Vikan


Vikan - 30.07.1970, Síða 25

Vikan - 30.07.1970, Síða 25
-\ ÁSTARÆVINTÝRI FRÁ ALSÍR EFTIR GUY DE MAUPASSANT himni. Ég íyrir mitt leyti ei'ast um það. En hin tegundin af ástinni, sú líkamlega, sem hvað sem öllu líður hefur sitthvað gott við sig, já, meira að segja mjög margt gott, — hún er mjög fullkomin í þessu loftslagi hér. Sjáðu til, þessi hiti hér, þetta eilífa glóandi loft, sem setur óróa í blóðið á manni, þessir kæfandi vindar úr suðri, þessi undarlega tilfinning stígandi og fallandi hita frá eyðimörk, sem er svo nærri okkur, þessir þreytandi heitu suðaustanvindar, sem í sjálfu sér eru verri en eldur, þessi eilífa tilfinning af hitageislun frá heilum veraldarhluta, þar sem hver smásteinn er glóðhitaður af hiuni stóru og voldugu sól, — allt ]>etta fer í blóðið á manni, verkar á líkamann og lokkar fram djúpið i manneskjunni. En svo að ég víki nú aftur að sög- unni. Það var ekki meining mín að lýsa öllu ferðalagi mínu um þessar slóðir, heldur hef ég frásögnina þegar ég kom til Bougie. Þegar ég steig fæti á þennan hríf- andi stað, varð mér strax ljóst, að hérna myndi ég hafa langa viðdvöl. Umhverfis sér maður víðan hring af mjóum og undarlega löguðum fjalla- toppum, og hringurinn er svo þröng- ur, að hafið sést varla. Blátt vatnið, sem er undarlega tært, og himinninn, sem er svo blár, að það er engu líkara en hann hafi verið málaður tvisvar, tevgja sína undarlegu fegurð yfir allt. Það er eins og himinn og haf spegli sig hvort í öðru. Bougie er staður gamalla minja. Strax við fyrstu sýn kemur maður auga á skrautlegar rústir, sem minna á skreytingu í óperu. Það er gamla höfnin Sarrazine, sem nú er vaxin allt í kring af bergfléttum. Og í öllum átt- um finnur maður rústir af rómversk- um múrum, brot af sarrazinskum minnismerkjum og leifar af arabiskum byggingum. Ég leigði mér lítið moriskt hús of- arlega á staðnum. Þú þekkir svoleiðis bústaði, — ég hef oft sagt þér frá þeim áður. Það eru engir gluggar á framhliðinni og garður á bakvið, sem sér manni fyrir nægilegu Ijósi. A neðri hæðinni er stórt og svalt herbergi, þar sem maður dvelst á daginn, en fvrir ofan er herbergi þar sem maður held- ur til á næturnar. Ég vandist fljótt á lifnaðarhætti staðarbúa, þ.e.a.s. eftir hádegisverð- inn tók ég mér hvíldina þeirra, siesta. Það er dauði tíminn í Afríku, þegar menn anda varla, — tíminn, þegar stræti og torg eru auð, — þegar öll veröldin sefur, eða að minnsta kosti reynir að sofa, og það eins léttklæddl^ og mögulegt er. I herberginu mínu hafði ég stóran og mjúkan legubekk, þar sem ég lagði mig á ])essum dauða tíma — næstum ’pví í „Adamsklæðum“ einum saman. En mér kom aldrei dúr á auga, því að satt að segja þjáðist ég svo mjög af þessum óviðráðanlega óróa. Æ, kæri vinur, það eru til tvenns konar óþægindi í þessari veröld, sem ég vona að þú þurfir aldrei að reyna: Annað er skortur á vatni, hitt kven- mannsleysi. Hvort skyldi verra vera? Ég veit það ekki. Á eyðimörk mundi maður gera hvað sem væri fvrir eitt glas af fersku vatni. En hvað vildi maður ekki, sérstaklega við vissar að- stæður, gera fyrir eina vel vaxna og fjöruga stelpu? Það er enginn skortur á stelpum hér í Afríku. Þvert á móti úir og grúir af þeim, en svo að ég haldi áfram samlíkingunni: Þær eru jafn hættulegar og heilsuspillandi, eins og eitt af hinum viðbjóðslegu vatns- bólum í Sahara. Það gerðist dag nokkurn að ég. — óstyrkur eins og venjulega, — revndi að blunda örlítið, en gat það ekki með nokkru móti. Fæturnir á mér skulfu og ég velti mér á hina hliðina og aftur á þessa — fullur óróa og angist. Að lokum þoldi ég þetta ekki lengur, stóð á fætur og gekk út. Þetta var í júlímánuði, — einn brennandi heitan eftirmiðdag. Gang- stéttirnar voru svo heitar, að maður hefði getað ristað brauð á þeim. Skyrtan límdist við kroppinn á manni og við sjóndeildarhringinn sást hvít þoka. Það var hin heita gufa suðaust- anvindanna, sem steig upp. Eg gekk niður að hafinu, fór með- fram höfninni og kom að þeim stað, þar sem baðströndin er. Þar er skóg- ur og nokkrir klettar í flæðarmálinu. Eg sá ekki nokkra manneskju, ekk- ert bærðist, engin skepna gaf hljóð frá sér, allt, hið órólega haf virtist sofa undir sólinni. Skyndilega varð ég var við að eitt- livað bærðist bak við einn af klettun- um, sem stóð úti í flæðarmálinu. Þeg- ar ég sneri mér við sá ég stórvaxna, nakta stúlku. Vatnið náði henni upp að mitti. Hún var að baða sig og hef- ur sjálfsagt haldið, að í þessum gróf- lega hita, mundi hún áreiðanlega vera ein á baðströndinni. Ilún sneri höfð- inu út að hafinu og gekk nokkur skref áfram, án ])ess að sjá mig. Engin sýn í veröldinni gat verið dásamlegri: Þessi fallega stúlka í vatni, sem var gagnsætt eins og gler, og umvafin þessu undarlega sólarljósi. Hún var sannarlega falleg, dásamlega falleg, vöxturinn eins og á myndastvttu. Eg vissi, að hún mundi ekki geta falið sig þarna til eilífðar. Þess vegna settist ég í sandinn og beið. Að lok- um gægðist hún og ég sá hvernig kol- svartir lokkar hennar bylgjuðust. Hún var með stóran munn og þykkar var- ir. Augun voru óvenjulega stór. Hún minnti mig á gamalt fílabein, hvort SUMARSAGA VIKUNNAR 3i. tbi. viivAN 25

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.