Vikan


Vikan - 30.07.1970, Síða 27

Vikan - 30.07.1970, Síða 27
að heitur andardráttur hennar gerði yi'irskeggið mitt rakt. — Það er til þess að ég eignist minningu. Þegar hún sagði er, dró hún r-ið lengi. Það var eins og bergmál í klett- um. Eg skildi ekki hugsanagang henn- ar. Hún lagði arma um hálsinn á mér og sagði: — Sjáðu til! Þegar þú ert ekki lengur hér, þá verð ég að ímynda mér, að þú sért hér. Og þegar ég kyssi manninn minn, verð ég að ímynda mér, að hann sé þú. R-in í framburði hennar voru nú harðari og lengri en nokkru sinni fyrr. Ég spurði og það var ekki laust við, að ég væri dálítið hrifinn og upp með mér: — Þú ert skrýtin. Mér finnst miklu betra að vera hér heima hjá mér. Eins og gefur að skilja, var langt frá því, að ég væri sólginn í að koma og dvelja undir þeirra hjóna þaki. Slíkt er einmitt þesskonar rottugildrur, sem einfeldningar geta fest sig í. En Mar- roca bað og þrábað og grátbað mig: — Ég ætla bara að sýna þér, hvað ég elska þig heitt, vinurrrrr. Nú hljómuðu r-in hennar rétt eins og þegar bumbuslagari slær bumbu sína hratt og mikinn. Mér var óskiljanlegt, hversvegna hún þráði þetta svo mjög. Eg skildi ekki hugsunina að baki, en smátt og smátt læddist sá grunur að mér, að í henni leyndist djúpt hatur til eigin- mannsins. Eg fór að ímynda mér, að hetndarlöngun hennar fengi útrás í því að vera með öðrum karlmanni á heimili hans, innan um húsgögnin hans og í hans eigin rekkju. Eg spurði þess vegna: — Maðurinn þinn hlýtur að vera mjög vondur við þig. Hún setti upp móðgunarsvip. — Nei, alls ekki! Hann er mjög góður við mig. — En þú elskar hann ekki? Hún leit á mig stórum undrunar- augum: — Jú, víst. Eg elska hann hræði- lega mikið, — en ekki eins mikið og þig; Ég varð ennþá rnglaðri eftir þetta svar og þegar ég reyndi að hugsa og fá samhengi í þetta allt saman, þrýsti hún á mig kossi og hvíslaði: — Þú kemur, ekki satt? Eg neitaði, og hún tók klæði sín og fór. Hún kom ekki í aðra átta daga. Ní- daginn birtist hún allt í einu á þrösk- uldinum á herbergi mínu og sagði: — Nú kemur þú heim til mín. Ann- ars fer ég fyrir fullt og allt. Eg neitaði og hún fór. Hún kom ekki í aðra átta dag. Ní- unda daginn kom hún, stóð skyndi- SUMARSAGA VIKUNNAR 3i. tbi. VIKAN 27

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.