Vikan - 30.07.1970, Qupperneq 6
NÝTT FRÁ DU PONT
Með nýja „RALLY"*bílabóninu frá
Du Pont má bóna bílinn á aðeins OtFiÖKO
1/2 klst. Reynið„RALLY"*strax í dag. sfmfS178
• skrásett vörumerki Du Pont
IGNIS—
KÆLISKÁPAR
IGNIS kæliskápar
með djúplrysti
ATH.: Afþýðing úrelt (Óþörf), meö innbyggðum rakagjafa,
sem heldur ávallt mat og ávöxtum ferskum. FULLKOMIN einangrun!
A. Stærra innanmál, B. Sama utanmál.
Hæð Breidd Dýpt
Samt. lítr. Frystih. Cub-fet cm cm cm Staðgr. Afb. ? út+ 6 mán.
225 — 38 L 7,9 141 49,5 60 21.220.— kr. 22.600.—
275 — 53 L 9,7 151 54,5 60 23.172.— kr. 24.612 —
330 — 80 L 11.6 155,5 60 68 33.020.— kr. 34.943 —
400 — 95 L 14,1 155.5 71 68 37.325.— kr. 39.435.—
RAFTORCm
VIÐ AUSTURVÖLL
SÍMI 26660
Þetta líkar mér ekki
Kæri Póstur!
Þannig er mál með vexti að
ég er hrifin af strák.
En hann vill ekkert með mig
hafa nema þegar hann er full-
ur, en það vil ég ekki. Hann vill
til dæmis sjaldan koma með mér
út, en þegar við förum út þá
finnst mér hann þurfa að líta í
allar áttir, það er eins og hann
skammist sín fyrir mig, eða
þetta finnst mér.
Ég hef séð hann með annarri
stelpu, og þá ætlaði ég að segja
honum upp, en hann tók ekki
mark á mér.
Svo þegar hann er fullur, þá
hringir hann um hánótt og þetta
líkar mér ekki.
Ég vil ekki segja honum upp.
Hvernig er skriftin og staf-
setningin?
Með fyrirfram þökk.
Ein í vanda.
Málin standa þannig, eftir því
sem bezt verður skilið á bréf-
inu, að drengurinn gefur heldur
lítið fyrir þig, en finnst sjálf-
sagt þægilegt að geta gripið til
þín þegar hann hefur ekki ann-
að. Hann gerir sér efalaust ljóst
að þú ert skotin í honum og hef-
ur enda reynslu fyrir því að
hann þarf ekki annars við til að
vinna bug á mótstöðu þinni en
„taka ekki mark á þér“.
Ef þú lætur við þetta sitja, má
búast við óbreyttu ástandi um
lengri eða skemmri tíma, en það
endar tvímælalaust með því að
hann missir þennan litla áhuga,
sem hann hefur á þér enn. Ef þú
hins vegar segðir honum upp og
hann gerði sér ljóst að þar væri
alvara á ferðum, er hugsanlegt
að hann færi að taka meira mark
á þér en hann nú gerir og um-
gangast þig með meiri virðingu.
En þótt svo færi að uppsögnin
yrði til þess að það slitnaði upp
úr þessu á milli ykkar fyrir fullt
og allt, þá ætti skaðinn að vera
bættur — þér líkar ekki núver-
andi ástand, eftir því sem þú
segir, en þér er nokkurn veg-
inn óhætt að bóka að það batn-
ar ekki ef þú heldur áfram að
vera jafn leiðitöm við drenginn
og hingað til. Skriftin er þokka-
leg, en stafsetningin heldur klén.
Martröð
Líf þessarar stúlku, sem ég
skrifa um, hefur verið hrein
martröð. Ekki kannski alltaf, en
oftast. Hún er nú orðin tuttugu
og sex ára. Hvað hefur iífið gef-
ið henni sem hún getur elskað?
Ekkert nema litludrenginahenn-
ar.
Þegar hún var nítján ára fór
hún að hata og hatar enn. Hún
elskar mann, og haldið þið að
hann sé góður maður? Nei, hann
á ekki skilið að vera elskaður.
Og faðir hennar eyðilagði líf
hennar með því að gera hana
hrædda, frá því hún var lítii
stúlka. Stundum var hún yfir
sig hrædd er hún sá föður sinn
æstan og fullan, þá sló hann
móður hennar, sló allt og braut.
Þá hljóp litla stúlkan út, hvort
sem það var dagur eða nótt.
Hún stóð úti í kuldanum oftast
berfætt og horfði heim og beið.
Ætti hún að þora inn, skyldi
pabbi vera sofnaður? Þessu
fylgdi stöðug martröð og hræðsla
við allt. Svo varð hún fulltíða
stúlka. Þá kom maðurinn sem
hún elskar til sögunnar. En það
fór illa, hann var líka vondur
maður. Og aftur byrjaði hræðsl-
an og flóttinn; hún var hrædd
við hann eins og föður sinn sem
lamdi móður hennar. En samt
elskar hún þennan mann og
hræðslan og martröðin heldur
sjálfsagt áfram meðan hún lifir.
Kæra Vika, viltu birta þessa
martröð ef þú hefur áhuga.
D.D.D.
Við þetta hefur Pósturinn svo
sem engu að bæta, enda ekki
farið fram á það af hálfu bréf-
ritara. Þetta er óbrotið neyðar-
óp, sem vitnar um þá illsku sem
allsstaðar virðist nálæg í mann-
lífinu og verður varla aldauða
fynr en með manninum sjálf-
um.
Það er veriS aö
stríða okkur
Kæri Póstur!
Ég hef skrifað þér áður og
fékk mjög gott svar.
Nú vona ég að þú getir leyst
úr vanda mínum sem fyrst.
Ég er hrifin af strák, en mér
finnst hann taka því sem gríni
þegar verið er að stríða okkur,
ég meina, hann heldur að það
sé vitleysa að ég sé hrifin af
honum. Hann er sjálfur að stríða
mér, ég meina, kalla mig ástin
og elskan án þess að meina það.
En samt finnst mér hann horfa
á mig og á eftir mér og krakk-
arnir segja að hann sé oft að
tala um mig (ég veit ekki hvort
6 VIKAN
31. tbl.