Vikan - 30.07.1970, Page 28
Ég skreið eins langt og ég
gat undir rúmið. Hún
flýtti sér í eldhúsið. £g gat
heyrt að hún opnaði
skáphurð og lokaði henni. Svo
kom hún aftur og hafði
eitthvað meðferðis ...
£g hafði setzt á eitthvað kalt,
og þar sem ég var
léttklæddur, fann ég þetta
mjög greinilega. £g sneri
mér við og sá þá,
að ég hafði setzt á gljáandi
eldhúshníf...
lega á þröskuldinum í herbergi mínu
nákvæmlega eins og í fyrra skiptið
og sagði:
— Nú kemur þú í kvöld. Ef þú
gerir það ekki, þá fer ég.
Atta dagar, kæri vinur, — það er
langur tími í Afríku. Það er óhætt að
segja, að hér séu átta dagar mánuður
miðað við tímatalið heima. Og þú
verður að fyrirgefa, en ég stóð á fæt-
ur og hrópaði:
— J a.
Þau bjuggu nálægt höfninni í litlu
og lágu húsi. Eg gekk fyrst í gegnum
eldhús, þar sem sýnilegt var, að þau
hjónin borðuðu og sté síðan inn í
snoturt herbergi með hvítkölkuðum
veggjum. Það var hreinlegt og prýtt
ljósmyndum af ættingjum. Sömuleið-
is voru þar pappírsblóm. Marroca var
frá sér numin af gleði. Hún hoppaði
og dansaði í kringum mig og hrópaði
hvað eftir annað:
— Nú ertu hjá okkur! Nú ertu hjá
okkur!
Ef ég á að vera hreinskilinn, þá verð
ég að segja, að mér leið ekki rétt vel.
Ég var órólegur. Eg var staðráðinn í
að skilja ekki eftir í þessu ókunna húsi
neinn hlut, ekki eina einustu spjör,
sem gæti komið upp um allt saman
og gert bölvun. En það var ekki við
það komandi. Marroca fékk vilja sín-
um framgengt.
Smátt og smátt öðlaðist ég mína
sálarró og mitt öryggi. Eg lét Mar-
rocu ráða, en reyndi þó eftir mætti
að sýna henni fram á karlmannlega
yfirburði mína. Mér heppnaðist þetta
svo vel, að ekkert gerðist í tvo tíma,
nema hvað við ræddum saman. Þá
var skyndilega barið að dyrum og
karlmannsrödd kallar:
— Marroco, ]rað er ég!
— Það er maðurinn minn. Flýttu
þér og feldu þig undir rúminu.
Ég skreið eins langt og ég gat und-
ir rúmið. Hún flýtti sér i eldhúsið.
Eg gat heyrt, að hún opnaði skáp-
hurð og lokaði henni. Svo kom hún
aftur og hafði eitthvað meðferð'is,
sem ég sá ekki hvað var. Hún setti
það í flýti einhvers staðar. Maðurinn
hennar var nú orðinn óþolinmóður,
en Marroca kallaði á móti:
— Eg finn ekki eldspýturnar.
Og strax á eftir:
— Nú er ég búinn að finna þær.
Komdu inn!
Hún opnaði.
Maðurinn gekk inn. Ég sá ekkert af
honum nema fæturna, en ef allt ann-
að hefur verið í samræmi við þær, þá
hlýtur hann að hafa verið risi.
Ég heyrði nokkra kossa, síðan hlát-
ur og þá sagt á Marseille-málýzku:
— Ég gleymdi dálitlu og fékk leyfi
til þess að fara aftur og sækja það.
Þú hefur náttúrlega verið sofandi og
hefur sofið fast.
Hann gekk að náttborðinu og leit-
aði að því, sem hann hafði gleymt.
Marroca fleygði sér í rúmið og tevgði
sig. Hann laut yfir hana og ætlaði að
faðma hana að sér, en hún stuggaði
honum frá sér.
Stóru fæturnir voru nú svo nálægt
mér, að heimskuleg og óútskýranleg
löngun gagntók mig. Mig langaði til
þess að hreyfa varlega við þeim. En
mér tókst að stilla mig og bæla þessa
tilfinningu niður.
Það virtist ekki hafa nein áhrif á
manninn, þótt honum heppnaðist ekki
að láta vel að Marrocu. Hann gafst
upp og sagði án minnstu reiði:
— Þú ert, óþekk í kvöld, elskan.
Bless!
Ég heyrði kossasmell og stóru fæt-
urnir hreyfðust. Ég gat séð trénagl-
ana í skónum, þegar þeir hurfu. Hann
gekk út úr herberginu og útidyrnar
voru opnaðar á ný.
Sloppinn!
Ég skreið úr fylgsni mínu, niður-
dreginn og auðmjúkur, en Marroca
hoppaði og dansaði í kringum mig,
hló og klappaði saman lófunum. Eg
lét mig falla niður í stól, en ég þaut
upp úr honum aftur í hendingskasti.
Ég hafði setzt á eitthvað kalt, og þar
sem ég var léttklæddur, fann ég þetta
mjög greinilega. Ég sneri mér við og
sá þá, að ég hafði setzt á gljáandi eld-
húshníf. Hvernig hafði hann komizt
þangað? Ég hafði ekki séð hann fyrr
urn kvöldið.
Marroca, sem hafði séð, þegar ég
spratt í örvæntingu upp úr stólnum,
var hreinlega að deyja úr hlátri. Hún
beygði sig og hélt um magann og
hló og hló.
Ég gat ekki annað en látið þá skoð-
un mína í ljós, að mér fyndist gleði
hennar yfir þessu atviki síður en svo
viðeigandi. Við höfðum jú fyrir stuttu
síðan verið í lífshættu. Mér rann enn
þá kalt vatn milli skinns og hörunds,
svo að það var ekki að furða þótt
hlátur hennar særði mig.
Framhald á bls. 50.
SUMARSAGA VIKUNNAR
28 vikan *bL