hlýtur að hafa búið til þessi epli. Eða urðu þau bara til af sjálfu sér? Er ríkjandi í veröldinni máttur hins góða og máttur hins illa? Er líf eftir dauðann? Er guð til? Tilefni þessara hugleiðinga er Ijóðlína í vinsælu lagi, ,,Litt!e Green Apples“. Fyrsta Ijóðlínan í laginu er svona „God didn’t make the iittle green apples . . . .“ - „guð bjó ekki til litlu grænu eplin . . . .“ Hvað finnst mönnum nú um þessa staðhæfingu. Hvað hefur popp-fólkið til málanna að leggja? í brezku unglingablaði birtust nýlega viðhorf nokkurra þekktra hljómlistarmanna við þessu, og við birtum þau hér. Stan Webb úr hljómsveitinni Chicken Schack: — Þegar þú kemst á gamals ald- ur, ferð þú að líta á dauðann sem nokkuð, sem er óhjákvæmilegt, og þannig er því vissulega varið. Ég held, að tilveran á jörðinni sé and- leg, og þegar maðurinn deyi, taki við önnur andleg tilvera. Jörðin er nokkurs konar tilraunasvæði; fyrir sjálfan þig, þína lífsveru. Ég held, að enginn viti, hvers vegna við er- um hér, en á meðan við erum hér, verðum við að gera það bezta úr öllu. Það er ekki til neins að óttast dauðann, vegna þess að við munum deyja hvort eð er. — Ég held, að í Nýja Testament- inu hafi upphaflega verið fjallað um snilling, ekki um heilaga persónu. Síðan hafi rithöfundar endurritað það, og síðan aftur skribentar og prestar eftir því sem árin liðu, þar til það var orðið ýkt. Nýja Testament- ið er heillandi aflestrar, en ég held, að kraftaverkin hafi verið búin til og séu ímyndanir byggðar á ein- földum hlutum. — Þegar líkaminn deyr, þá ertu dáinn, horfinn — en andinn heldur áfram að vera til. — Andar eru til; Ég trúi staðfast- lega að svo sé. Eftir að hafa sótt fjölmarga miðilsfundi og lesið fjöld- ann allan af bókum eftir guðfræð- inga, miðla og vísindamenn, trúi ég því statt og stöðugt að þeir séu til og sæki heim þessa plánetu, jörðina. lan Anderson úr hljómsveitinni Tethro Tull: — Þetta með trúna er dálítið skrýtið. Að minni hyggju felst það í trúnni á Guð í hverju Ijósi menn sjá staðreyndir lífsins. Guð er skýr- ing á öllu sem við getum akki skil- ið, og sú mynd, sem Guð tekur á sig, er algerlega undir hugarfari einstaklingsins komin og því sem hæfir bezt tjáningarmáta hans. — Þess vegna finnst mér það ganga viti fjær, þegar ég verð var við það, að fólk er að reyna að þröngva sínum sérstöku skoðunum upp á aðra. Lífið er gjöf, sem allt of fáir kunna að meta. Ég hef alltaf lifað lífinu eins og mér hefur fund- izt rétt, og ég býst við, að ég finni til einhvers konar ábyrgðartilfinn- ingar af þeim sökum, sérstaklega nú, þegar mér er Ijóst orðið, að annað ungt fólk hlustar á mig. Mig langar að segja því, að það eigi að njóta þess sem lífið hefur upp á að bjóða og að það eigi að láta drauma sína rætast. Rig Lee úr hljómsveitinni Ten Years After: — Ég trúi því ekki, að manns- hugurinn hafi öðlazt slikan þroska, að hann skilji hið dulræna í kring um sig. Aður fyrr notaði maðurinn tákn á sama hátt og Kristur notaði samlíkingar — einfaldar og augljós- ar sögur, til þess að skýra hugmynd- ir. Svo dæmi sé tekið má nefna, að til þess að gefa einhverjum hug- mynd um eilífðina, eitthvað, sem hefur hvorki byrjun né endi, bend- um við á hring eða höggorm, sem gleypir afturendann á sér. Höfuðið er byrjunin, og afturendinn er end- irinn, en þegar þetta sameinast eru byrjun og endir eitt og hið sama. Við höfum óljósa hugmynd um þann mátt, sem mannshugurinn býr yfir, og skyggnilýsingar færa okkur heim sanninn um annað líf. Trúarbrögð í þeirri mynd sem við þekkjum þau nú, munu ekki verða árið 2000, og sá páfi, sem nú situr á páfastóli, mun að líkindum verða hinn síðasti. — Mannkynið er á valdi æðri máttarvalda, sem bíða þess, að maðurinn þróist. Guð býr innra með hverjum manni, andlegt afl, og mátt- ur þess er meiri en trúa má. Næstu milljón ár mun maðurinn smám saman færa sé í nyt þennan mátt, eftir því sem hugurinn þróast. Eins og nú standa sakir, notar maðurinn Yn hluta af heila sínum á sínu skamma lífshlaupi á jörðinni. Það, sem á vantar, er eins og sá hluti ís- jaka, sem er undir yfirborði sjávar. Mick Abrahams úr hljómsveitinni Blodwyn Pig: — Ég trúi á Guð, en ég er þó ekki sama sinnis og flestir hvað það snertir. Það þarf meira til en aðeins að segjast trúa. Það er erfitt að út- skýra þetta, en ég er sannfærður um, að það hlýtur að vera einhvers konar máttur yfir okkur. Samt sem áður, er ég dálítið efins, vegna þess að ég veit ekki, hvaðan sá máttur er kominn. — Ég trúi því, eindregið, að Krist- ur hafi verið til, að hann hafi verið mjög góður maður og að það hafi verið tilviljun ein, að hann var dauð- legur. Mín skoðun er svo til hin sama og kemur fram í Gyðinga- trúnni, að hann hafi verið góður lærifaðir. Með því að halda því fram, að hann hafði verið Guðsson- ur, var hann í rauninni ekki að skrökva. Hann var kominn af ein- hverju máttugra en menn höfðu nokkurn tíma séð — hann var mesti öðlingur en píptur niður. — Hvað snertir annað líf, trúi ég á anda. Ég held ekki sé annað líf eftir þetta, þar sem við erum á kreiki í fullu fjöri. En andar eru til. Það hafa heiðarlegir miðlar sannað. Ég held, að þeir komi fram í orku frá heilanum, sem sé á sveimi eftir dauðann. 51 ■tbl VIKAN 29

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.