Vikan


Vikan - 30.07.1970, Síða 32

Vikan - 30.07.1970, Síða 32
Þessi orð gátu ekki veriS annað en smjaður. Ég gat ekki verið eins og ég var þegar ég var tvítug. En samt gat ég ekki annað en roðnað ... FRAMHALDSSAGA EFTIR PATRICIA WENTWORTH, 2. HLUTI En þegar þetta gerðist varð ég felmtri sleg- in. Þetta voru svo frekjulegar aðfarir, og nú fyrst skildi ég tilganginn með þessum sam- tökum sem ég hafði unnið fyrir. Eg horfði út um gluggann til að gleyma þessu, og allt, sem ég sá fyrir utan var friðsamt og snotur- legt. Einstaka barn veifaði lestinni. En ein- hver óhugnaður hafði setzt að mér. Þetta var fyrsta réttnefnda fríið mitt í tólf ár. Skyldi ég ekki fá að njóta þess? Eg var orðin þryett, fann að ég þarfnaðist vínstaups til hressingar og einhvers að borða. Í2g snyrti mig því til og gekk fram í ganginn. Oft er minnzt á, að heimurinn sé lítill, þegar kunningjar hittast í útlöndum. . . . Þegar ég kom út í ganginn, kom ég auga á Rupert Cash, sem stóð þar og horfði út um gluggann, þungt hugsi og varð mín ekki var. Mér gafst því nægur tími til að virða hann fyrir mér áður en hann sneri sér við. Það fóru um mig undarlegar tilfinningar. Það er sjálfsagt ævinlegea eitthvað kyndugt við það, þegar tvær manneskjur hittast óvænt, sem verið hafa ástfangnar hvor af annarri. Ég gekk að honum og tók í jakka- ermina. — Sæll, Rupert. Hann vatt sér við og tók undir kveðju mína, en af svip hans sá ég, að hann kom mér ekki fyrir sig. Hann var orðinn enn fal- legri með árunum og ekki var hann síður vel klæddur nú en í gamla daga. En það var út í hött, að hann skyldi vera í eins konar háskólajakka og uppháum stígvélum. En þetta var Rupert, sem ég einu sinni hafði elskað af öllu hjarta. Það gladdi mig að sjá hann og mér lék forvitni á að vita, hvað á daga hans hefði drifið. Loks rann upp fyrir honum, hver ég væri, augun glömpuðu og hann gall við: -— Magga. — Já, það er rétt. Hann greip um hönd mína og þrýsti hana kröftuglega. Ég tók eftir, að hann horfði á baugfingurinn á mér. Ég hló og svaraði hugsun hans: — Nei, — en þú? Hann hristi höfuðið og brosti breitt. Ég hefði getað trúað, að þú værir löngu giftur og margra barna faðir, hélt ég áfram. — Nei, guð forði mér frá því, svaraði hann. — En af hverju ertu sjálf ekki gift? Það var einmitt þú, sem vildir eignast börn. — Ég varð að sinna pabba, Rupert, svar- aði ég með hægð. — Já, auðvitað, auðvitað, flýtti hann sér að segja. Og nú bauð hann mér að borða með sér. Er við sátum hvort andspænis öðru við lítið borð með hvítum dúki á, tók ég eftir, að sjálfstraust hans hafði aukizt. Þarna var maður sem vissi vel um, hversu mikið vald hann hafði á konum. En jafnframt var eins og lægi falið bak við þetta fallega andlit eitt- hvað myrkt og óskiljanlegt. En ég vildi ekki brjóta heilann um það, heldur einbeita mér að gleðinni yfir því að sitja þarna með stærstu ást lífs míns. Ég dreypti í sherríið og mælti: — Það er meiri tilviljunin, að við skulum sitja hér saman, Rupert. Pabbi dó fyrir þrem vik- um.... — Æ, það þykir mér leitt að heyra, svar- aði hann af tilfinningu. En raunar hafði hann ekki hitt pabba nema nokkrum sinnnum, og pabba þótti hann of yfirborðslegur. — Það var raunar mikill léttir fyrir okk- ur öll, að hann skyldi falla frá, hélt ég áfram. — Hann var orðinn alveg ósjálfbjarga. Ég er viss um, að dauðinn var honum kærkominn. Rupert klappaði á hönd mér, og það fór í taugarnar á mér ekki síður, að hann þóttist sýna samúð vegna fráfalls pabba. - Þetta hlýtur að hafa verið óskemmti- legur tími fyrir þig. — Já, en nú er þetta liðið, og við skulum gleyma því. Segðu mér nú eitthvað um sjálf- an þig. Hann svaraði ekki undir eins heldur virti mig grandgæfilega fyrir sér. — Það var tals- vert skemmtilegt, varð honum loks að Orði. — Hvað var skemmtilegt? — Þegar við vorum í Oxford. Stundum finnst mér, að það hafi verið eina skemmti- lega tímabilið á ævi minni. — Það stafar bara af því, að það tilheyrir fortíðinni, svaraði ég. — En þessi tími var skemmtilegur, ekki satt? Manstu ekki eftir Barnaby? Hann var framúrskarandi fyrirlesari. Og það er hann enn. Hann er stórkostlegur. Ég þoldi naumast að hlusta á hann tala svona. Hann hlaut að vita, að ég vissi eink- ar vel, að hann hafði aldrei sótt fyrirlestra Barnabys. Kannske var hann sjálfur farinn að trúa eigin lygum. — Æi, Rupert, þú talar eins og ekkert hafi gerzt síðan. Hvaða gagn er í að vera að rifja upp það liðna? — Þú hefur ekkert breytzt, Magga. Þú ert alltaf sú sama. Þessi orð gátu ekki verið annað en smjað- ur. Ég gat ekki verið eins og þegar ég var tvítug. En samt gat ég ekki annað en roðn- að, enda vissi ég að það fór mér vel. - Takk fyrir, sagði ég við brosandi. — Þú hefur heldur ekki breytzt mikið. En ertu annars á leið til Ungverjalands? — Já, ég get ekki látið hjá líða að skreppa þangað endrum og eins. Eg hef alla ævina átt heima í Englandi en finnst Ungverjaland samt vera heimaland mitt. — Áttu enn villuna í Balaton? — Manstu eftir henni? Ég er raunar á leiðinni þangað. En fyrst ætla ég að eyða nokkrum dögum í Budapest í viðskiptaer- indum, skilurðu, en svo held ég áfram. Við flytjum þangað inn ýmiss konar matvæli. Þú hefur sjálfsagt aldrei gert þér mig í hug- arlund sem kaupsýslumann. En hvert ertu sjálf að fara? Eða er ferðalagið leynilegt? Ég hló og svaraði, að ég væri líka á leið- inni til Budapest. Hann tók að segja mér frá öllum stöðunum, sem ég yrði að heim- sækja. Hann var ákafur, en þó brá fyrir gætni í tali hans. Það var eins og hann væri að vega og meta, hvort hann ætti að taka okkar endurnýjaða kunningsskap sem hag fyrir sig eða byrði. — Rupert, þú hefur ekki enn frætt mig á, hvað drifið hefur á daga þína. Ég vildi óska, að við gætum hitzt í Buda- pest, hélt hann áfram og vék þannig undan spurningunni. — Þá gæti ég sýnt þér svo margt. En því miður gefst mér enginn tími til þess. Á hvaða hóteli ætlarðu að búa? Innst inni vissi ég, að ég yrði ekki til lengdar ánægð með, að Rupert yrði leið- sögumaður minn, hann mundi þá eiga eftir að sjá eftir þeim greiða. Þar að auki var ég eilítið smeyk. Ástarævintýri okkar var löngu liðið og gat ekki endurnýjast. — Ég man ekki nafnið á hótelinu, svar- aði ég. — Ég held það sé einhvers staðar í Rakoczy-Utca. Einhver frá ferðaskrifstofunni á að hitta mig og fara með mig á rétta stað- inn. — Heyrðu, Magga, komdu með í smáferð niður til Balaton-Vilagos. — En ég.... — Þú getur það vel, Magga. Það getur ekki annað en orðið gaman. Þú þarft ekkert að vera smeyk við það. Við verðum ekki ein, heldur heill selskapur. Þar er Eva, frænka mín og maður hennar. Sumum finnst hann vera gamall hlunkur, en ég held ykkur ætti að koma vel saman. Svo er það barn Evu og barnfóstran. Og þar að auki heimasæt- urnar Margit og Rósa, sem hljóta að taka vel á móti þér. Ég féllst að lokum á þetta og ákvað að eyða tveim vikum i Budapest, síðan þrem vikum í Balaton-Vilagos og fara svo aftur til Budapest og vera þar fríið á enda. En hefði mig grunað hvað beið mín, mundi ég aldrei hafa ákveðið þetta. Áður en við Rupert lukum máltíðinni innti ég hann enn einu sinni eftir, hvað hann hefði haft fyrir stafni öll þessi liðnu ár. — Ef þú neitar að svara, hélt ég áfram í hálfgerðu gamni, — fer ég að halda, að eitthvað skuggalegt hafi komið fyrir þig . . . að þú hafir til dæmis lent í einhverju stjórnmála- þrasi! — Það er skrítið, að þú skulir minnast á þetta, sagði hann og hló við. — Um tíma hugsaði ég nefnilega um að skipta mér af pólitík. En það tók of mikinn tíma frá við- skiptamálunum. Annars er bezt að tala sem minnst um stjórnmál nú á tímum, vilji mað- ur ekki lenda í fangelsi. Þegar hann sá, hve datt yfir mig, gerði hann handhreyfingu og lét málið falla. — Annars skal ég segja þér ævisögu mína, en þá verðum við fyrst að dreypa á koníaki. Hann kallaði á þjóninn, en ég andmælti. 4. KAFLI Er koníakið var komið á borðið, hóf Ru- pert máls á þessa leið: — Eg hef ferðazt 32 VIKAN 31-tbl-

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.