Vikan - 30.07.1970, Síða 34
<H>
FRÁ RAFHA
RAFHA eldavél, gerð 2650, með föstum hellum, 30 ára reynsla.
- ÓDÝRASTA RAFMAGNSELDAVÉLIN á markaðinum. — Heim-
keyrsla og Rafha ábyrgð.
VIÐ ÖÐINSTORG - SÍMI 10322
ATHUGIÐ
Ef þú ert að byggja eða þarft að bæta og
jafnvel ef þú vilt breyta, þá teljum við það
hagkvæmt að líta við hjá okkur, því að sjón
er sögu ríkari gagnvart vöruúrvali.
Gott verð.
UTAVER
GPSÁSVEH 22 - 24
sMAR: 30280-322G2
STJO RNUSPA*^
Hrútsmerkið (21. marz — 20. apríl): I>ú átt 1 nokkrum erfiðleikum með að komast til botns í gerðum ákveðinnar persónu og veldur það þér talsverðum heilabrotum fram eftir vikunni. — Miklar líkur eru á að brátt tæmist þér nokkurt fé.
m Nautsmerkið (21. apríl — 21. maí): Þú stofnar til kynna við fólk sem þú átt margar samverustundir með, þótt leiðir ykkar skilji von bráðar. Ýmsir persónulegir erfiðleikar verða á vegi þínum og ættirðu að skipuleggja tíma þinn betur.
Tvíburamerkið (22. maí — 21. júní): Þú ferð með kunningjum þínum í skemmtiferð sem tekur nokkra daga. Konur sem fæddar eru milli 3. og 20. munu verða fyrir einhverju eftirminnilegu. Persóna nokkru yngri en þú kemur talsvert við sögu.
Krabbamerkið (22. júní — 23. jú 1 í): Þú verður fyrir óvæntum skakkaföllum. Þú getur bráðlega lokið við verk sem þú hefur verið tafinn frá um tíma. Þú verður fyrir barðinu á einhverjum slúðrurum en það nær þó ekki að skaða þig.
Ljónsmerkið (24. júlí — 23. ágúst): Líkur eru á að þú græðir eitthvað á því að félagi þinn skorast undan merkjum. Þú verður fyrir ein- hverju tjóni en getur þó glatt þig við tiltölulega góða útkomu sökum snarræðis þíns.
Meyjarmerkið (24. ágúst — 23. september): Einn kunningja þinna hefur mjög undarlega fram- komu og áttu erfitt með að komast að því hvað hann hyggst fyrir. Þér er bezt að ganga ekkert á . hann og halda þínu striki. Þú verður útivið um hríð.
& Vogarmerkið (24. september — 23. október): Undanfarið hefurðu verið mikið utan við þig og fremur leiðinlegur í umgengni. Þú vinnur mikið við verkefni sem þarfnast mikillar yfirlegu og mikils tíma. Hætt er á að þú verðir fyrir nokkrum töfum.
& Drekamerkið (24. október — 22. nóvember): Vinur þinn færir þér fréttir sem leiða af sér að þú getur slegið tvær flugur í einu höggi. Þú færð smá upphæð til eigin ráðstöfunar frá lítt kunninum aðil- um, fyrir lítið viðvik. Þiggðu heimboð um helgina.
Bogamannsmerkið (23. nóvember — 21. des.): Varastu að skemmta þér í of stórum hópi, og ef þú hyggur á ferðalög ættirðu mjög að takmarka tölu ferðafélaganna. Óveðursblikur eru á lofti í einka- málum þínum. Taktu ráðleggingum þér eldri manna.
£ Steingeitarmerkið (22. desember — 20. janúar): Þú kemst i erfiða aðstöðu við að velja og hafna, en sökum tímaskorts þá velurðu auðveldustu leiðina, þrátt fyrir að hún þýði e. t. v. nokkurt fjárhagslegt tjón. Vinur þinn veitir þér hjálp á elleftu stund.
'QSsBr Vatnsberamerkið (21. janúar — 19. febrúar): Vertu dálítið alúðlegri í umgengni og minnstu þess að sýna samferðafólkinu tilhlýðilega virðingu, jafn- vel þótt þér sé það ekki sérlega eiginlegt. Leggðu mikið kapp á að fullkomna framkomu þína og háttu.
fs$k Fiskamerkið (20. febrúar — 20. marz): Þú lendir í klemmu milli tveggja aðilja sem toga i J þig úr tveim áttum. Þú færð óvænt og jafnvel óverð- I skuldað hrós fyrir verk þín, en það ætti að verða | til að minna þig á að það borgar sig að vanda sig. I
34 VIKAN 31-tbL