Vikan


Vikan - 30.07.1970, Síða 37

Vikan - 30.07.1970, Síða 37
H.F ÖLGERÐIN EGILL SKALLAGRÍMSSON REYKJAVÍK hann er undir smásjá, eí' til vill frekar en aðrir stjórnmála- menn. Vegna þess að hann er þeldökkur! Hann hefir fyrir löngu fundið út það sem stjórnmála- menn verða alltaf að sætta sig við, embættið gengur fyrir, Ijölskyldan verður að sitja á hakanum. Og embættið tekur stundum allan sólarhringinn. — Við eigum sjö mánaða dóttur, en það er sjaldan sem ég hefi tækifæri til að sjá hana. Áður hafði ég meiri tíma fyrir fjölskylduna og gat jafnvel hugsað um garðinn minn. Ég hefi mikinn áhuga á rósarækt. En nú hefir ég ekki tíma til slíks. Ég get ekki leyft mér þann munað að hvila mig. Það er mikið starf að vera þeldökkur borgarstjóri í mill- jónaborg. ☆ Savalle Framhald af bls. 19 — Alan var í listiðnaðarskól- anum um leið og ég, sagði Liam, þegar við gengum inn í herberg- ið, þar sem munirnir voru til sýnis. - Hann er mjög listfeng- ur, og ef allt gengur að óskum, þá vona ég að hann verði með- eigandi minn. Ég skoðaði myndirnar, sem héngu á veggjunum í sýningar- skálanum. Þær voru ekki mál- aðar, heldur samsettar úr tau- bútum, fjöðrum, fallegum stein- um og mislitum glerbrotum. Það var sérstaklega ein myndin, sem vakti athygli mína. Það var mynd af þáfugli, búin til úr bláu og grænu silki og skreytt með steinum í túrkis og smar- agðlitum, gulli og glitrandi pállí- ettum. Ég hafði aldrei séð svona skrautlegan fugl. Þetta finnst mér falleg mynd, sagði ég. — Það finnst mér líka, mér finnst hún of falleg til að selja hana. Hvað kallarðu hana? Ég hef ekki gefið henni nafn. Hann var hugsandi á svip- inn, þegar hann virti myndina fyrir sér, hugsandi og miklu eldri, mjög líkur bróður sínum. — Ef ég ætti að gefa henni nafn, myndi ég kalla hana „Savalle". Hvers vegna? Líkist hún myndinni? Gleymdu því, sagði hann snöggt. Hann leit á mig, hikaði svolítið, en sagði svo. — Þú kemst fljótlega að því að hjóna- band bróður míns er ekki ham- ingjusamt. Mig grunaði það. Móðir þín sagði að tengdadóttir sín héldi sig mest í herbergi sínu, og hún sagði mér að þau hefðu misst einkadóttur sína af slysförum. Og þetta eina skipti, sem ég hef hitt bróður þinn, hafði ég það á tilfinningunni að hann væri ekki hamingjusamur maður, sagði ég hreinskilnislega. Hann brosti dauflega. — Sa- valle er komin heim, eftir sex mánaða fjarveru. Við vorum að vona að hún kæmi alls ekki aft- ur. En hún flækist vonandi ekki fyrir þér. Jæja, nú er ég búinn að laga kaffi, viltu ekki sopa? Við drukkum kaffið í stóra herberginu, sem var einkaíbúð hans. Það var skemmtileg stofa, björt og full af litskrúðugum teppum, og rammalausum mál- verkum. Hann talaði með stolti um bróður sinn. - Hann er mjög fær augna- skurðlæknir og tekur starf sitt alvarlega, hefur ekki hug á neinu öðru. — En er það nú ekki dálítið slæmt? spurði ég. Liam yppti öxlum. - Það getur verið. En það er allt hans líf. Það var innileg ósk mömmu að hann starfaði við Meyerbridge sjúkrahúsið. Pabbi var stjórnarmeðlimur þar. Hann dó, þegar við vorum litlir. Mig langaði ekki til að verða læknir, og því síður skurðlæknir. Mér þykir gaman að dunda, hef aldr- ei verið eins ákveðinn og Nic- holas. Iiann talaði frjálslega, en mér varð á að reyna að finna út hvort móðir hans væri óánægð með starf hans, og að það væri þess vegna, sem hann byggi út af fyr- ir sig. — Nú veit ég hvað ég ætla að gera, sagði hann, nokkru síðar. — Ég ætla að búa til leirkönnu, sem þú getur drukkið kaffið þitt úr, þegar þú ert ein heima á High Trees, — og ég ætla að skreyta hana með dansandi stúlku, með bjöllum í pilsfaldin- um! — Þakka þér hjartanlega fyr- ir! sagði ég glöð. Hann fylgdi mér út og veifaði á eftir mér, og ég skildi við hann með það á tilfinningunni að lík- lega væri það ekki sem verst að vera á High Trees. Daginn sem frú Mede sagði mér að Nicholas ætlaði að borða með okkur um kvöldið, hlakkaði APPELSlN •.APPELSlN • 31. tbi. VIKAN 37

x

Vikan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.