Vikan


Vikan - 30.07.1970, Síða 22

Vikan - 30.07.1970, Síða 22
Elmyr de Hory vissi svo sannarlega hvað hann gerði. Hann einbeitti sér að því tímabili er hann þekkti bezt. Hann var sjálfur barn þess tímabils, og hafði alizt upp við svipaðar kringumstæður og lært á sömu skólum og listamennirnir, sem hann fals- aði. Aðra listamenn fofðaðist < hann að falsa. Hann hafði verið kunningi eða góður vinur Légers, Vla- mincks, van Dongens, Pi- cassos og Derains. Og jafnvel undir það síðasta, þegar Fern- and Legros varð æ kröfuharð- ari við hann, málaði hann að- eins mótíf sem hann þekkti frá því í gamla daga, svo sem Modigliani-höfuð og Matisse- konur. Elmyr hafði sjálfur mest gaman af málverkum af and- iitum og líkömum fólks, og sá áhugi grundvallaði „listsigra“ hans. Venjulega er ekki erfitt fyrir listsala að þekkja fölsun frá ekta verki með því einu að athuga línur í eyra, flík eða hendi. Lélegri falsari en El- mvi- hefði aldrei komizt langt með nektarmyndir og por- trett. Listsalarnir höfðu rétt fyrir sér þegar þeir litu á Ma- tisse- og Picasso-teikningar Elmyrs og sögðu: -Já, þetta er verk atvinnumálara og meist- ara. Sjálfur taldi Elmyr að sér færi stöðugt fram í að líkja eftir Matisse, einkum eftir að hann fór að kanna línurnar í myndum meistarans gegnum stækkunargler. Þegar hann falsaði myndir Matisses frá elliárum hans, gerði hann sér upp pínulítinn handskjálfta til að ekkert vantaði á. Það dugði til að plata jafnvel beztu listsala. Þá kemur að nýjum þætti í sögu Elmyrs, þætti þar sem mjög kom við sögu fyrrnefnd- ur Fernand Legros, fyrrver- andi dansari frá Egyptalandi, og skjólstæðingur hans og Iærisveinn frá því á unglings- árum, Réal Lessard. Stund- um voru þeir svarnir haturs- menn, en stundum stórvinir og ákafir þátttakendur í sam- kvæmislífi auðslæpingja. Þeim tókst að selja málverk Elmyrs á verði, sem hann hafði aldrei látið sig dreyma um. Og gróðann notuðu þeir til að komast í sambönd, sem líkleg voru til að gefa af sér mesta hugsanlega gróða. Eins og svo margt annað í lífi Elmvrs komu þessir þokkanáungar til hans alveg óvænt og óumbeðið. Vesæld- arleg mótmæli hans voru til einskis, þegar þeir einu sinni höfðu uppgötvað að hann var gæs, sem gat orpið gulleggj- um. Eftir að Fernand hafði gert fyrstu viðskiptin fyrir Elmyr, selt þrjár Matisse-Iitógrafíur, lánaði Elmvr honum baðker- ið sitt og forsvaranlegan al- klæðnað. „Og rakaðu þig og hafðu sokkaskipti,“ sagði El- myr. „Að vísu er vonlaust að þú getir nokkurntíma litið út eins og siðaður maður, en það er að minnsta kosti óþarfi fyr- ir þig að lykta eins og róni!“ Seint og um síðir hafði Fernand fundið sína réttu hillu í lífinu. Hann var gædd- ur þeim fortöluhæfileikum og hafði í fingurgómunum þá næmu tilfinningu fyrir við- skiptum, sem fólk í Miðjarð- arhafsbotnum hefur þróað með sér í þúsundir og aftur þúsundir ára. Hann seldi myndir Elmyrs jafnharðan og hann náði þeim frá honum. Eða jafnvel áður en þær höfðu verið málaðar. Þessari merki- legu þrenningu tókst með undravcrðurn hraða að dreifa franskri tuttugustualdarlist um þá Ameríku, sem var sjúlc í hefðartákn gamla heimsins. Gjöfulasta mjólkurkýr Le- grosar var olíukóngur frá Texas, sem árin eftir 1960 eignaðist verk eftir alls fjöru- tíu og sex franska meistara, samtals að áætluðu verðmæti yfir milljón dollara. Þessi oliu- dólgur hefur þar með það sér til ágætis að hafa átt heims- ins mesta safn af íölsuðum Braque eftir Elmyr. listaverkum. „Fernand hefur fisksblóð í æðunum,“ and- várpaði Elmvr. Þegar hér var komið voru alltaf á málverkunum toll- stimplar, vottorð frá fyrrv.er- andi eigendum og yfirlýsing- ar frá sérfræðingum um list. Þennan þátt falsananna sá Réal Lessard um. Hann náði smámsaman svo mikilli leikni í þessu að hann fór líka að merkja verkin fyrir hönd listamannanna. „Hann skrif- ar Vlaminck ósköp klunna- lega,“ kvartaði Elfnyr. Smámsáman vandist Elmyr þessum ógeðslega félagsskap og varð um síðir frekar ánægður með hann. Sjálfum hafði honum yfirleitt gengið illa, þegar hann reyndi fyrir sér sem listsali. Hann hafði oft vakið grunsemdir, meðal annars vegna þess hve hann verðlagði lágt. T upphafi þessa áratugs var FBI orðin s\-o nærgöngul við hann að hann ákvað að fara til Evrópu. Þótt hann hefði grun um að Fernand hefði af honum í viðskiptunum, þótti honum ekki ráð að rjúfa fé- lagsskapinn við hann á þeim forsendum. Þeir Fernand og Réal settust að i París, en El- myr valdi sér bústað á Tbiza, eftir að liafa hugsað sig vel um. Þetta var heldur afskekkt eyja, en þó með flugsamgöng- um tengd því ólgandi megin- landslífi sem Elmyr vildi allt- af halda einhverju sambandi við. íbúamir voru bæði frumbyggjar, glaðvært fólk óg vingjarnlegt, og slitrur úr úr- kynjuðum samkvæmis- og men ninga rlífskj arna Evrópu. 22 VIKAN 31-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.