Vikan


Vikan - 30.07.1970, Page 18

Vikan - 30.07.1970, Page 18
En um leið sá ég einhverja ákveðna forvitni í augum frú Danby, eins og hún hefði mikið hugsað um þessa fjarverandi Savalle. Við borðuðum á veröndinni, og aðdáun mín á velhirtum garð- inum virtist gleðja frú Mede. En ég fann allan tímann að það var eitthvað sem angraði hana og það var ekki erfitt að geta sér þess til: >,SavaIle kemur heim“. Ég endurtók þessi orð í hugan- um, og mér fannst kaldur vind- ur blása inn á veröndina. - - Langar yður til að sjá hús- ið? spurði frú Mede, þegar við vorum búnar að borða, og auð- vitað sagðist ég hafa löngun til þess. Tarn House var notalegt hús, með blómum, bókum og góðum stólum, en þetta hús var ein- hvernveginn stíft og óheimilis- legt, þótt það væri mjög smekk- lega búið gömlum húsgögnum og verðmætum málverkum. Ég tók sérstaklega eftir einu herbergi. Það var á þriðju hæð og tók yfir lengd hússins, með glugga í báðum endum. Það lá stigi upp að þvi frá endanum af ganginum á annarri hæð, og hafa þessar afleiðingar. Hún yrði líklega reið, við mig, ef ég segði henni sannleikann. — Þér þurfið ekki að ákveða þetta strax, bætti hún við. — Hugsið um það og hringið svo til mín á morgun, þá getum við. . . . Hún þagnaði. Gegnum opnar útidyrnar sáum við báðar stór- an, svartan bíl, sem nam staðar fyrir utan hliðið. — Þetta er Nicholas! sagði frú Mede áköf. - - Ég bjóst ekki við honum svona snemma. Þegar hann steig út úr bíln- um, sá ég hve hávaxinn hann var, hár og þrekinn, með þykkt, svart hár, sem sýnilega átti það til að liðast. Andlits- drættirnir voru skarpir. Hann hreyfði sig liðlega og það var ekki fyrr en hann kom í dyrn- ar að ég sá að það voru þreytu- drættir kringum dökkblá augun og hörkusvipur við munninn. Ég hugsaði með mér að líklega væri ekki létt að vinna fyrir hann. Vesalings hjúkrunarkonurnar. En þá brosti hann til móður sinnar, og ég sá mér til undr- unar að hann varð ótrúlega blíð- ur á svipinn. Hún brosti á móti, en var eitthvað óróleg, eins og Nicholas, sagði frú Mede, ég hef boðið ungfrú Buckley vinnu hjá mér. Hún getur ekið bíl, hjálpað mér í garðinum og búið til mat. ... Ég hlustaði, skelfingu lostin á útskýringar hennar. Ég hefði notið þess að leiðrétta villuna, því að ég sá að hinn hávelborni herra Nicholas varð ennþá þyngri á brúnina. - Slíkt er ekki hægt að ákveða svona allt í einu, mamma, sagði hann stuttaralega. — Fröken Buckley var að fara, hvað Hann þrammaði að hliðinu, á undan mér. Ég sá hve móðir hans var vonsvikin, svo að þessa stundina hafði ég megna andúð á honum. Hann var svo hroka- fullur þessi herra Nicholas. Hélt hann virkilega að mig langaði til að vera í návist hans? Hann opnaði bíldyrnar og sagði lágt: — Móðir mín er svo fljótfær, ungfrú Buckley. — Yður finnst ekki að ég sé hæf til starfsins? spurði ég frekjulega. — Mér finnst það ekki. Svo horfði hann á gallabuxurnar mínar og það sagði hvers vegna þegar við komum niður, sá ég að hægt var að læsa ganginum, sem lá að stiganum. Það var ein- hver einangrunarsvipur yfir þessari hæð, og mér fannst ekki notalegur andi yfir þessu. Þegar ég þakkaði frú Mede fyrir matinn og að sýna mér hús- ið, sagði hún: — Það er sjálf- þakkað, — þér voruð vingjarn- leg og hjálpsöm. Við stóðum í forsalnum og hún lagði höndina á arm mér. Ég heyrði að frú Danby var að ganga frá í eldhúsinu. Það var ósköp friðsælt þarna, en frú Mede var greinilega óróleg. —- Gætuð þér hugsað yður að fá vinnu hér á High Trees, spurði hún allt í einu. Ég starði á hana. — Þér sögðuð að Cromer majór og frúin yrðu fjarverandi í þrjá mánuði, — gætuð þér ekki hugsað yður að vera hér á með- an? Þér getið ekið bíl, það get ég ekki. Þér getið hjálpað mér í garðinum og með sitt af hverju, og ég skal greiða yður gott kaup, ungfrú Buckley. Bros hennar var svo innilega hlýlegt að ég skammaðist mín fyrir að þessi leikur minn skyldi 18 VIKAN 31 tbI hún væri um það bil að flytja honum slæm tíðindi. — Nicholas, þetta er Serena Buckley, — hún hefur verið svo notaleg við mig. .. . Gleður mig að kynnast yð- ur. Hann var mjög stífur og það var langt frá því að hann ætti bros í fórunum handa mér, öðru nær! Hann leit meira að segja með vanþóknun á klæðnað minn, og fannst þetta örugglega ekki vera sæmandi búningur. Ef hann hefði ekki verið svona merki- legur með sig, þá hefði ég getað samþykkt það. Mér leið ónotalega undir þessu kalda augnaráði, meðan frú Mede sagði frá því hvernig fund- um okkar bar saman. Ég er þakklátur yður fyrir aðstoðina við móður mína, ung- frú Buckley, sagði hann, þegar hún hafði lokið frásögn sinni. Hann kinkaði kolli og horfði beint í gegnum mig. Hann var gamall, að minnsta kosti í mínum augum. Líklega 35 ára, með þó nokkur grá hár við gagnaugun. En þess vegna þurfti hann ekki að tala við mig eins og krakkakjána, en það fannst mér ég vera þessa stund- ina. hann hafði á móti mér. Mér lánaðist að bíta í tung- una á mér og segja ekki neitt. Hvers vegna? Vegna þess að ég var þá búin að fá þessa æðis- gengnu hugmynd. Ég gat vel tekið að mér þetta starf, þó ekki væri nema til að sýna honum svart á hvítu að ég væri fær um sitt af hverju! Ég var komin yfir brúna, þegar ég sá að ég hafði gleymt tösk- unni minni, þegar Nicholas Mede hafði eiginlega rekið mig út. Ég fór út úr bílnum aftur og gekk til baka yfir brúna. Utidyrnar stóðu opnar ennþá. Ég heyrði að frú Danby var ennþá að, og ég sá hvorki Nic- holas eða móður hans, en þegar ég læddist inn að borðinu í for- salnum, þar sem taskan mín lá, heyrði ég til þeirra í herberginu fyrir innan. — . . . en þú ert rík, sagði Nicholas hægt. —■ Hún er lík- lega mjög sniðug, og ætlar sér að mata krókinn. — Nei, því trúi ég ekki! Ein- manaleikinn er ekki svo slæm- ur, Nick, en það er annað.... Mig langar til að hafa einhverja manneskju hjá mér, því að Sa- valle kemur eftir tvo daga. Það kom skeyti, meðan ég var úti. Ég hélt að hún kæmi ekki aftur í þetta sinn, Nick. Það varð löng, löng þögn. Savalle kemur! Það var eins og þessi orð bergmáluðu í hljóðu húsinu, yrðu hærri og hærri. — Eftir tvo daga! Mér varð hrollkalt. Það var eins og sólin væri horfin, kaldir og dimmir skuggar legðust yfir húsið. Ég hafði aldrei haldið að ég væri hjátrúarfull, en nafnið ,,Savalle“ eitt, hafði svo undar- legan hljóm. Ég hafði aldrei heyrt þetta nafn áður. Þegar Nicholas loksins svar- aði, var röddin mjög þreytuleg. — Við gætum neitað að taka á móti henni. Ef þetta verður þér ofviða, skal ég... . — Nei, Nick! Það getur ekki gengið! Geturðu ekki ímyndað þér hvernig hún myndi hefna sín á okkur, — þú getur ímynd- að þér hvert hneyksli það yrði í smábæ eins og þessum. Ég skal reyna að þola hana, Nick. — Hve lengi eigum við að umbera hana? spurði hann þunglega. — Svo lengi sem hún notar þessa aðferð. Hér er mjög ró- legt, hún verður fljótlega þreytt á því og þá fer hún fljótlega, sagði frú Mede með sannfæringu. — En á meðan — ef ég hefði stúlkuna hjá mér. . — Þú átt við ungfrú Buckley! sagði hann stuttaralega. — Ég held því fram að þar skjátlist þér, en ef þú vilt endilega fá hana til þín, þá. .. . Ég læddist út úr húsinu, og ' hljóp alla leiðina að bílnum. Sa- valle! Savalle! Nafnið hljómaði í eyrum mér. Það höfðaði til hugmyndaflugs míns, og samtal- ið sem ég hafði hlerað, vakti ennþá meiri athygli mína. Ég var jafnvel farin að vorkenna Savalle. Nicholas elskaði líklega ekki konu sína, — og Nicholas var ekki aðlaðandi maður. Ég var ennþá fjúkandi vond út í hann, fyrir þau orð sem hann viðhafði um mig. Það gat verið spennandi að vera þarna í hús- inu um tíma, já, jafnvel í þrjá mánuði, hugsaði ég og var grip- in einhverjum æsingi. Það erfiðasta yrði Stuart Kimberley. Hann var hægri hönd pabba í fyrirtækinu, þrí- tugur, hár og ljóshærður, með glaðleg blá augu, og við vorum ciginlega hálf trúlofuð. Stuart kom næsta kvöld. — En Serena, ertu alveg brjáluð? sagði hann þegar ég sagði hon- um hvað ég hefði í huga, og ég sagði honum líka að ég væri bú- in að hringja til frú Mede og ætl- aði að byrja að vinna hjá henni á mánudag. — 'Það er engin ástæða fvrir þig til að fara að vinna hjá þessu fólki! Ef þú ert einmana, meðan Ian og Julía eru erlendis, getum við bara gift okkur strax.

x

Vikan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.