Vikan - 30.07.1970, Side 16
Ný og spennandi framhaldssaga
Eftir ELIZABETH BARR 1. hluti
Ef ég hefði ehki hjálpað
snyrtilegu, gömlu
konunni, sem hrasaði
og féll á gang-
stéttina ... Ef ég hefði
ekki farið á bak við
hana og látið
hana halda að ég
væri einskonar
húshjálp á Tarn ... og
umfram allt: - ef ég
hefði sagt nei,
þegar hún bauð mér
vinnu hjá sér...
Já, þá hefði líf mitt
orðið öðruvísi.
Meðal annars hefði ég
sloppið við að verða
fyrir morðtilraunum ...
Það er oft undarlegt hvernig
atvikin geta gripið inn í daglegt
líf. Það þurfti ekki annað til að
gerbreyta lífi mínu, en að ég
hjálpaði gamalli konu, sem féll
á gangstéttinni. Ef ég hefði þá
vitað hvað fyrir mér átti að
liggja, hefði ég líklega orðið
hrædd... .
Seabridge er notalegur sumar-
dvalarstaður við ströndina, og
einn sólbjartan sumardag ók ég
þangað frá Tarn House, til að
kaupa ýmsar nauðsynjar. Ég var
í slitnum og upplituðum galla-
buxum, gömlum ilskóm og í
rauðköflóttri blússu. Mamma
hefði ekki verið ánægð með
þennan klæðaburð, en hún og
stjúpfaðir minn voru á sumar-
ferðalagi í Grikklandi og ætluðu
að vera þar í þrjá mánuði.
Ég hafði margt að þakka. Ég
var tvítug, grannvaxin með
brúnt, liðað hár. Ég er líka eig-
inlega alltaf sólbrún. Augu mín
eru grá, en nefið og munnurinn
of stór, svo ég hefði ekki verið
nein fegurðardís, þótt ég hefði
reynt að gera mig stásslega, eins
og mamma vildi að ég væri.
Ég var rétt búin að ljúka er-
indum mínum, þegar það skeði.
Gamla konan hafði ekki meitt
sig, en hún var svo utan við sig
eftir fallið, að ég kom henni inn
á veitingahús, sem var þarna rétt
hjá.
Það kom í ljós að hún hét frú
Mede, og hún hafði sérkennilega
bjartan hörundslit, eins og marg-
ar eldri konur hafa, og mjúkt,
silfurgrátt hár. Ég sagði henni að
ég héti Serena Buckley og að ég
bvgei á Tarn House, en það var
næsta spurning hennar sem kom
öllum misskilningnum af stað.
Hún spurði hver ætti Tarn
House og ég svaraði: — Cromer
maiór. Ég hefði auðvitað átt að
bæ^a því við að hann væri
stjúpfaðir minn, en hún varð
fyrri til með spurningu sína, svo
það að ég bætti ekki þessurri
tveim orðum við, varð til að
breyta lífi mínu.
Hvaða vinnu hafið þér þar?
spurði hún, og skyndilega fannst
mér þetta æðislega skemmtilegt
og langaði til að leika það hlut-
verk, sem hún hafði fengið mér
upp í hendurnar. Ég bjóst held-
ur ekki við að sjá hana framar.
- Ja, svona sitt af hverju,
sagði ég. — Ég ek bíl, mér þykir
gaman að vinna í garðinum, það
er geysistór garður á Tarn; —
ég fer alls konar erindi og geri
svona það sem til fellur. Cromer
majór og konan hans eru í
Grikklandi núna, og verða þar í
þrjá mánuði.
— Jæja? Hún var hugsandi
um stund, en svo sagði hún
skyndilega: Þér verðið að
koma heim með mér og borða
hádegisverð!
Núna? sagði ég heimskuleg
á cvininn. Það er ómögulegt,
ég er svo illa til fara.
- Vitleysa! Það er enginn
heima hjá mér, nema konan, sem
hjálpar mér á daginn. Nicholas
sonur minn kemur ekki heim í
mat, hann er augnasérfræðing-
ur við Meyersbridge sjúkrahús-
ið, og hinn sonur minn, Liam, er
leirkerasmiður og býr þar sem
hann hefur vinnustofu sína.
Auðvitað endaði það með því
að ég lét undan. Vesalingurinn,
hún var líklega einmana, hugs-
aði ég, og þess utan yrði þetta
skemmtileg saga að segja
mömmu og Ian, þegar þau kæmu
heim. Ég náði í bílinn og hjálp-
aði henni upp í hann. Hún held-
ur líklega að húsbændur mínir
eigi bílinn, hugsaði ég og hló
með sjálfri mér. Hún sagði að
við þyrftum að fara yfir ána, en
þar var „fínni“-hlutinn af Sea-
bridge, þar var seglbátahöfn,
klúbbhús og nokkur einbýlishús,
en þegar hún sagði mér að nema
staðar fyrir utan gríðarstórt hús,
með geysi stóru smíðajárnshliði,
varð ég næstum lömuð. Ég hefði
svo sem mátt segja mér það
sjálf, eftir þeim skartgripum,
sem frú Mede bar, að ekki var
líklegt að hún byggi í einu af
litlu húsunum við kirkjuna, en
samt hefði ég aldrei getað búizt
við þessu. Ég fann til þess hvern-
ig ég var til fara, jafnvel litli,
rauði bíllinn minn, var sem
móðgun við þetta hús.
Við komum inn í stóran og
svalan forsal, þar sem miðaldra
kona í nylon slopp, var að gljá-
fægja maghoníborð.
— É'g er með gest í matinn,
frú Danby, sagði frú Mede.
- Já. Ég er með skilaboð til
yðar, frú. Það var hringt sím-
skeyti frá London, meðan þér
voruð úti. Kona herra Nicholas
kemur eftir tvo daga. „Savalle
kemur heim“, stóð í skeytinu.
Það varð undarlega hljótt í
forsalnum. Frú Mede varð ná-
föl, og það leit út fyrir að líða
myndi yfir hana, en þegar ég
rétti ósjálfrátt fram höndina,
áttaði hún sig og hristi höfuðið.
Það var eins og hún vildi ekki
viðurkenna að hún hefði fengið
alvarlegt áfall.
l(i VIIvAN 31tbI