Vikan


Vikan - 30.07.1970, Síða 21

Vikan - 30.07.1970, Síða 21
Ilann er tákn þess sem koma skal í Ameríku. Hann er „sjáli'gerður“ maður, alinn upp í fátækrahverfi, en komst í háskóla með ríkisstyrk. Sumsstaðar er honum líkt við John F. Kennedv. Hann hefir mikla persónutöfra til að bera, er víðsýnn og fær fólk til að hlusta á sig. En lengra er ekki hægt að fara í þeim samanburði, því að Carl B. Stokes er forsvarsmaður nýjunga í amerískum stjórnmálum; hann er blökkumaður. Hann er fyrsti þeldökki borgarstjóri í stórborg, nefnilega Cleveland, Ohio. En hann er ekki blökkumannaleiðtogi, eins og Martin Luther King eða Malcolm X. — Eg trúi á samvinnu kynflokkanna, segir Stokes. Framtíð blökkumanna (og hinna hvítu) liggur í samvinnu og skiln- ingi, ofar hinum þröngu kynþáttaskilum: sameinuðum Bandaríkjamönnum, sem taka höndum saman til jafnréttis fvrir alla! Það er vegna skoðana hans sem stjórn- málamenn álíta hann hentugan samherja Edwards Kennedy, við forsetakosning- arnar 1976. Kennedynafnið er ekki sér- lega hátt skrifað eins og er í Ameriku, en Bandaríkjamenn eru fljótir að glevma, segja þeir sem þykjast vita bezt, og Kennedy er maðurinn við næstu kross- götur. Ekki sízt ef hann hefir þeldökkan mann, sem varaforsetaefni. Stokes var persónulegur vinur Johns F. Kennedy og hitti hann oft. Og með- an Johnson var forseti, var Stokes líka tíður gestur í Hvíta húsinu. Og þegar Xixon var kjörinn forseti, var Stokes mjög framarlega í fylkingum demokrata. En hvað segir þessi vinsæli borgar- stjóri sjálfur um framtíðarhorfurnar til að ná toppstöðu í amerískum stjórn- málum? — Eg hefi lieyrt fólk tala um mig í sambandi við forsetakosningarnar 1976. Það fólk verður að svara sér sjálft. Per- sónulega hefi ég ekki óskað eftir að verða varaforsetaefni. Það var mitt tak- mark að verða borgarstjóri hér í fæð- ingarborg minni. Þessu takmarki hefi ég náð og ég ætla að gera allt, sem á mínu vakli stendur, til að betrumbæta það ástand, sem hér liefir ríkt og frægt er að endemum. Þetta er kannske svar, sem við er að búast af reyndum stjórnmálamanni, sem veit hvenær hann verður kallaður. Stok- es veit að liann græðir lítið á því nú, að láta nefna sig í sambandi við varafor- setaembættið. Ameríka er ekki ennþá móttækileg fyrir slíka framvindu mála. Líklega hefði hann ekki unnið borgar- stjórakosningarnar, nema vegna þess að 40 prósent kjósenda í Cleveland eru blökkumenn, Ennþá er þróunin sú að Ameríkanar kjósa eftir litarhætti og trú- arskoðunum. Það er langt þangað til sælúríki Stokes verður að veruleika; þjóð, þar sem hörundslitur skiptir ekki máli, og kösnir verði menn og málefni í stað flokka. Frá blökkumannahverfinu. Hvernig hefir maður eins og Carl B. Stokes, ungur blökkumaður frá einu versta blökkumannahverfi Clevelands, komizt svona langt? I upphafi leit ekki vel út. Hann fædd- ist 21. júní 1927 í Central Cleveland, götu þar sem fátæklingunum var hrúgað saman. Faðir Carls vann í þvottahúsi, en áð- ur en Carl varð tveggja ára lézt hann, og frú Louise Stokes varð ekkja, ineð tvo syni á framfæri, Carl og Louis, eldri bróður hans. Þetta var á kreppuárunum, þegar mannkosta og kunnáttufólk. átti erfitt með að fá vinnu og varð að halla sér að því að betla eða að fá styrk frá opinber- um aðilum. Móðir Carls stritaði dag og nótt, hún tók hvaða vinnu.sem var að la, aðallega við þvotta og heimilisstörf. Drengirnir hjálpuðu eins vel og þeir gátu, með því að bera út blöð og sendast fyrir kaupmeiínina í nágrenninu. En þegar launin dugðu ekki fyrir fæði, varð frú Stokes að leita á náðir þess opinbera. — Ég man þá daga, Guð minn góður! Við Louis urðum að hafa prik með okk- ur, til að komast áfram í þvögunni við dyrnar hjá fátækrahjálpinni, til að fá dagskannnt af mat og mjólk. Þarna voru glorsoltnir strákar í stórum hópum, og þeir svifust einskis, ekki einu sinni að berja þá minni máttar, til að ná í skannntinn þeirra. Við vorum ekki allt- af snyrtilegir, þegar við komum heim úr slíkum bardögum, rifnir og blóðugir. En venjulega komumst við heim, með okk- ar skammt! Þegar ég óx úr grasi, datt mér í hug að það væri gott að læra box, enda kom það á daginn, bæði til að berja frá sér og til að sýna á kappleikjum. A háskóla- árunum vorum við einir fjórir, sem unn- um fyrir okkur með því að sýna box, og svo fórum við út í negrahverfin og skor- uðum á stráka í slag. Það var heilmikið veðjað, en það var ólöglegt og líklega hefði okkur verið vísað úr háskólanum, Framhald á bls. 36. Borgarstjórinn veit að tækifæri amerísku blökkumannanna eru hjá þeirri kynslóð, sem nú er að vaxa upp. og hann lætur ekkert tækifæri ónotað til að tala við unglingana. 31 1bI VIKAN 21

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.