Vikan


Vikan - 30.07.1970, Síða 29

Vikan - 30.07.1970, Síða 29
Hvað varð eiginlega af Jó- hanni Salvator af Toscana? Þetta var spurning, sem alls staðar kvað við, þegar Jóhann Salvator erkihertogi fór frá Austurríki árið 1890. Það hefur aldrei fengizt svar við þessari spurningu. Sagnarit- arar, söguskáld, blaðamenn og kvikmyndaframleiðendur hafa velt þessu fyrir sér og reynt að hafa upp á sannleikanum um þennan dularfulla mann. En enginn veit neitt fyrir víst! Það hafa margar sögur verið á kreiki um það hvert hann hafi lagt leið sína. Sumir halda því fram að hann hafi falið sig í London, aðrir að hann hafi far- izt á Norðurs.iónum og ennþá aðrir þóttust hafa séð hann í Kairo og á Rivierunni. Á Mall- orka á hann að hafa verið, líka í Ohio, í spænsku klaustri, á bú- garði í Argentinu og á veitinga- húsi í Berlín. Og í Kristiansand! Trúi þvi hver sem vill. Það gekk fiöllun- um hærra í litla bænum í Suður- Noregi árið 1945. Ástæðan fyrir þessari frétt var prentmynda- gerðarmaður, sem hét Hugo Koehler. í „Aftenposten" kom þessi grein: ..Rétt áður en hann (Hugo Koehler) dó. 6. maí í ár (1945), fékk hann dóttur sinni, Gudrun, Ivklana að iárnskríni, sem hann hafði alltaf passað vandlega og gætt þess að enginn kæmist að bví hvað skrínið hafði að geyma. Það var hægt að opna þetta skrín aðeins á einn hátt, og það kenndi hann dóttur sinni. Eftir lát Koehlers, var skrínið opnað í \dðurvist fiölskyldunnar. Það sýndi sig að innihalda. fyrir utan hirðmannatal, veski með ýmsum skiölum, sem sögðu frá því sem raunverulega skeði í veiðihöllinni Mayerling: Hinn 30. ianúar hafði Rudolf krónprins farið með nokkrum vinum sínum til hallarinnar Mayerling, og í þetta sinn freist- aðist hann til að taka Mariu Vetsera með. Það var töluvert drukkið og hin skapmikla Maria varð lausmálli en hefðardömu sæmdi. Hún sagði ýmislegt um Habsburgara, ýmsan sannleika, sem krónprinsinn fann sig knúð- an til að snupra hana fyrir. En unga konan þoldi ekki gagnrýni, jafnvel ekki af krónprinsinum, svo hún greip kampavínsflösku og braut hana á höfði krónprins- ins, sem féll dauður niður. Jó- hann Orth og nokkrir vinir hans stóðu úti á svölum, og rétt á eft- ir sáu þeir hinn trygga þjón krónprinsins, Loschek, grípa byssu, miða á greifafrúna og skjóta hana til bana. Hann hafði viljað hefna hús- Kaupmaður í Beruen seoir að „æviluk Jóhamis Salvator séu skráð ou i iians vörzln". Hann iieldur bví (ram að Jóhann Salvator hafl látizt I Kristiansand undir nafninu Hnuo Koehler... bónda síns, hneykslið mátti ekki koma almenningi til eyrna, þess vegna var fundin upp þessi saga um sjálfsmorðið.“ „Aftenposten" segir ennfrem- ur frá því að Frantz Josef keis- ari hafi kallað Jóhann Salvator fyrir sig, til að ræða málið við hann. Þetta var mjög örlagaríkt samtal, og Jóhann Salvator fór úr landi og tók sér nafnið Jó- hann Orth. f annarri grein segir blaðið frá öðru, sem er mjög athyglisvert: „Það hafa verið lögð fram skjöl sem rétturinn í Bergen lýsir því yfir að Hugo Koehler sé Jóhann Salvator erkihertogi, sem menn héldu að hefði drukknað árið 1891.“ Eftir því sem blaðið segir, var Hugo Koehler grannvaxinn maður, með brún augu og svart skegg, og var vel þekktur á göt- unum í Kristiansand. Hann rak lítið fyrirtæki í bænum um 40 ár. Hann átti fjórar dætur, og ein þeirra er búsett í Bergen. Og það er einmitt í Bergen, sem hundurinn liggur grafinn núna, árið 1970. Ein af dætrum Koehlers er gift kaupmanni í Bergen, og það var hann sem fékk gildi þessara skjala stað- fest fyrir rétti í heimabæ sínum. Hvers vegna eru þessi plögg þá ekki birt? Hvers vegna hef- ur þessi kaupmaður ekki gengið endanlega frá því, sem hann byrjaði á árið 1945? Eftir að skáldsagan „Hennar keisaralega tign“ kom út, hefur norska blaðið „Nye Illusrert" beðið hann um að skrifa ævisögu þessa fræga erkihertoga, en hann hefur ekki viljað gera það af sérstökum ástæðum. En hann heldur því fram að lokaþáttur ævi Jóhanns Salvator, sé skjal- festur í sinni vörzlu. En ef Hugo Koehler hefur verið Jóhann Orth, lét hann það þá aldrei uppi? Jú! Eftir þvi sem dóttirin Gudrun segir, þá bað hann fjölskylduna að gera kröfu til að fá höllina Orth í Steiermark. Þetta skeði þegar hann lá á banabeði, og þá lét hann líka í ljós að hann langaði til að fara til Austurríkis. Eiginkona Hugo Koehlers, sem var norsk og hét Anna Louise, fædd Henriksen, hélt því líka fram í viðtali við blöðin að mað- ur hennar hefði verið sami mað- ur og Jóhann Orth. Hver er svo niðurstaðan? Lík- lega eingongu það, sem stóð í „Aftenposten“ árið 1945: „Hvað svo kemur í ljós í þessu máli, er ekki svo auðvelt að segja, en það er óneitanlega for- vitnilegt að vita hvað varð af þessum manni.“ ☆ 31 tw. VIKAN 29

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.